Rafmagnaður strætisvagn á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2017 14:46 Mercedes-Benz Citaro rafmagnsstrætó í prufunum. Mercedes-Benz hyggst hefja í lok næsta árs framleiðslu á Mercedes-Benz Citaro strætisvagni sem mun ganga eingöngu fyrir rafmagni. Strætisvagninn hefur engan útblástur og er sérlega hljóðlátur, enda hreinn rafbíll. Þróun á strætisvagninum er nú í fullum gangi hjá Daimler AG, móðurfélagi Mercedes-Benz og eru ýmsar prófanir nú þegar í gangi á bílnum. Framleiðsla á þessum nýja og rafdrifna strætisvagni verður bylting í samgöngutækni í borgum og bæjum að mati forsvarsmanna Daimler enda bæði hagkvæmur og sérlega umhverfisvænn. Hinn nýi Mercedes-Benz Citaro verður með háþróaða rafmótora og lithium-ion rafhlöður. Þessi 100% rafknúni strætisvagn frá Mercedes-Benz er væntanlegur á markað eftir níu mánuði. Citaro strætisvagninn hefur verið framleiddur undanfarið sem Hybrid-bíll og með brunavélum og hefur verið vinsæll sem slíkur. Fimmtíu þúsund Citaro strætisvagnar eru nú komnir á markað með slíkum aflgjöfum en líklegt má telja að ný útfærsla stræstisvagnsins sem hreinn rafbíll verði mjög vinsæl þegar hún kemur á markað eftir rúmt ár. Á ráðstefnunni Áfram Veginn sem Bílgreinasambandið og KPMG héldu í Hörpu 15. nóvember sl. kom fram að drægni þessa strætisvagns verður fyrst um sinn um 150 kílómetrar en mun fara upp í rúma 450 kílómetra innan 2-3 ára þegar vagninn verður fáanlegur með enn öflugri rafbúnaði. Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent
Mercedes-Benz hyggst hefja í lok næsta árs framleiðslu á Mercedes-Benz Citaro strætisvagni sem mun ganga eingöngu fyrir rafmagni. Strætisvagninn hefur engan útblástur og er sérlega hljóðlátur, enda hreinn rafbíll. Þróun á strætisvagninum er nú í fullum gangi hjá Daimler AG, móðurfélagi Mercedes-Benz og eru ýmsar prófanir nú þegar í gangi á bílnum. Framleiðsla á þessum nýja og rafdrifna strætisvagni verður bylting í samgöngutækni í borgum og bæjum að mati forsvarsmanna Daimler enda bæði hagkvæmur og sérlega umhverfisvænn. Hinn nýi Mercedes-Benz Citaro verður með háþróaða rafmótora og lithium-ion rafhlöður. Þessi 100% rafknúni strætisvagn frá Mercedes-Benz er væntanlegur á markað eftir níu mánuði. Citaro strætisvagninn hefur verið framleiddur undanfarið sem Hybrid-bíll og með brunavélum og hefur verið vinsæll sem slíkur. Fimmtíu þúsund Citaro strætisvagnar eru nú komnir á markað með slíkum aflgjöfum en líklegt má telja að ný útfærsla stræstisvagnsins sem hreinn rafbíll verði mjög vinsæl þegar hún kemur á markað eftir rúmt ár. Á ráðstefnunni Áfram Veginn sem Bílgreinasambandið og KPMG héldu í Hörpu 15. nóvember sl. kom fram að drægni þessa strætisvagns verður fyrst um sinn um 150 kílómetrar en mun fara upp í rúma 450 kílómetra innan 2-3 ára þegar vagninn verður fáanlegur með enn öflugri rafbúnaði.
Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent