Úr klóm sjálfsgagnrýni Lára G. Sigurðardóttir skrifar 20. nóvember 2017 07:00 Okkur er eðlislægt að sýna þeim sem eiga erfitt umhyggju. En hvað gerist þegar við sjálf eigum erfitt? Þá getur bogalistin brugðist, það þekki ég af eigin raun. Einhvern veginn er eins og heilinn hafi innbyggða skammleið til að tala sig niður: „Voðalega var þetta kjánalegt hjá þér. Þetta er nú ekki nógu gott hjá þér, hún Sigga hefði gert þetta miklu betur. Hvernig gastu látið svona vitleysu út úr þér?…“ …?og listinn heldur áfram. Sem sagt, þegar einhver annar á erfitt þá reyni ég að hughreysta viðkomandi en þegar ég á erfitt þá er ég fyrst á staðinn til að refsa sjálfri mér. Sjálfsumhyggja er hugtak innan sálfræðinnar sem ég nam nýverið hjá prófessor Paul Gilbert í Englandi. Í því felst m.a. að skoða hvernig maður talar við sjálfan sig og hvernig kröfur maður gerir til sjálfs sín. Mikilvægur þáttur í sjálfsumhyggju er að átta sig á að það er mannlegt að eiga sér veika hlið hið innra. Okkur er eðlislægt að vera kvíðin, reið og sorgmædd. Og það er eðlilegt að óttast höfnun því hér áður fyrr var dauðinn vís ef við værum ekkert að stressa okkur yfir eigin veikleikum. Þessir eiginleikar hjálpuðu mannkyninu að lifa af við frumstæðar aðstæður. Því er allt í lagi að húka af og til í myrkrinu. En maður þarf ekki að dvelja þar lengi. Þegar sjálfsgagnrýnandinn byrjar að sperra sig er hægt að ræða við sig rétt eins og manneskju sem er okkur kær. Hughreysta sjálfan sig og sýna umhyggju. Hjálpa sjálfum sér að læra af því sem við vildum hafa gert betur og losa okkur úr klóm sjálfsgagnrýni. Því þá verður allt bjartara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Okkur er eðlislægt að sýna þeim sem eiga erfitt umhyggju. En hvað gerist þegar við sjálf eigum erfitt? Þá getur bogalistin brugðist, það þekki ég af eigin raun. Einhvern veginn er eins og heilinn hafi innbyggða skammleið til að tala sig niður: „Voðalega var þetta kjánalegt hjá þér. Þetta er nú ekki nógu gott hjá þér, hún Sigga hefði gert þetta miklu betur. Hvernig gastu látið svona vitleysu út úr þér?…“ …?og listinn heldur áfram. Sem sagt, þegar einhver annar á erfitt þá reyni ég að hughreysta viðkomandi en þegar ég á erfitt þá er ég fyrst á staðinn til að refsa sjálfri mér. Sjálfsumhyggja er hugtak innan sálfræðinnar sem ég nam nýverið hjá prófessor Paul Gilbert í Englandi. Í því felst m.a. að skoða hvernig maður talar við sjálfan sig og hvernig kröfur maður gerir til sjálfs sín. Mikilvægur þáttur í sjálfsumhyggju er að átta sig á að það er mannlegt að eiga sér veika hlið hið innra. Okkur er eðlislægt að vera kvíðin, reið og sorgmædd. Og það er eðlilegt að óttast höfnun því hér áður fyrr var dauðinn vís ef við værum ekkert að stressa okkur yfir eigin veikleikum. Þessir eiginleikar hjálpuðu mannkyninu að lifa af við frumstæðar aðstæður. Því er allt í lagi að húka af og til í myrkrinu. En maður þarf ekki að dvelja þar lengi. Þegar sjálfsgagnrýnandinn byrjar að sperra sig er hægt að ræða við sig rétt eins og manneskju sem er okkur kær. Hughreysta sjálfan sig og sýna umhyggju. Hjálpa sjálfum sér að læra af því sem við vildum hafa gert betur og losa okkur úr klóm sjálfsgagnrýni. Því þá verður allt bjartara.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun