Reglulegt rafmagnsleysi í Skötufirði Aron Ingi Guðmundsson skrifar 25. nóvember 2017 13:03 Ábúendur á bænum Hvítanesi í Skötufirði hafa fengið nóg af rafmagnsleysi sem reglulega lætur á sér kræla. "Það eru Hvítanes víða á Vestfjörðum,“ segir sveitarstjórinn. Rafmagnslaust var á dögunum í tæpa tvo sólarhringa á bænum Hvítanesi í Skötufirði. Þetta var í fjórða sinn í haust sem rafmagn fór af í svo langan tíma, en lengst hefur það varað í þrjá sólarhringa. Sigríður Hafliðadóttir, ábúandi á Hvítanesi, segir kapal sem liggur yfir fjörðinn ónýtan og að ítrekað hafi verið reynt að laga hann. Hún segir stöðuna skelfilega, ekki síst í ljósi þess að rafmagnsleysið láti einnig á sér kræla á kaffihúsi þeirra hjóna, sem er skammt frá, eða í Litlabæ. Hún segir að vissulega sé erfitt að lenda í rafmagnsleysi á álagstímum en að þau hjónin kvíði mest vetrinum. Það sem hafi bjargað þeim hingað til sé lítil gömul ljósavél sem gefi þeim ljós og smá hita en ekki dugar sú vél ef elda á eitthvað að ráði. Orkubú Vestfjarða hefur einnig lánað þeim ljósavél fyrir kaffihúsið svo hægt sé að baka vöfflur og laga kaffi.Hjónin reka lítið kaffihús í Litlabæ.„Þeir frá Orkubúinu sögðu okkur að ekki væri til peningur til að skipta um kapal, en þetta er náttúrulega óboðlegt og ekki hægt að treysta á að toga alltaf kapalinn upp úr firðinum, það er jú allra veðra von á þessum árstíma,“ segir Sigríður. Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að raforkumál séu risastórt mál á Vestfjörðum. „Það þarf að koma á hringtengdri raforku hér svo hægt sé að byggja upp innviðina. Við erum ekki að tala um stóriðju, það er löngu samþykkt að við viljum enga stóriðju á Vestfirði. Við viljum bara að þessi grunnatriði séu í lagi svo hægt sé að búa og starfa hér,“ segir Pétur. Hann segir að samningaviðræður standi yfir um tengipunkt við Hvalárvirkjun, þegar af henni verði. Það sé langtímamarkmið en að auðvitað þurfi að gera við þennan tiltekna kapal í Skötufirði. Orkubúið sé ekki í neinni stöðu til að tala um peningaskort – ábyrgðin sé þeirra. Pétur tekur einnig fram að raforkuvandamál á Vestfjörðum séu vel þekkt, það hafi til dæmis verið rafmagnslaust á Súðavík nýlega í fimm klukkustundir og að hann hafi heyrt af fleirum svona sögum líkt og Sigríður í Hvítanesi lýsir. „Það eru Hvítanes víða á Vestfjörðum,“ segir Pétur. Halldór V. Magnússon, framkvæmdastjóri veitusviðs Orkubús Vestfjarða, þekkir mál hjónanna á Hvítanesi vel. Hann segir ástandið dapurt og að lagfæringa sé þörf víða. Hann segir viðgerðir kostnaðarsamar, en vill þó ekki meina að peningaskortur komi í veg fyrir að hægt sé að gera við kapalinn í Skötufirði. Þetta snúist einfaldlega um forgang, en að hans mati þurfi að skoða það að færa Hvítanes framar í röðina vegna alvarleika málsins þar. Súðavíkurhreppur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Rafmagnslaust var á dögunum í tæpa tvo sólarhringa á bænum Hvítanesi í Skötufirði. Þetta var í fjórða sinn í haust sem rafmagn fór af í svo langan tíma, en lengst hefur það varað í þrjá sólarhringa. Sigríður Hafliðadóttir, ábúandi á Hvítanesi, segir kapal sem liggur yfir fjörðinn ónýtan og að ítrekað hafi verið reynt að laga hann. Hún segir stöðuna skelfilega, ekki síst í ljósi þess að rafmagnsleysið láti einnig á sér kræla á kaffihúsi þeirra hjóna, sem er skammt frá, eða í Litlabæ. Hún segir að vissulega sé erfitt að lenda í rafmagnsleysi á álagstímum en að þau hjónin kvíði mest vetrinum. Það sem hafi bjargað þeim hingað til sé lítil gömul ljósavél sem gefi þeim ljós og smá hita en ekki dugar sú vél ef elda á eitthvað að ráði. Orkubú Vestfjarða hefur einnig lánað þeim ljósavél fyrir kaffihúsið svo hægt sé að baka vöfflur og laga kaffi.Hjónin reka lítið kaffihús í Litlabæ.„Þeir frá Orkubúinu sögðu okkur að ekki væri til peningur til að skipta um kapal, en þetta er náttúrulega óboðlegt og ekki hægt að treysta á að toga alltaf kapalinn upp úr firðinum, það er jú allra veðra von á þessum árstíma,“ segir Sigríður. Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að raforkumál séu risastórt mál á Vestfjörðum. „Það þarf að koma á hringtengdri raforku hér svo hægt sé að byggja upp innviðina. Við erum ekki að tala um stóriðju, það er löngu samþykkt að við viljum enga stóriðju á Vestfirði. Við viljum bara að þessi grunnatriði séu í lagi svo hægt sé að búa og starfa hér,“ segir Pétur. Hann segir að samningaviðræður standi yfir um tengipunkt við Hvalárvirkjun, þegar af henni verði. Það sé langtímamarkmið en að auðvitað þurfi að gera við þennan tiltekna kapal í Skötufirði. Orkubúið sé ekki í neinni stöðu til að tala um peningaskort – ábyrgðin sé þeirra. Pétur tekur einnig fram að raforkuvandamál á Vestfjörðum séu vel þekkt, það hafi til dæmis verið rafmagnslaust á Súðavík nýlega í fimm klukkustundir og að hann hafi heyrt af fleirum svona sögum líkt og Sigríður í Hvítanesi lýsir. „Það eru Hvítanes víða á Vestfjörðum,“ segir Pétur. Halldór V. Magnússon, framkvæmdastjóri veitusviðs Orkubús Vestfjarða, þekkir mál hjónanna á Hvítanesi vel. Hann segir ástandið dapurt og að lagfæringa sé þörf víða. Hann segir viðgerðir kostnaðarsamar, en vill þó ekki meina að peningaskortur komi í veg fyrir að hægt sé að gera við kapalinn í Skötufirði. Þetta snúist einfaldlega um forgang, en að hans mati þurfi að skoða það að færa Hvítanes framar í röðina vegna alvarleika málsins þar.
Súðavíkurhreppur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira