AMG E63 S hraðasti skutbíllinn kringum Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2017 16:52 Mercedes AMG E63 S bíllinn á Nürburgring brautinni. Þó svo að Mercedes Benz AMG E63 S sé í grunninn fjölskylduskutbíll þá er hann í leiðinni hrikalega aksturshæfur og snöggur brautarbíll. Það var aldeilis sannað í síðustu viku þegar Christian Gebhardt ók slíkum bíla á 7 mínútum og 45,19 sekúndum kringum Nürburgring brautina þýsku, en hún er 20 kílómetra löng. Það er nýtt met á meðal skutbíla. Gebhardt hafði 603 hestöfl til að aðstoða sig við metsláttinn, en þau koma frá 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem tengd er 9 gíra sjálfskiptingu. Það afl dugar þessum 2,1 tonna þunga bíl til að ná 100 km hraða á aðeins 3,4 sekúndum. Eldra metið á meðal skutbíla átti Seat Leon ST Cupra 280 og var tími hans 7:58,12. Mjög miklu munar á afli þessara tveggja bíla, eða meira en helmingi meira í Benzinum, svo segja má að Seat bíllinn hafi náð hreint mögnuðum tíma í brautinni. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent
Þó svo að Mercedes Benz AMG E63 S sé í grunninn fjölskylduskutbíll þá er hann í leiðinni hrikalega aksturshæfur og snöggur brautarbíll. Það var aldeilis sannað í síðustu viku þegar Christian Gebhardt ók slíkum bíla á 7 mínútum og 45,19 sekúndum kringum Nürburgring brautina þýsku, en hún er 20 kílómetra löng. Það er nýtt met á meðal skutbíla. Gebhardt hafði 603 hestöfl til að aðstoða sig við metsláttinn, en þau koma frá 4,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem tengd er 9 gíra sjálfskiptingu. Það afl dugar þessum 2,1 tonna þunga bíl til að ná 100 km hraða á aðeins 3,4 sekúndum. Eldra metið á meðal skutbíla átti Seat Leon ST Cupra 280 og var tími hans 7:58,12. Mjög miklu munar á afli þessara tveggja bíla, eða meira en helmingi meira í Benzinum, svo segja má að Seat bíllinn hafi náð hreint mögnuðum tíma í brautinni.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent