Markmiðið að hafa hundinn glaðan öllum stundum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. nóvember 2017 13:14 Jóhanna Þorbjörg og Texas, einn af hundunum hennar. mynd/jþm Hundaþjálfarinn Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir stefnir á að opna eingangrunarmiðstöð fyrir hunda í Holta og Landsveit á næsta ári. Markmiðið er að reka miðstöðina þannig að hundurinn verði sáttur, sæll og glaður – öllum stundum. Jóhanna þjálfar einnig hunda fyrir einhverfa og fólk með áfallastreituröskun. „Ég er menntaður hundaþjálfari og sérfræðingur í hegðun hunda. Ég er einnig menntaður, sjúkraflutningamaður neyðarvörður og lögreglumaður og starfa í dag sem lögreglumaður hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi. Ég er einnig að rækta hunda, australian cattle dog. Hunda sem ég ætla í vinnu, til smölunar og einnig sem þjónustu hunda en ég hef einnig þjálfað hunda fyrir einhverfa og hunda fyrir fólk með áfallastreituröskun“, segir Jóhanna Þorbjörg.Hlaupabretti fyrir hundana Jóhanna segir að boðið verði upp á mismunandi þjálfun á meðan dvölinni stendur. „Þjálfunarrými verður í stöðinni þar sem hundar fá þjálfun og hreyfingu en einnig verður hlaupabretti á staðnum til að hundar fái nauðsynlega útrás og hreyfingu“, segir hún.Jóhanna Þorbjörg byrjaði sem afleysingamaður hjá lögreglunni á Selfossi 2007 og fór í lögregluskólann 2010. Hún er líka menntaður sjúkraflutningamaður og með diplómu í neyðarsímsvörun og hefur starfað sem neyðarvörður hjá 112. Hundar hafa og munu alltaf verða stór hluti af hennar lífi.Ferlið til þess að fá innflutningsleyfi fyrir hund er mjög strangt en það ferli fer í gegnum Matvælastofnun áður en hundur fær leyfi til þess að koma til landsins. Þegar öll leyfi og nauðsynlegar rannsóknir eru í höfn fær hundurinn að koma ti landsins og verður sóttur til Keflavíkur af starfsfólki stöðvarinnar. „Já, við komu er hundurinn metinn af dýralækni okkar sem alltaf verður til taks. Dýralæknir metur ástand hundsins, áætlar fóður og hefur yfirumsjón með líkamlegu heilbrigði. Hundarnir þurfa eins og staðan er í dag að vera hjá okkur í 28 daga. Í stöðinni verður aðstaða dýralæknis sem mun geta gert aðgerðir komi til þess á meðan á dvöl stendur“, segir Jóhanna Þorbjörg þegar hún lýsir ferlinu þegar hundur kemur til landsins.Hefur flutt inn fjóra hunda Sjálf hefur Jóhanna Þorbjörg flutt inn 4 hunda en hún segir að í öll skiptin hafi henni fundist vanta fyrir þá afþreyingu á meðan þeir voru á einangrunarstöð. Í hennar stöð verður pláss fyrir 16 hunda og 3 ketti. Þetta verður önnur einangrunarstöðin á Íslandi, hún er í Höfnum á Suðurnesjum.En hvenær verður nýja stöðin opnuð? „Við vitum ekki hvenær við munum ná að opna stöðina en við erum að vinna hörðum höndum til að það verði sem fyrst á nýju ári. Maðurinn minn, Ingvar Guðmundsson er húsasmíðameistari og ætlar að henda stöðinni upp“, sagði Jóhanna Þorbjörg hlæjandi. Hún hvetur fólk til þess að fylgjast vel með á Facebook-síðunni „allirhundar“ og snapchat, „allirhundar“, þar sem þau Ingvar munum leyfa fólki að fylgjast með gangi mála. Tveir starfsmenn eru í þjálfun á Selási þar sem þeir læra grunninn í þjálfun og meðhöndlun hunda og munu því verða vel í stakk búnar að þjálfa þá hunda sem koma þegar stöðin opnar á næsta ári. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
Hundaþjálfarinn Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir stefnir á að opna eingangrunarmiðstöð fyrir hunda í Holta og Landsveit á næsta ári. Markmiðið er að reka miðstöðina þannig að hundurinn verði sáttur, sæll og glaður – öllum stundum. Jóhanna þjálfar einnig hunda fyrir einhverfa og fólk með áfallastreituröskun. „Ég er menntaður hundaþjálfari og sérfræðingur í hegðun hunda. Ég er einnig menntaður, sjúkraflutningamaður neyðarvörður og lögreglumaður og starfa í dag sem lögreglumaður hjá lögreglustjóranum á Suðurlandi. Ég er einnig að rækta hunda, australian cattle dog. Hunda sem ég ætla í vinnu, til smölunar og einnig sem þjónustu hunda en ég hef einnig þjálfað hunda fyrir einhverfa og hunda fyrir fólk með áfallastreituröskun“, segir Jóhanna Þorbjörg.Hlaupabretti fyrir hundana Jóhanna segir að boðið verði upp á mismunandi þjálfun á meðan dvölinni stendur. „Þjálfunarrými verður í stöðinni þar sem hundar fá þjálfun og hreyfingu en einnig verður hlaupabretti á staðnum til að hundar fái nauðsynlega útrás og hreyfingu“, segir hún.Jóhanna Þorbjörg byrjaði sem afleysingamaður hjá lögreglunni á Selfossi 2007 og fór í lögregluskólann 2010. Hún er líka menntaður sjúkraflutningamaður og með diplómu í neyðarsímsvörun og hefur starfað sem neyðarvörður hjá 112. Hundar hafa og munu alltaf verða stór hluti af hennar lífi.Ferlið til þess að fá innflutningsleyfi fyrir hund er mjög strangt en það ferli fer í gegnum Matvælastofnun áður en hundur fær leyfi til þess að koma til landsins. Þegar öll leyfi og nauðsynlegar rannsóknir eru í höfn fær hundurinn að koma ti landsins og verður sóttur til Keflavíkur af starfsfólki stöðvarinnar. „Já, við komu er hundurinn metinn af dýralækni okkar sem alltaf verður til taks. Dýralæknir metur ástand hundsins, áætlar fóður og hefur yfirumsjón með líkamlegu heilbrigði. Hundarnir þurfa eins og staðan er í dag að vera hjá okkur í 28 daga. Í stöðinni verður aðstaða dýralæknis sem mun geta gert aðgerðir komi til þess á meðan á dvöl stendur“, segir Jóhanna Þorbjörg þegar hún lýsir ferlinu þegar hundur kemur til landsins.Hefur flutt inn fjóra hunda Sjálf hefur Jóhanna Þorbjörg flutt inn 4 hunda en hún segir að í öll skiptin hafi henni fundist vanta fyrir þá afþreyingu á meðan þeir voru á einangrunarstöð. Í hennar stöð verður pláss fyrir 16 hunda og 3 ketti. Þetta verður önnur einangrunarstöðin á Íslandi, hún er í Höfnum á Suðurnesjum.En hvenær verður nýja stöðin opnuð? „Við vitum ekki hvenær við munum ná að opna stöðina en við erum að vinna hörðum höndum til að það verði sem fyrst á nýju ári. Maðurinn minn, Ingvar Guðmundsson er húsasmíðameistari og ætlar að henda stöðinni upp“, sagði Jóhanna Þorbjörg hlæjandi. Hún hvetur fólk til þess að fylgjast vel með á Facebook-síðunni „allirhundar“ og snapchat, „allirhundar“, þar sem þau Ingvar munum leyfa fólki að fylgjast með gangi mála. Tveir starfsmenn eru í þjálfun á Selási þar sem þeir læra grunninn í þjálfun og meðhöndlun hunda og munu því verða vel í stakk búnar að þjálfa þá hunda sem koma þegar stöðin opnar á næsta ári.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira