Forsætisráðherra hress eins og ávallt og nýbúinn að kaupa slátur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2017 15:33 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra þegar hún mætti á ríkisráðsfund rétt fyrir klukkan 15 í dag. vísir/ernir Nýir ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur mættu hver af öðrum á ríkisráðsfund á Bessastaði rétt fyrir klukkan 15 í dag. Það lá vel á þeim öllum eins og við var að búast og var forsætisráðherra sérstaklega hress þar sem hún ræddi við fjölmiðlamenn á tröppunum á Bessastöðum. „Ég er bara hress eins og ávallt,“ sagði Katrín. „Ég var áðan að kaupa slátur og það var mikill hressleiki þar sem ég var í matvörubúðinni þannig að ég fann góða strauma,“ bætti hún síðar við. Svandís Svavarsdóttir, verðandi heilbrigðisráðherra fyrir VG, sagðist verkefnið leggjast mjög vel í sig. „Það er gaman að takast á við nýja hluti. Það þarf að taka til hendinni í heilbrigðismálunum og það á vel við mig að taka til hendinni,“ sagði Svandís. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, hafði orð á því að alþekkt væri að það ætti það til að gusta og blása um heilbrigðisráðherra. „Já, það gustaði og blés um mig í umhverfisráðuneytinu og ég kann áægtlega við við mig þar sem blæs um og gustar,“ sagði Svandís.Auðmjúkur og þakklátur umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, verðandi umhverfisráðherra, sagði nýja starfið leggjast ágætlega í sig. „Ég er auðmjúkur og þakklátur og hlakka til að takast á við þetta verkefni,“ sagði Guðmundur. Hann sagði Katrínu fyrst hafa hringt í sig í gær og svo aftur í gærkvöldi. „Ég hugsaði mig um, já að sjálfsögðu gerir maður það með svona stórar ákvarðanir.“ Lilja Alfreðsdóttir, verðandi mennta-og menningarmálaráðherra, sagði að til stæði að efla verk-og iðnnám og veita meira fé til framhaldsskólanna og háskólanna. Þá leggst nýja starfið vel í Ásmund Einar Daðason, verðandi félagsmálaráðherra, og kvaðst hann mjög ánægður með nýja ríkisstjórn. Þá fengi málaflokkur hans mikinn sess í stjórnarsáttmálanum. „Þetta er spennandi og krefjandi,“ sagði Ásmundur Einar. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og verðandi sveitarstjórnar- og samgönguráðherra sagði það leggjast vel í sig að mæta á ríkisráðsfund. „Ég rata svo sem,“ sagði Sigurður Ingi léttur í bragði og bætti svo við að þetta væri skemmtilegur dagur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þau kveðja ráðherrastólana Þrír af ráðherrunum sex verða óbreyttir þingmenn. Benedikt Jóhannesson, Björt Ólafsdóttir og Óttarr Proppé hverfa af þingi. 30. nóvember 2017 14:03 Þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sex karlar og fimm konur skipa nýja ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tekur við völdum í dag. 30. nóvember 2017 12:47 Katrín Jakobsdóttir: „Nýr tónn að þessir flokkar setjist niður og skrifi sáttmála“ Það lá vel á formönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Listasafni Íslands klukkan 10 í morgun þegar þeir kynntu og undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 30. nóvember 2017 11:20 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Nýir ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur mættu hver af öðrum á ríkisráðsfund á Bessastaði rétt fyrir klukkan 15 í dag. Það lá vel á þeim öllum eins og við var að búast og var forsætisráðherra sérstaklega hress þar sem hún ræddi við fjölmiðlamenn á tröppunum á Bessastöðum. „Ég er bara hress eins og ávallt,“ sagði Katrín. „Ég var áðan að kaupa slátur og það var mikill hressleiki þar sem ég var í matvörubúðinni þannig að ég fann góða strauma,“ bætti hún síðar við. Svandís Svavarsdóttir, verðandi heilbrigðisráðherra fyrir VG, sagðist verkefnið leggjast mjög vel í sig. „Það er gaman að takast á við nýja hluti. Það þarf að taka til hendinni í heilbrigðismálunum og það á vel við mig að taka til hendinni,“ sagði Svandís. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, hafði orð á því að alþekkt væri að það ætti það til að gusta og blása um heilbrigðisráðherra. „Já, það gustaði og blés um mig í umhverfisráðuneytinu og ég kann áægtlega við við mig þar sem blæs um og gustar,“ sagði Svandís.Auðmjúkur og þakklátur umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, verðandi umhverfisráðherra, sagði nýja starfið leggjast ágætlega í sig. „Ég er auðmjúkur og þakklátur og hlakka til að takast á við þetta verkefni,“ sagði Guðmundur. Hann sagði Katrínu fyrst hafa hringt í sig í gær og svo aftur í gærkvöldi. „Ég hugsaði mig um, já að sjálfsögðu gerir maður það með svona stórar ákvarðanir.“ Lilja Alfreðsdóttir, verðandi mennta-og menningarmálaráðherra, sagði að til stæði að efla verk-og iðnnám og veita meira fé til framhaldsskólanna og háskólanna. Þá leggst nýja starfið vel í Ásmund Einar Daðason, verðandi félagsmálaráðherra, og kvaðst hann mjög ánægður með nýja ríkisstjórn. Þá fengi málaflokkur hans mikinn sess í stjórnarsáttmálanum. „Þetta er spennandi og krefjandi,“ sagði Ásmundur Einar. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og verðandi sveitarstjórnar- og samgönguráðherra sagði það leggjast vel í sig að mæta á ríkisráðsfund. „Ég rata svo sem,“ sagði Sigurður Ingi léttur í bragði og bætti svo við að þetta væri skemmtilegur dagur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Þau kveðja ráðherrastólana Þrír af ráðherrunum sex verða óbreyttir þingmenn. Benedikt Jóhannesson, Björt Ólafsdóttir og Óttarr Proppé hverfa af þingi. 30. nóvember 2017 14:03 Þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sex karlar og fimm konur skipa nýja ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tekur við völdum í dag. 30. nóvember 2017 12:47 Katrín Jakobsdóttir: „Nýr tónn að þessir flokkar setjist niður og skrifi sáttmála“ Það lá vel á formönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Listasafni Íslands klukkan 10 í morgun þegar þeir kynntu og undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 30. nóvember 2017 11:20 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Þau kveðja ráðherrastólana Þrír af ráðherrunum sex verða óbreyttir þingmenn. Benedikt Jóhannesson, Björt Ólafsdóttir og Óttarr Proppé hverfa af þingi. 30. nóvember 2017 14:03
Þetta er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sex karlar og fimm konur skipa nýja ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem tekur við völdum í dag. 30. nóvember 2017 12:47
Katrín Jakobsdóttir: „Nýr tónn að þessir flokkar setjist niður og skrifi sáttmála“ Það lá vel á formönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Listasafni Íslands klukkan 10 í morgun þegar þeir kynntu og undirrituðu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. 30. nóvember 2017 11:20
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent