„Til útskýringar þá mun póstnúmerið 690 Vopnafjörður áfram gilda fyrir póst sem sendur er til fólks og fyrirtækja í þéttbýlishluta sveitarfélagsins en dreifbýli við Vopnafjörð fær póstnúmerið 691. Annað dæmi um breytingar er póstnúmerið 116 Reykjavík, öðru nafni Kjalarnes, en það náði til allra sveitabæja frá Esjurótum út í Tíðarskarð sem og yfir þéttbýlið á Kjalarnesi. Eftir breytinguna verður dreifbýlið á svæðinu með póstnúmerið 162 Reykjavík en þéttbýlið með 116 Reykjavík eins og áður.
Ásbrú, sem er á gamla varnarsvæðinu, fær nú sitt eigið póstnúmer sem verður 262 Reykjanesbær. Þá verður Keflavíkurflugvöllur héðan í frá með sína eigin áritun, verður hún 235 Keflavíkurflugvöllur.
Breytingarnar munu ekki hafa áhrif á dreifingu pósts og mun póstur berast til viðtakenda jafnvel þótt eldra póstnúmer sé ritað við heimilisfang. Íbúar á svæðum sem breytingarnar taka til þurfa ekki að uppfæra opinberar heimilisfangsskráningar þar sem Pósturinn mun tilkynna um breytingarnar beint til Þjóðskrár. Sjálfsagt er þó að biðja fólk og fyrirtæki um að uppfæra vefsíður og fleira slíkt ef tilefni er til og benda sendendum pósts á að nota rétt póstnúmer. Nýju póstnúmerin taka, sem áður sagði, gildi þann 1. desember 2017 næstkomandi.
Póstnúmeraþekja fyrir landið er aðgengileg á postur.is/postnumer en þar er hægt að sjá hnitsett landfræðileg mörk póstnúmera,“ segir í tilkynningunni.
Listi yfir nýju póstnúmerin:
Póstnúmer frá 1. desember 2017 | Staður/áritun | Póstnúmer fyrir | Staður/áritun |
162 | Reykjavík | 116 | Reykjavík |
191 | Vogar | 190 | Vogar |
241 | Grindavík | 240 | Grindavík |
246 | Sandgerði | 245 | Sandgerði |
251 | Garður | 250 | Garður |
341 | Stykkishólmur | 340 | Stykkishólmur |
351 | Grundarfjörður | 350 | Grundarfjörður |
381 | Reykhólahreppur | 380 | Reykhólahreppur |
416 | Bolungarvík | 415 | Bolungarvík |
421 | Súðavík | 420 | Súðavík |
426 | Flateyri | 425 | Flateyri |
431 | Suðureyri | 430 | Suðureyri |
461 | Tálknafjörður | 460 | Tálknafjörður |
466 | Bíldudalur | 465 | Bíldudalur |
511 | Hólmavík | 510 | Hólmavík |
546 | Skagaströnd | 545 | Skagaströnd |
561 | Varmahlíð | 560 | Varmahlíð |
581 | Siglufjörður | 580 | Siglufjörður |
626 | Ólafsfjörður | 625 | Ólafsfjörður |
676 | Raufarhöfn | 675 | Raufarhöfn |
686 | Bakkafjörður | 685 | Bakkafjörður |
691 | Vopnafjörður | 690 | Vopnafjörður |
711 | Seyðisfjörður | 710 | Seyðisfjörður |
731 | Reyðarfjörður | 730 | Reyðarfjörður |
736 | Eskifjörður | 735 | Eskifjörður |
741 | Neskaupstaður | 710 | Neskaupstaður |
751 | Fáskrúðsfjörður | 750 | Fáskrúðsfjörður |
756 | Stöðvarfjörður | 755 | Stöðvarfjörður |
761 | Breiðdalsvík | 760 | Breiðdalsvík |
766 | Djúpavogur | 765 | Djúpavogur |
846 | Flúðir | 845 | Flúðir |
881 | Kirkjubæjarklaustur | 880 | Kirkjubæjarklaustur |
235 | Keflavíkurflugvöllur | 235 | Reykjanesbær |
262 | Reykjanesbær | 235 | Reykjanesbær |