Flugliðar WOW air stofna nýtt stéttarfélag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 08:26 Kjarasamningur flugliða WOW air hefur verið laus síðan í september í fyrra. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að boða til stofnfundar nýs stéttarfélags fyrir flugliða, það er flugfreyjur og flugþjóna, á Íslandi þann 20. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá undirbúningsnefnd nýja stéttarfélagsins sem fengið hefur nafnið Samband íslenskra flugliða. Í tilkynningunni segir að kjarasamningur flugliða WOW air hafi verið laus síðan í september í fyrra. „Formlegar samningaviðræður hafa staðið yfir frá því snemma á þessu ári og voru kröfur sem komu frá flugliðum WOW air hafðar að leiðarljósi í samningaviðræðum við flugfélagið. Samninganefnd FFÍ er skipuð flugliðum WOW air sem starfa í umboði Flugfreyjufélags Íslands. Niðurstaðan er kjarasamningur sem náðst hefur við flugfélagið. Næsta eðlilega skref er að leggja samninginn í kosningu félagsmanna FFÍ sem starfa fyrir WOW air. Sú staða er nú komin upp að formaður FFÍ telur sig ekki geta skrifað undir samninginn fyrir hönd félagsins og sett hann í framhaldinu í kosningu hjá starfsmönnum WOW air. Þetta þýðir það að flugliðar WOW air geta ekki tekið afstöðu til samningsins og kosið um hann. Þann 27. október síðastliðinn hélt samninganefndin stöðufund með flugliðum WOW air þar sem þeir voru upplýstir um gerð samningsins og stöðu mála gagnvart FFÍ. Í fundinum kom mjög skýrt fram hjá þeim tæplega 100 manns sem mættu á fundinn að þeir hefðu áhuga á að kjósa um samninginn,“ segir í tilkynningunni. Erla Pálsdóttir sem situr í undirbúningsnefnd hins nýja stéttarfélags segir að flugliðar WOW air hafi lága rödd innan Flugfreyjusambands Íslands. Hávær krafa sé uppi á meðal flugliða fyrirtækisins um að fá að kjósa um nýja kjarasamninginn. „Flugliðum WOW air hefur fjölgað gríðarlega eftir inngöngu í FFÍ árið 2012 og er það ljóst að okkur mun fjölga mikið á næstu ár. Þegar metin er sú staða sem upp er komin innan FFÍ, hversu lága rödd við höfum innan þess og sú háværa krafa sem upp kom á stöðufundinum um að fá að kjósa um þennan samning þá sjáum við ekki að okkar hagsmunum sé best gætt innan FFÍ og höfum því ákveðið að stofna nýtt félag fyrir flugliða“ segir Erla. Kjaramál Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Ákveðið hefur verið að boða til stofnfundar nýs stéttarfélags fyrir flugliða, það er flugfreyjur og flugþjóna, á Íslandi þann 20. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá undirbúningsnefnd nýja stéttarfélagsins sem fengið hefur nafnið Samband íslenskra flugliða. Í tilkynningunni segir að kjarasamningur flugliða WOW air hafi verið laus síðan í september í fyrra. „Formlegar samningaviðræður hafa staðið yfir frá því snemma á þessu ári og voru kröfur sem komu frá flugliðum WOW air hafðar að leiðarljósi í samningaviðræðum við flugfélagið. Samninganefnd FFÍ er skipuð flugliðum WOW air sem starfa í umboði Flugfreyjufélags Íslands. Niðurstaðan er kjarasamningur sem náðst hefur við flugfélagið. Næsta eðlilega skref er að leggja samninginn í kosningu félagsmanna FFÍ sem starfa fyrir WOW air. Sú staða er nú komin upp að formaður FFÍ telur sig ekki geta skrifað undir samninginn fyrir hönd félagsins og sett hann í framhaldinu í kosningu hjá starfsmönnum WOW air. Þetta þýðir það að flugliðar WOW air geta ekki tekið afstöðu til samningsins og kosið um hann. Þann 27. október síðastliðinn hélt samninganefndin stöðufund með flugliðum WOW air þar sem þeir voru upplýstir um gerð samningsins og stöðu mála gagnvart FFÍ. Í fundinum kom mjög skýrt fram hjá þeim tæplega 100 manns sem mættu á fundinn að þeir hefðu áhuga á að kjósa um samninginn,“ segir í tilkynningunni. Erla Pálsdóttir sem situr í undirbúningsnefnd hins nýja stéttarfélags segir að flugliðar WOW air hafi lága rödd innan Flugfreyjusambands Íslands. Hávær krafa sé uppi á meðal flugliða fyrirtækisins um að fá að kjósa um nýja kjarasamninginn. „Flugliðum WOW air hefur fjölgað gríðarlega eftir inngöngu í FFÍ árið 2012 og er það ljóst að okkur mun fjölga mikið á næstu ár. Þegar metin er sú staða sem upp er komin innan FFÍ, hversu lága rödd við höfum innan þess og sú háværa krafa sem upp kom á stöðufundinum um að fá að kjósa um þennan samning þá sjáum við ekki að okkar hagsmunum sé best gætt innan FFÍ og höfum því ákveðið að stofna nýtt félag fyrir flugliða“ segir Erla.
Kjaramál Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira