Ása valin besti leikstjórinn á kvikmyndahátíð á Indlandi Stefán Árni Pálsson skrifar 22. nóvember 2017 16:30 Þorvaldur Davíð tók við verðlaununum. vísir Ása Helga Hjörleifsdóttir, handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Svanurinn, hlaut á föstudag verðlaun fyrir bestu leikstjórn á kvikmyndahátíðinni í Kolkata á Indlandi. Svanurinn fjallar um níu ára stúlku sem send er í sveit og lendir þar í aðstæðum sem hún á í basli við að kljást við, þó hún sé sjálfstæð og hugmyndarík. Gríma Valsdóttir leikur stúlkuna en önnur aðalhlutverk leika Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Ingvar E. Sigurðarson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Svanurinn sem byggð er á samnefndri verðlaunaskáldsögu eftir Guðberg Bergsson var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í september síðastliðnum og hlaut lofsamlega dóma. Myndin hefur ferðast á milli hátíða það sem af er hausts við mjög góðar undirtektir. Birgitta Björnsdóttir og Hlín Jóhannesdóttir eru aðalframleiðendur Svansins en myndin er þriggja landa samframleiðsla milli Íslands, Þýskalands og Eistlands. Kvikmyndin Svanurinn verður frumsýnd á Íslandi í 5. janúar 2018. Það var Þorvaldur Davíð sem tók við verðlaununum fyrir hönd Ásu. Menning Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ása Helga Hjörleifsdóttir, handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Svanurinn, hlaut á föstudag verðlaun fyrir bestu leikstjórn á kvikmyndahátíðinni í Kolkata á Indlandi. Svanurinn fjallar um níu ára stúlku sem send er í sveit og lendir þar í aðstæðum sem hún á í basli við að kljást við, þó hún sé sjálfstæð og hugmyndarík. Gríma Valsdóttir leikur stúlkuna en önnur aðalhlutverk leika Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Ingvar E. Sigurðarson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Svanurinn sem byggð er á samnefndri verðlaunaskáldsögu eftir Guðberg Bergsson var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í september síðastliðnum og hlaut lofsamlega dóma. Myndin hefur ferðast á milli hátíða það sem af er hausts við mjög góðar undirtektir. Birgitta Björnsdóttir og Hlín Jóhannesdóttir eru aðalframleiðendur Svansins en myndin er þriggja landa samframleiðsla milli Íslands, Þýskalands og Eistlands. Kvikmyndin Svanurinn verður frumsýnd á Íslandi í 5. janúar 2018. Það var Þorvaldur Davíð sem tók við verðlaununum fyrir hönd Ásu.
Menning Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira