„Við höfum nú þegar áhyggjur“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. nóvember 2017 18:45 Neyðarrýmingaráætlun hefur verið gefin út fyrir svæðið í kringum Öræfajökul komi til eldgoss. Vísindamenn hafa nú þegar áhyggjur af eldgosi þótt ekkert bendi til þess að það sé í vændum. Sprunga sem hefur myndast í gígnum nær að gígbarmi jökulsins. Frá 1. október síðastliðnum hafa orðið 150 jarðskjálftar í og við Öræfajökul, sá stærsti þeirra 3,5 að stærð. Flestir skjálftanna flokkast undir að vera smáskjálftar en allir skjálftar stærri en einn komma tveir skoða jarðvársérfræðingar Veðurstofunnar sérstaklega, en þeir eru orðnir um tuttugu talsins. Vísindamenn hafa í dag og síðustu daga safnað upplýsingum en veður hefur þó sett strik í reikninginn. En helsti eldfjallasérfræðingur landsins sem atburðarásina í jöklinum óeðlilega. „Það er eiginlega nokkuð ljóst að það hefur einhver kvika farið inn í fjallið og það eru þessir skjálftar og allt það. Allt í einu kviknar á fjallinu og miðað við hvar fjallið er að þá er eiginlega eina skýringin sú að það er einhver kvika á ferðinni,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Á gervihnattamyndum sem Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands vinnur með má sjá sprungumyndin í gígnum í Öræfajökli og á nýjustu myndinni má sjá að sprungan teygir sig í átt að Kotárjökli, á sama stað og eldgosið 1727. Vísindamenn segja að þétta þurfi mælanetið í og við jökulinn til þess að meta breytingar sem verða. „Það er erfitt að nota gervihnettina, sem við getum mjög vel beitt víða annars staðar, til þess að sjá breytingar á fjallinu sjálfu,“ segir Ármann. Almannavarnir gáfu út í dag skipulag neyðarrýmingar á svæðinu komi til eldgoss og má finna upplýsingar á íslenski og ensku á vef almannavarna. Áhöfnin á flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, stefndi á að fljúga yfir jökulinn síðdegis í dag, á leið sinni til Miðjarðarhafsins, til þess að taka myndir af jöklinum sem mögulega getað varpað ljósi á það sem er að gerast. Há rafleiðni í ám sem koma undan jöklinum hafa verið nær óbreytt frá því fyrir helgi.Hversu öflug skjálftahrina þyrfti að verða á þessu svæði til þess að þið færuð að að hafa áhyggjur? „Við höfum nú þegar áhyggjur. Ef maður ætlaði að miða við það sem við þekkjum úr sögunni, sérstaklega í kringum 1727, þá var einhver víbríngur og hann var aðeins sterkari þarna rétt fyrir gos,“ Ármann. Ármann segir að fyrirvari verði á því komi til goss í Öræfajökli. „Það eru nú allar líkur á því að við fáum einhvern, allavega nægilegan fyrirvara til þess að fólk fari, komi sér undan. En svo má heldur ekki gleyma því að svona fjöll, það getur tekið þau upp undir tuttugu ár að vakna,“ segir Ármann. Almannavarnir Tengdar fréttir Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00 Neyðarrýmingaráætlunin tilbúin Neyðarrýmingaráætlun sem grípa á til verði eldgos í Öræfajökli er tilbúin. Komi til eldgoss er stefnt að því að búið verði að rýma svæðið áður. 22. nóvember 2017 16:38 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Neyðarrýmingaráætlun hefur verið gefin út fyrir svæðið í kringum Öræfajökul komi til eldgoss. Vísindamenn hafa nú þegar áhyggjur af eldgosi þótt ekkert bendi til þess að það sé í vændum. Sprunga sem hefur myndast í gígnum nær að gígbarmi jökulsins. Frá 1. október síðastliðnum hafa orðið 150 jarðskjálftar í og við Öræfajökul, sá stærsti þeirra 3,5 að stærð. Flestir skjálftanna flokkast undir að vera smáskjálftar en allir skjálftar stærri en einn komma tveir skoða jarðvársérfræðingar Veðurstofunnar sérstaklega, en þeir eru orðnir um tuttugu talsins. Vísindamenn hafa í dag og síðustu daga safnað upplýsingum en veður hefur þó sett strik í reikninginn. En helsti eldfjallasérfræðingur landsins sem atburðarásina í jöklinum óeðlilega. „Það er eiginlega nokkuð ljóst að það hefur einhver kvika farið inn í fjallið og það eru þessir skjálftar og allt það. Allt í einu kviknar á fjallinu og miðað við hvar fjallið er að þá er eiginlega eina skýringin sú að það er einhver kvika á ferðinni,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Á gervihnattamyndum sem Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands vinnur með má sjá sprungumyndin í gígnum í Öræfajökli og á nýjustu myndinni má sjá að sprungan teygir sig í átt að Kotárjökli, á sama stað og eldgosið 1727. Vísindamenn segja að þétta þurfi mælanetið í og við jökulinn til þess að meta breytingar sem verða. „Það er erfitt að nota gervihnettina, sem við getum mjög vel beitt víða annars staðar, til þess að sjá breytingar á fjallinu sjálfu,“ segir Ármann. Almannavarnir gáfu út í dag skipulag neyðarrýmingar á svæðinu komi til eldgoss og má finna upplýsingar á íslenski og ensku á vef almannavarna. Áhöfnin á flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, stefndi á að fljúga yfir jökulinn síðdegis í dag, á leið sinni til Miðjarðarhafsins, til þess að taka myndir af jöklinum sem mögulega getað varpað ljósi á það sem er að gerast. Há rafleiðni í ám sem koma undan jöklinum hafa verið nær óbreytt frá því fyrir helgi.Hversu öflug skjálftahrina þyrfti að verða á þessu svæði til þess að þið færuð að að hafa áhyggjur? „Við höfum nú þegar áhyggjur. Ef maður ætlaði að miða við það sem við þekkjum úr sögunni, sérstaklega í kringum 1727, þá var einhver víbríngur og hann var aðeins sterkari þarna rétt fyrir gos,“ Ármann. Ármann segir að fyrirvari verði á því komi til goss í Öræfajökli. „Það eru nú allar líkur á því að við fáum einhvern, allavega nægilegan fyrirvara til þess að fólk fari, komi sér undan. En svo má heldur ekki gleyma því að svona fjöll, það getur tekið þau upp undir tuttugu ár að vakna,“ segir Ármann.
Almannavarnir Tengdar fréttir Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00 Neyðarrýmingaráætlunin tilbúin Neyðarrýmingaráætlun sem grípa á til verði eldgos í Öræfajökli er tilbúin. Komi til eldgoss er stefnt að því að búið verði að rýma svæðið áður. 22. nóvember 2017 16:38 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Íbúar rólegir þrátt fyrir hræringar í Öræfajökli "Maður má ekki hræða sig á þessum hlutum,“ segir starfsmaður í söluskálanum Freysnesi. Íbúar í Öræfum eru rólegir þrátt fyrir fréttir síðustu daga. 22. nóvember 2017 07:00
Neyðarrýmingaráætlunin tilbúin Neyðarrýmingaráætlun sem grípa á til verði eldgos í Öræfajökli er tilbúin. Komi til eldgoss er stefnt að því að búið verði að rýma svæðið áður. 22. nóvember 2017 16:38