Jaguar Land Rover er peningamaskína Tata Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2017 09:46 Jaguar F-Pace jeppinn. Breski bílaframleiðandinn Jaguar Land Rover er í eigu indverska bílaframleiðandans og Tata virðist hafa gert rétt með að kaupa fyrirtækið árið 2008 því Jaguar Land Rover skapar mestan hagnað fyrirtækisins. Á þriðja ársfjórðungi ársins varð mesti hagnaður af rekstri Tata í sögu fyrirtækisins og á Jaguar Land Rover þar mestan þátt. Þessi þriðji ársfjórðungur skóp þrisvar sinnum meiri hagnað en sami ársfjórðungur síðasta árs. Hagnaðurinn nam 40,5 milljörðum króna en var 13,5 milljarðar í fyrra. Sala Jaguar Land Rover bíla jókst um 27% í Kína á ársfjórðungnum, en Kína er stærsti bílamarkaður heims. Jaguar ætlar að gera enn betur á þessum ársfjórðungi í Kína með því að bjóða tengiltvinnútfærslu af Jaguar F-Pace jeppanum, sem ber þá reyndar nafnið Jaguar E-Pace og einnig tengiltvinnútgáfur af Range Rover og Range Rover Sport bílunum snemma á næsta ári. Heildarsala Jaguar Land Rover var 149.600 bílar á þriðja ársfjórðungi og jókst um 5,1%. Hagnaður af sölu var 10,8%, sem er með því hæsta sem um getur í bílabransanum og vel yfir spám helstu greinenda. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent
Breski bílaframleiðandinn Jaguar Land Rover er í eigu indverska bílaframleiðandans og Tata virðist hafa gert rétt með að kaupa fyrirtækið árið 2008 því Jaguar Land Rover skapar mestan hagnað fyrirtækisins. Á þriðja ársfjórðungi ársins varð mesti hagnaður af rekstri Tata í sögu fyrirtækisins og á Jaguar Land Rover þar mestan þátt. Þessi þriðji ársfjórðungur skóp þrisvar sinnum meiri hagnað en sami ársfjórðungur síðasta árs. Hagnaðurinn nam 40,5 milljörðum króna en var 13,5 milljarðar í fyrra. Sala Jaguar Land Rover bíla jókst um 27% í Kína á ársfjórðungnum, en Kína er stærsti bílamarkaður heims. Jaguar ætlar að gera enn betur á þessum ársfjórðungi í Kína með því að bjóða tengiltvinnútfærslu af Jaguar F-Pace jeppanum, sem ber þá reyndar nafnið Jaguar E-Pace og einnig tengiltvinnútgáfur af Range Rover og Range Rover Sport bílunum snemma á næsta ári. Heildarsala Jaguar Land Rover var 149.600 bílar á þriðja ársfjórðungi og jókst um 5,1%. Hagnaður af sölu var 10,8%, sem er með því hæsta sem um getur í bílabransanum og vel yfir spám helstu greinenda.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent