Katrín kallar flokksráð ekki saman nema hún geti lagt fram raunverulegan valkost Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2017 19:00 Mikið þarf út af að bera svo ekki verði af stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þótt enn sé ekki búið að útkljá öll mál á milli flokkana. Væntanlegur forsætisráðherra segir að hún boði ekki til fundar í flokksstofnunum í næstu viku nema hún hafi trú á að sá málefnasáttmáli sem þar yrði lagður fram væri raunverulegur valkostur fyrir hennar félaga. Formenn flokkanna þriggja hafa átt í viðræðum um stjórnarmyndun í Ráðherrabústaðnum undanfarna daga og svo var einnig í dag. En nú er ljóst að ekkert verður af stjórnarmyndun fyrr en upp úr miðri næstu viku. Formennirnir höfðu ætlað sér að reyna að ljúka gerð stjórnarsáttmála um komandi helgi. En Katrín Jakobsdóttir segir margt valda því að það takist ekki, meðal annars að kosið hafi verið á óvenjulegum tíma. „Þannig að ný ríkisstjórn þyrfti líka að vera tilbúin með fjárlagatillögur. Það er það sem við erum að fara að einbeita okkur að næstu daga. Ásamt því að setjast yfir síðustu stóru málin í málefnasáttmála. Þannig að við ættum að sjá fyrir endan á þessu upp úr helginni og við gerum ráð fyrir því, ef við náum svo á endanum saman, að það verði hægt að boða flokksstofnanir til funda um miðja næstu viku,“ segir Katrín. Hún muni væntanlega ákveða dagsetningu flokksráðsfundar endanlega á morgun en miðvikudagurinn er líklegastur. Það séu því allar líkur á að ný ríkisstjórn taki við á fimmtudag eða föstudag. „En við erum ekki búin að leysa alla hnúta. Það verður líka að fylgja sögunni. Þannig að það verkefni bíður okkar næstu sólarhringa.“En eruð þið komin samt þangað að það þyrfti eitthvað mikið að gerast til að staðan breyttist og ekkert verði af þessu samstarfi? „Við sitjum öll við borðið með þann einbeitta ásetning að finna lausnir á þeim vandamálum sem eru uppi. En eins og allir vita þá eru þetta mjög ólíkir flokkar. Þannig að þau hafa kannski verið fleiri ágreiningsefnin en þegar flokkar sem standa nær vinna saman,“ segir Katrín. Töluverð ólga er innan Vinstri grænna vegna væntanlegs samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.Þegar þú kemur út úr þessu og ef allt tekst, að þá ertu að koma út með sáttamála sem þú getur kinnroðalaust mælt með fyrir þitt fólk? „Ég fer ekki að boða til fundar í mínum flokksstofnunum nem aég hafi trú á því að sá málefnasáttmáli sem þar yrði lagður til væri raunverulegur valkostur fyrir mína félaga,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00 Sífellt teygist á viðræðum Enn liggur ekki fyrir hvort eða hvenær Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur mynda ríkisstjórn. 23. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Mikið þarf út af að bera svo ekki verði af stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þótt enn sé ekki búið að útkljá öll mál á milli flokkana. Væntanlegur forsætisráðherra segir að hún boði ekki til fundar í flokksstofnunum í næstu viku nema hún hafi trú á að sá málefnasáttmáli sem þar yrði lagður fram væri raunverulegur valkostur fyrir hennar félaga. Formenn flokkanna þriggja hafa átt í viðræðum um stjórnarmyndun í Ráðherrabústaðnum undanfarna daga og svo var einnig í dag. En nú er ljóst að ekkert verður af stjórnarmyndun fyrr en upp úr miðri næstu viku. Formennirnir höfðu ætlað sér að reyna að ljúka gerð stjórnarsáttmála um komandi helgi. En Katrín Jakobsdóttir segir margt valda því að það takist ekki, meðal annars að kosið hafi verið á óvenjulegum tíma. „Þannig að ný ríkisstjórn þyrfti líka að vera tilbúin með fjárlagatillögur. Það er það sem við erum að fara að einbeita okkur að næstu daga. Ásamt því að setjast yfir síðustu stóru málin í málefnasáttmála. Þannig að við ættum að sjá fyrir endan á þessu upp úr helginni og við gerum ráð fyrir því, ef við náum svo á endanum saman, að það verði hægt að boða flokksstofnanir til funda um miðja næstu viku,“ segir Katrín. Hún muni væntanlega ákveða dagsetningu flokksráðsfundar endanlega á morgun en miðvikudagurinn er líklegastur. Það séu því allar líkur á að ný ríkisstjórn taki við á fimmtudag eða föstudag. „En við erum ekki búin að leysa alla hnúta. Það verður líka að fylgja sögunni. Þannig að það verkefni bíður okkar næstu sólarhringa.“En eruð þið komin samt þangað að það þyrfti eitthvað mikið að gerast til að staðan breyttist og ekkert verði af þessu samstarfi? „Við sitjum öll við borðið með þann einbeitta ásetning að finna lausnir á þeim vandamálum sem eru uppi. En eins og allir vita þá eru þetta mjög ólíkir flokkar. Þannig að þau hafa kannski verið fleiri ágreiningsefnin en þegar flokkar sem standa nær vinna saman,“ segir Katrín. Töluverð ólga er innan Vinstri grænna vegna væntanlegs samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.Þegar þú kemur út úr þessu og ef allt tekst, að þá ertu að koma út með sáttamála sem þú getur kinnroðalaust mælt með fyrir þitt fólk? „Ég fer ekki að boða til fundar í mínum flokksstofnunum nem aég hafi trú á því að sá málefnasáttmáli sem þar yrði lagður til væri raunverulegur valkostur fyrir mína félaga,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00 Sífellt teygist á viðræðum Enn liggur ekki fyrir hvort eða hvenær Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur mynda ríkisstjórn. 23. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00
Sífellt teygist á viðræðum Enn liggur ekki fyrir hvort eða hvenær Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur mynda ríkisstjórn. 23. nóvember 2017 07:00