Þarf helst að fá mér apa eins og Michelsen Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 10:30 Munið eftir Smáfuglunum er sýning Kolbrúnar númer tvö á Akranesi. Myndir/Helgi Steindal sdf Ég var að kíkja á fasteignir í tölvunni árið 2008 og sá þá hús til sölu á Akranesi sem hentaði mér sem heimili og vinnustofa.“ Þannig lýsir listakonan Kolbrún S. Kjarval tildrögum þess að hún flutti upp á Skaga. „Ég þekkti ekkert á Akranesi nema skorsteininn sem með reyknum sýndi okkur vindáttina en ég heyrði af fólki sem bjó uppi á Skaga og vann í Reykjavík og hugsaði: Þetta er ekkert mál. Sem það er ekki. Oft skrepp ég í kaffi til Reykjavíkur og fólki þar finnst það alveg sjálfsagt en það er virkilega langt frá Reykjavík upp á Akranes, svo til mín kemur enginn í kaffi eða heimsókn í galleríið. Ég þarf líklega að fá mér apa eins Michelsen í Hveragerði var með!“asdfFyrstu keramiksýninguna kveðst Kolbrún hafa haldið 1968. „Ragnar í Smára bauð mér að sýna í sal sem var kallaður Unuhús og var við Veghúsastíg. Þá var ég nýkomin heim til Íslands með afrakstur listnáms erlendis. Verkin slógu í gegn og ég seldi alla sýninguna,“ lýsir Kolbrún sem er afabarn eins merkasta listamanns þjóðarinnar, Jóhannesar Kjarval. „Afi kom þrisvar á fyrstu sýninguna og var mjög stoltur af mér,“ rifjar hún upp.asdfHún kveðst skreyta leirmuni með teikningum en ekki hafa viljað verða listmálari. „Mér fannst það erfitt með þetta nafn. En ég er alin upp við myndlist og leir. Fékk að fara á leirlistanámskeið sjö ára og á enn munina sem ég gerði þar. Í hvert sinn sem faðir minn, Sveinn, kom heim frá útlöndum kom hann með einhvern leirmun sem var rætt um á heimilinu.sdfVinsældir leirsins ganga í bylgjum, hann er dálítið að toppa núna, það sést í fag- og myndlistarblöðum. Enda er leirinn búinn að fylgja mannkyninu frá upphafi.“ Kolbrún segir sýninguna í Bókasafni Akraness koma afskaplega vel út. „Bækur og listmunir fara svo vel saman. Það getur verið svolítið erfitt að komast inn í bæjarfélag þegar maður er ekki með börn, eða mann í stöðu, vinnur heima og orðin fullorðin. En mér hefur verið vel tekið og ég er afar heppin með nágranna.“ Menning Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
sdf Ég var að kíkja á fasteignir í tölvunni árið 2008 og sá þá hús til sölu á Akranesi sem hentaði mér sem heimili og vinnustofa.“ Þannig lýsir listakonan Kolbrún S. Kjarval tildrögum þess að hún flutti upp á Skaga. „Ég þekkti ekkert á Akranesi nema skorsteininn sem með reyknum sýndi okkur vindáttina en ég heyrði af fólki sem bjó uppi á Skaga og vann í Reykjavík og hugsaði: Þetta er ekkert mál. Sem það er ekki. Oft skrepp ég í kaffi til Reykjavíkur og fólki þar finnst það alveg sjálfsagt en það er virkilega langt frá Reykjavík upp á Akranes, svo til mín kemur enginn í kaffi eða heimsókn í galleríið. Ég þarf líklega að fá mér apa eins Michelsen í Hveragerði var með!“asdfFyrstu keramiksýninguna kveðst Kolbrún hafa haldið 1968. „Ragnar í Smára bauð mér að sýna í sal sem var kallaður Unuhús og var við Veghúsastíg. Þá var ég nýkomin heim til Íslands með afrakstur listnáms erlendis. Verkin slógu í gegn og ég seldi alla sýninguna,“ lýsir Kolbrún sem er afabarn eins merkasta listamanns þjóðarinnar, Jóhannesar Kjarval. „Afi kom þrisvar á fyrstu sýninguna og var mjög stoltur af mér,“ rifjar hún upp.asdfHún kveðst skreyta leirmuni með teikningum en ekki hafa viljað verða listmálari. „Mér fannst það erfitt með þetta nafn. En ég er alin upp við myndlist og leir. Fékk að fara á leirlistanámskeið sjö ára og á enn munina sem ég gerði þar. Í hvert sinn sem faðir minn, Sveinn, kom heim frá útlöndum kom hann með einhvern leirmun sem var rætt um á heimilinu.sdfVinsældir leirsins ganga í bylgjum, hann er dálítið að toppa núna, það sést í fag- og myndlistarblöðum. Enda er leirinn búinn að fylgja mannkyninu frá upphafi.“ Kolbrún segir sýninguna í Bókasafni Akraness koma afskaplega vel út. „Bækur og listmunir fara svo vel saman. Það getur verið svolítið erfitt að komast inn í bæjarfélag þegar maður er ekki með börn, eða mann í stöðu, vinnur heima og orðin fullorðin. En mér hefur verið vel tekið og ég er afar heppin með nágranna.“
Menning Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira