Reglulegt rafmagnsleysi í Skötufirði Aron Ingi Guðmundsson skrifar 25. nóvember 2017 13:03 Ábúendur á bænum Hvítanesi í Skötufirði hafa fengið nóg af rafmagnsleysi sem reglulega lætur á sér kræla. "Það eru Hvítanes víða á Vestfjörðum,“ segir sveitarstjórinn. Rafmagnslaust var á dögunum í tæpa tvo sólarhringa á bænum Hvítanesi í Skötufirði. Þetta var í fjórða sinn í haust sem rafmagn fór af í svo langan tíma, en lengst hefur það varað í þrjá sólarhringa. Sigríður Hafliðadóttir, ábúandi á Hvítanesi, segir kapal sem liggur yfir fjörðinn ónýtan og að ítrekað hafi verið reynt að laga hann. Hún segir stöðuna skelfilega, ekki síst í ljósi þess að rafmagnsleysið láti einnig á sér kræla á kaffihúsi þeirra hjóna, sem er skammt frá, eða í Litlabæ. Hún segir að vissulega sé erfitt að lenda í rafmagnsleysi á álagstímum en að þau hjónin kvíði mest vetrinum. Það sem hafi bjargað þeim hingað til sé lítil gömul ljósavél sem gefi þeim ljós og smá hita en ekki dugar sú vél ef elda á eitthvað að ráði. Orkubú Vestfjarða hefur einnig lánað þeim ljósavél fyrir kaffihúsið svo hægt sé að baka vöfflur og laga kaffi.Hjónin reka lítið kaffihús í Litlabæ.„Þeir frá Orkubúinu sögðu okkur að ekki væri til peningur til að skipta um kapal, en þetta er náttúrulega óboðlegt og ekki hægt að treysta á að toga alltaf kapalinn upp úr firðinum, það er jú allra veðra von á þessum árstíma,“ segir Sigríður. Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að raforkumál séu risastórt mál á Vestfjörðum. „Það þarf að koma á hringtengdri raforku hér svo hægt sé að byggja upp innviðina. Við erum ekki að tala um stóriðju, það er löngu samþykkt að við viljum enga stóriðju á Vestfirði. Við viljum bara að þessi grunnatriði séu í lagi svo hægt sé að búa og starfa hér,“ segir Pétur. Hann segir að samningaviðræður standi yfir um tengipunkt við Hvalárvirkjun, þegar af henni verði. Það sé langtímamarkmið en að auðvitað þurfi að gera við þennan tiltekna kapal í Skötufirði. Orkubúið sé ekki í neinni stöðu til að tala um peningaskort – ábyrgðin sé þeirra. Pétur tekur einnig fram að raforkuvandamál á Vestfjörðum séu vel þekkt, það hafi til dæmis verið rafmagnslaust á Súðavík nýlega í fimm klukkustundir og að hann hafi heyrt af fleirum svona sögum líkt og Sigríður í Hvítanesi lýsir. „Það eru Hvítanes víða á Vestfjörðum,“ segir Pétur. Halldór V. Magnússon, framkvæmdastjóri veitusviðs Orkubús Vestfjarða, þekkir mál hjónanna á Hvítanesi vel. Hann segir ástandið dapurt og að lagfæringa sé þörf víða. Hann segir viðgerðir kostnaðarsamar, en vill þó ekki meina að peningaskortur komi í veg fyrir að hægt sé að gera við kapalinn í Skötufirði. Þetta snúist einfaldlega um forgang, en að hans mati þurfi að skoða það að færa Hvítanes framar í röðina vegna alvarleika málsins þar. Súðavíkurhreppur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Rafmagnslaust var á dögunum í tæpa tvo sólarhringa á bænum Hvítanesi í Skötufirði. Þetta var í fjórða sinn í haust sem rafmagn fór af í svo langan tíma, en lengst hefur það varað í þrjá sólarhringa. Sigríður Hafliðadóttir, ábúandi á Hvítanesi, segir kapal sem liggur yfir fjörðinn ónýtan og að ítrekað hafi verið reynt að laga hann. Hún segir stöðuna skelfilega, ekki síst í ljósi þess að rafmagnsleysið láti einnig á sér kræla á kaffihúsi þeirra hjóna, sem er skammt frá, eða í Litlabæ. Hún segir að vissulega sé erfitt að lenda í rafmagnsleysi á álagstímum en að þau hjónin kvíði mest vetrinum. Það sem hafi bjargað þeim hingað til sé lítil gömul ljósavél sem gefi þeim ljós og smá hita en ekki dugar sú vél ef elda á eitthvað að ráði. Orkubú Vestfjarða hefur einnig lánað þeim ljósavél fyrir kaffihúsið svo hægt sé að baka vöfflur og laga kaffi.Hjónin reka lítið kaffihús í Litlabæ.„Þeir frá Orkubúinu sögðu okkur að ekki væri til peningur til að skipta um kapal, en þetta er náttúrulega óboðlegt og ekki hægt að treysta á að toga alltaf kapalinn upp úr firðinum, það er jú allra veðra von á þessum árstíma,“ segir Sigríður. Pétur Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir að raforkumál séu risastórt mál á Vestfjörðum. „Það þarf að koma á hringtengdri raforku hér svo hægt sé að byggja upp innviðina. Við erum ekki að tala um stóriðju, það er löngu samþykkt að við viljum enga stóriðju á Vestfirði. Við viljum bara að þessi grunnatriði séu í lagi svo hægt sé að búa og starfa hér,“ segir Pétur. Hann segir að samningaviðræður standi yfir um tengipunkt við Hvalárvirkjun, þegar af henni verði. Það sé langtímamarkmið en að auðvitað þurfi að gera við þennan tiltekna kapal í Skötufirði. Orkubúið sé ekki í neinni stöðu til að tala um peningaskort – ábyrgðin sé þeirra. Pétur tekur einnig fram að raforkuvandamál á Vestfjörðum séu vel þekkt, það hafi til dæmis verið rafmagnslaust á Súðavík nýlega í fimm klukkustundir og að hann hafi heyrt af fleirum svona sögum líkt og Sigríður í Hvítanesi lýsir. „Það eru Hvítanes víða á Vestfjörðum,“ segir Pétur. Halldór V. Magnússon, framkvæmdastjóri veitusviðs Orkubús Vestfjarða, þekkir mál hjónanna á Hvítanesi vel. Hann segir ástandið dapurt og að lagfæringa sé þörf víða. Hann segir viðgerðir kostnaðarsamar, en vill þó ekki meina að peningaskortur komi í veg fyrir að hægt sé að gera við kapalinn í Skötufirði. Þetta snúist einfaldlega um forgang, en að hans mati þurfi að skoða það að færa Hvítanes framar í röðina vegna alvarleika málsins þar.
Súðavíkurhreppur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira