Segir að þriggja flokka stjórn með VG og Framsókn væri sterk ríkisstjórn Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 10. nóvember 2017 10:52 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, við komuna í Valhöll í morgun. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. „Það er ekki gott að segja í dag,“ sagði Bjarni fyrir þingflokksfund Sjálfstæðismanna í morgun en fundinum lauk nú á ellefta tímanum. Þingflokkar Framsóknarflokksins og Vinstri grænna funduðu einnig og er þeim fundum einnig lokið en engin ákvörðun hefur verið tekin um að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Bjarni benti á að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkur og VG væru með góðan meirihluta á þingi en samtals eru flokkarnir með 35 þingmenn. „Ef þeir geta náð málefnalega saman, sem er alveg óreynt ennþá, þá væri það sterk ríkisstjórn. En við, eins og allir vita, erum ekki komin í neinar formlegar viðræður og eigum eftir að láta á slík samtöl reyna. Við erum hingað komin í Valhöll í dag fyrst og fremst bara til þess að halda áfram að viðra sjónarmið um framhaldið.“ Aðspurður hver ætti að leiða slíka ríkisstjórn sagði Bjarni að það væri eitt af því sem þyrfti að ræða.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mætti í þinghúsið í morgun þar sem VG-liðar funduðu.vísir/eyþórBæði þú og Katrín Jakobsdóttir hafið gert tilkall til þess, ekki satt? „Ja, ég held við skulum bara segja að það er eitt af því sem þarf að ræða,“ ítrekaði Bjarni. Þá sagði Bjarni að útlínur málefnasamnings í stórum dráttum lægju ekki fyrir. Áttu von á því að þið takið ákvörðun í dag eða þurfið þið lengri tíma til að ræða þetta? „Ég vonast til þess að dagurinn í dag nýtist til þess að minnsta kosti til svara því hvort að þessir flokkar vilji taka skref í viðbót í átt að því að slá einhvern ramma utan um slíkt mögulegt samstarf. Við erum að velta því fyrir okkur hvort við erum að taka það skref.“Hver á að fá umboðið, hefur verið rætt um það í samtölum við forsetann, ef þetta verður að veruleika að þið ræðið saman formlega? „Það er bara matsatriði,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, áður en hann hélt ti fundar við þingflokk sinn í morgun.Viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Segir það skýrast í dag hvort Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefji formlegar viðræður Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að það skýrist í dag hvort að Framsókn, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur fari í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 10. nóvember 2017 09:58 Sjálfstæðismenn funda um forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf með VG og Framsókn Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Valhöll. 10. nóvember 2017 09:38 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þriggja flokka stjórn með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum væri sterk ríkisstjórn. Enn sé þó ekki gott að segja hvort af samstarfi þessara þriggja flokka verði. „Það er ekki gott að segja í dag,“ sagði Bjarni fyrir þingflokksfund Sjálfstæðismanna í morgun en fundinum lauk nú á ellefta tímanum. Þingflokkar Framsóknarflokksins og Vinstri grænna funduðu einnig og er þeim fundum einnig lokið en engin ákvörðun hefur verið tekin um að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Bjarni benti á að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkur og VG væru með góðan meirihluta á þingi en samtals eru flokkarnir með 35 þingmenn. „Ef þeir geta náð málefnalega saman, sem er alveg óreynt ennþá, þá væri það sterk ríkisstjórn. En við, eins og allir vita, erum ekki komin í neinar formlegar viðræður og eigum eftir að láta á slík samtöl reyna. Við erum hingað komin í Valhöll í dag fyrst og fremst bara til þess að halda áfram að viðra sjónarmið um framhaldið.“ Aðspurður hver ætti að leiða slíka ríkisstjórn sagði Bjarni að það væri eitt af því sem þyrfti að ræða.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mætti í þinghúsið í morgun þar sem VG-liðar funduðu.vísir/eyþórBæði þú og Katrín Jakobsdóttir hafið gert tilkall til þess, ekki satt? „Ja, ég held við skulum bara segja að það er eitt af því sem þarf að ræða,“ ítrekaði Bjarni. Þá sagði Bjarni að útlínur málefnasamnings í stórum dráttum lægju ekki fyrir. Áttu von á því að þið takið ákvörðun í dag eða þurfið þið lengri tíma til að ræða þetta? „Ég vonast til þess að dagurinn í dag nýtist til þess að minnsta kosti til svara því hvort að þessir flokkar vilji taka skref í viðbót í átt að því að slá einhvern ramma utan um slíkt mögulegt samstarf. Við erum að velta því fyrir okkur hvort við erum að taka það skref.“Hver á að fá umboðið, hefur verið rætt um það í samtölum við forsetann, ef þetta verður að veruleika að þið ræðið saman formlega? „Það er bara matsatriði,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, áður en hann hélt ti fundar við þingflokk sinn í morgun.Viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45 Segir það skýrast í dag hvort Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefji formlegar viðræður Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að það skýrist í dag hvort að Framsókn, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur fari í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 10. nóvember 2017 09:58 Sjálfstæðismenn funda um forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf með VG og Framsókn Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Valhöll. 10. nóvember 2017 09:38 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Þingflokkur Vinstri grænna fundar í morgunsárið Ekki fást upplýsingar um hvað verður rætt á fundinum en fastlega má gera ráð fyrir að farið verði yfir stöðuna í óformlegum þreifingum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. 10. nóvember 2017 08:45
Segir það skýrast í dag hvort Vinstri græn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefji formlegar viðræður Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að það skýrist í dag hvort að Framsókn, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur fari í formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 10. nóvember 2017 09:58
Sjálfstæðismenn funda um forsendur mögulegs ríkisstjórnarsamstarf með VG og Framsókn Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins er hafinn í Valhöll. 10. nóvember 2017 09:38