Andrés og Rósa Björk styðja ekki sáttmálann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. nóvember 2017 19:15 Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, Vísir/Anton Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þingmennirnir tveir voru einu þingmenn VG sem greiddu atkvæði gegn því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum fyrir nokkrum vikum. Sögðust þau þá ekki treysta Sjálfstæðisflokknum. Í umræðu um sáttmálann eftir kynningu Katrínar Jakobsdóttur, formann flokksins og Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns flokksins, stigu Rósa Björk og Andrés Ingi í pontu þar sem þau lýstu þau yfir að þau gætu ekki stutt sjórnarsáttmálann. Sagði Rósa Björk að veigamikil atriði vantaði í sáttmálann til þess að hún gæti stutt hann. Þá sagði Andrés Ingi að of miklir annmarkar væru á sáttmálanum til þess að hann gæti stutt hann. Eftir á að greiða atkvæði um sáttmálann en leynileg atkvæðagreiðsla fer fram eftir að umræður um sáttmálann er lokið. Flokkstofnanir flokkanna þriggja sem munu mynda fyrirhugaða ríkisstjórn þurfa allar að samþykkja sáttmálann sem liggur fyrir. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins samþykkti sáttmálann einróma fyrr í dagen miðstjórn Framsóknarflokksins mun funda síðar í kvöld. Á morgun funda svo þingflokkarnir þrír en verði sáttmálinn samþykktur af öllum flokkstofnunum flokkanna þriggja er stefnt að því að ríkistjórn Katrínar Jakobsdóttur taki formlega við völdum á morgun. Ljóst er að ef Andrés Ingi og Rósa Björk munu ekki styðja ríkisstjórnina mun ríkisstjórnin vera með 33 þingsæta meirihluta, í stað 35 sæta. Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmenn Vinstri grænna, lýstu því yfir á flokksráðsfundi flokksins að þau gætu ekki stutt stjórnarsáttmála VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þingmennirnir tveir voru einu þingmenn VG sem greiddu atkvæði gegn því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum fyrir nokkrum vikum. Sögðust þau þá ekki treysta Sjálfstæðisflokknum. Í umræðu um sáttmálann eftir kynningu Katrínar Jakobsdóttur, formann flokksins og Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns flokksins, stigu Rósa Björk og Andrés Ingi í pontu þar sem þau lýstu þau yfir að þau gætu ekki stutt sjórnarsáttmálann. Sagði Rósa Björk að veigamikil atriði vantaði í sáttmálann til þess að hún gæti stutt hann. Þá sagði Andrés Ingi að of miklir annmarkar væru á sáttmálanum til þess að hann gæti stutt hann. Eftir á að greiða atkvæði um sáttmálann en leynileg atkvæðagreiðsla fer fram eftir að umræður um sáttmálann er lokið. Flokkstofnanir flokkanna þriggja sem munu mynda fyrirhugaða ríkisstjórn þurfa allar að samþykkja sáttmálann sem liggur fyrir. Flokksráð Sjálfstæðisflokksins samþykkti sáttmálann einróma fyrr í dagen miðstjórn Framsóknarflokksins mun funda síðar í kvöld. Á morgun funda svo þingflokkarnir þrír en verði sáttmálinn samþykktur af öllum flokkstofnunum flokkanna þriggja er stefnt að því að ríkistjórn Katrínar Jakobsdóttur taki formlega við völdum á morgun. Ljóst er að ef Andrés Ingi og Rósa Björk munu ekki styðja ríkisstjórnina mun ríkisstjórnin vera með 33 þingsæta meirihluta, í stað 35 sæta.
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira