Lífið

Óli Palli og Stella taka 107 ára sögufrægt hús á Akranesi í nefið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúlega fallegt hús uppi á Skaga.
Ótrúlega fallegt hús uppi á Skaga.
Fyrir þremur árum keyptu hjónin Ólafur Páll Gunnarsson og Stella María Arinbjargardóttir einbýlishús við Sunnuhvoll á Akranesi.

Húsið var byggt árið 1910 og er því 107 ára gamalt en þau hafa unnið  hörðum höndum við endurbætur á húsinu undanfarin misseri.

Á vefnum Skagafréttir er ítarleg umfjöllun um uppbyggingarferlið á húsinu, en ljóst er að þau hafa tekið húsið gjörsamlega í nefið.

Á næstunni mun fjölskyldan flytja tímabundið inn í Sunnuhvoll sem verður í framtíðinni gistiheimili fyrir ferðamenn á Akranesi.

Óli Palli og Stella halda í upprunalegan stíl á hönnun hússins og gera það mjög vel eins og sjá má hér að neðan. Hér má síðan sjá ótal margar myndir frá verkefninu.

Svona leit húsið út fyrir þremur árum.
Ótrúleg breyting á húsinu.
Útvarpsmaðurinn hefur staðið í ströngu.
Ferlið hefur verið langt og strangt.
Stórglæsileg útkoma. Þarna verður gistiheimili uppi á Skaga.
Baðherbergið er ótrúlega fallegt.
Parketið var slípað upp.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×