Nóbel í tónum í Norræna húsinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 10:15 Hrönn og Bylgja Dís ætla að flytja tilfinningaríka tónlist við ljóð tveggja Nóbelskálda. Vísir/Vilhelm Kvöldið er helgað samtímatónlist og tveimur nóbelskáldum, Halldóri Laxness og Bob Dylan, í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20. „Við ætlum að byrja á að flytja þrjú falleg lög eftir Eirík Árna Sigtryggsson við ljóð Kiljans, segir Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran sem kemur fram ásamt Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara. „Svo tökum við ljóðaflokkinn Mr. Tambourine Man eftir John Corigliano, við sjö ljóð Dylans. Sem heild myndar hann andlegt þroskaferli mannsins. Byrjar á Mr. Tambourine Man sem er ákall eftir andagift, í þriðja ljóðinu, Blowing in the Wind, er spurt stórra spurninga og þannig heldur verkið áfram þar til kemur að einhvers konar niðurstöðu hjá söguhetjunni. Hún leitar skjóls undan þrumum og eldingum við kirkju og flokkurinn endar á fallegu vögguljóði sem kirkjuklukkurnar smitast inn í,“ lýsir Bylgja Dís sem segir gaman að flytja þetta efni og öðruvísi en flest annað. „Þetta er nútímatónlist sem gerir kröfur, því það sem píanistinn spilar styður ekki endilega mikið við söngvarann. Þetta er ekki eins og að setja Dylan á fóninn en ég get lofað því að tónlistin er áhrifamikil því höfundurinn skapar svo flottan hljóðheim, fallegar laglínur og líka tilfinningahita þar sem hið leikræna fær að njóta sín.“ Ljóðin verða útprentuð og fyrir flutninginn verður kynning á efninu þar sem Hrönn ætlar að spila einstaka kafla, að sögn Bylgju Dísar. „Þá veit fólk hverju það getur hlustað eftir. Tónleikarnir nefnast Nóbel í tónum og tilheyra röðinni Klassík í Vatnsmýrinni. Menning Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Kvöldið er helgað samtímatónlist og tveimur nóbelskáldum, Halldóri Laxness og Bob Dylan, í Norræna húsinu í kvöld klukkan 20. „Við ætlum að byrja á að flytja þrjú falleg lög eftir Eirík Árna Sigtryggsson við ljóð Kiljans, segir Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran sem kemur fram ásamt Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara. „Svo tökum við ljóðaflokkinn Mr. Tambourine Man eftir John Corigliano, við sjö ljóð Dylans. Sem heild myndar hann andlegt þroskaferli mannsins. Byrjar á Mr. Tambourine Man sem er ákall eftir andagift, í þriðja ljóðinu, Blowing in the Wind, er spurt stórra spurninga og þannig heldur verkið áfram þar til kemur að einhvers konar niðurstöðu hjá söguhetjunni. Hún leitar skjóls undan þrumum og eldingum við kirkju og flokkurinn endar á fallegu vögguljóði sem kirkjuklukkurnar smitast inn í,“ lýsir Bylgja Dís sem segir gaman að flytja þetta efni og öðruvísi en flest annað. „Þetta er nútímatónlist sem gerir kröfur, því það sem píanistinn spilar styður ekki endilega mikið við söngvarann. Þetta er ekki eins og að setja Dylan á fóninn en ég get lofað því að tónlistin er áhrifamikil því höfundurinn skapar svo flottan hljóðheim, fallegar laglínur og líka tilfinningahita þar sem hið leikræna fær að njóta sín.“ Ljóðin verða útprentuð og fyrir flutninginn verður kynning á efninu þar sem Hrönn ætlar að spila einstaka kafla, að sögn Bylgju Dísar. „Þá veit fólk hverju það getur hlustað eftir. Tónleikarnir nefnast Nóbel í tónum og tilheyra röðinni Klassík í Vatnsmýrinni.
Menning Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira