Varaformaður VG vonast til að meiri friður verði um stjórnmálin með samstarfinu við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 12:26 Frá fundi formannanna í ráðherrabústaðnum í liðinni viku. Þeir hittust aftur í morgun en málefnasamningurinn er nánast tilbúinn. vísir/ernir Edward Hákon Hujibens, varaformaður Vinstri grænna, vonast til þess að það verði meiri friður um stjórnmálin hér á landi með ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Þetta kemur fram í orðsendingu varaformannsins til hundruða stuðningsmanna VG á Facebook í dag en þar segir Edward að búið sé að boða flokksráð flokksins til fundar á miðvikudag klukkan 17 þar sem stjórnarsáttmáli flokkanna þrigga verður ræddur og borinn undir atkvæði. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðu VG er stefnt að því að fundinum ljúki eigi síðar en klukkan 21. Þá er einnig búið að boða miðstjórn Framsóknarflokksins til fundar þar sem stjórnarsáttmálinn verður ræddur, að því er fram kemur á vef RÚV. Þá er gert ráð fyrir því að flokksráð Sjálfstæðisflokksins komi einnig saman til fundar á miðvikudag til að greiða atkvæði um stjórnarsamstarfið. Ekki er búið að boða til fundarins en það verður að öllum líkindum gert í dag. Í færslu Edwards til stuðningsmanna VG á Facebook í dag kveðst hann vita að miklar tilfinningar séu tengdar samstarfinu við Framsókn og Sjálfstæðisflokk en eins og kunnugt er er mikil ólga innan Vinstri grænna með fyrirhugað samstarf. Edward segir að mörgum finnist erfitt að horfast í augu við þessa mynd og niðurstöður kosninganna. „Ég viðurkenni fúslega að þetta er ekki óskastaðan, en ég ætla að horfa helst á þá ljósu punkta sem eru við þetta samstarf. Það er mikil breidd í þessum þremur flokkum og með því vonast ég til að verði meiri friður um stjórnmálin á Íslandi í kjölfar 9 ára umrótatíma eftir Hrun. Ég vona að þingið fari að endurheimta virðingarstöðu sína með nýjum og bættum vinnubrögðum samstarfs og heilinda. Og ég vona að nú hefjist uppbyggingarskeið innviða, öllum til handa hér á landi, óháð efnahag og félagslegri stöðu. Ég mun horfa eftir því í stjórnarsáttmála hvaða samfélagsbreytingum við erum að ná fram og ætl ég að hampa þeim og leggja mitt á vogarskálar þess að af þeim verði. Hinum sem við viljum öll ná fram, en verða ekki í þessari umferð, ætla ég að halda vandlega til haga og berjast fyrir við hvert tækifæri sem gefst,“ segir Edward í færslunni. Kosningar 2017 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Edward Hákon Hujibens, varaformaður Vinstri grænna, vonast til þess að það verði meiri friður um stjórnmálin hér á landi með ríkisstjórnarsamstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Þetta kemur fram í orðsendingu varaformannsins til hundruða stuðningsmanna VG á Facebook í dag en þar segir Edward að búið sé að boða flokksráð flokksins til fundar á miðvikudag klukkan 17 þar sem stjórnarsáttmáli flokkanna þrigga verður ræddur og borinn undir atkvæði. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðu VG er stefnt að því að fundinum ljúki eigi síðar en klukkan 21. Þá er einnig búið að boða miðstjórn Framsóknarflokksins til fundar þar sem stjórnarsáttmálinn verður ræddur, að því er fram kemur á vef RÚV. Þá er gert ráð fyrir því að flokksráð Sjálfstæðisflokksins komi einnig saman til fundar á miðvikudag til að greiða atkvæði um stjórnarsamstarfið. Ekki er búið að boða til fundarins en það verður að öllum líkindum gert í dag. Í færslu Edwards til stuðningsmanna VG á Facebook í dag kveðst hann vita að miklar tilfinningar séu tengdar samstarfinu við Framsókn og Sjálfstæðisflokk en eins og kunnugt er er mikil ólga innan Vinstri grænna með fyrirhugað samstarf. Edward segir að mörgum finnist erfitt að horfast í augu við þessa mynd og niðurstöður kosninganna. „Ég viðurkenni fúslega að þetta er ekki óskastaðan, en ég ætla að horfa helst á þá ljósu punkta sem eru við þetta samstarf. Það er mikil breidd í þessum þremur flokkum og með því vonast ég til að verði meiri friður um stjórnmálin á Íslandi í kjölfar 9 ára umrótatíma eftir Hrun. Ég vona að þingið fari að endurheimta virðingarstöðu sína með nýjum og bættum vinnubrögðum samstarfs og heilinda. Og ég vona að nú hefjist uppbyggingarskeið innviða, öllum til handa hér á landi, óháð efnahag og félagslegri stöðu. Ég mun horfa eftir því í stjórnarsáttmála hvaða samfélagsbreytingum við erum að ná fram og ætl ég að hampa þeim og leggja mitt á vogarskálar þess að af þeim verði. Hinum sem við viljum öll ná fram, en verða ekki í þessari umferð, ætla ég að halda vandlega til haga og berjast fyrir við hvert tækifæri sem gefst,“ segir Edward í færslunni.
Kosningar 2017 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira