Þetta er ekki texti í leikrit, slúður eða kjaftasaga Magnús Guðmundsson skrifar 8. desember 2017 13:30 Sara Marti Guðmundsdóttir og Silja Hauksdóttir eru á meðal þeirra kvenna sem koma að #metoo viðburðinum á sunnudaginn. Visir/Stefán Alþjóðlegi mannréttindadagurinn er næsta sunnudag og þá ætlar hópur kvenna úr #metoo byltingunni að koma saman á Nýja sviði Borgarleikhússins kl. 16 og lesa frásagnir úr byltingunni á Íslandi. Á sama tíma verða samsvarandi viðburðir haldnir á Akureyri, Ísafirði og Seyðisfirði. Á meðal þeirra sem standa fyrir þessu er Silja Hauksdóttir leikstjóri en hún bendir á að strangt til tekið sé þessi uppákoma þess eðlis að það sé þörf fyrir leikstjóra. „En ætli það séu ekki helst við Sara Marti Guðmundsdóttir, leikkona og leikstjóri, sem komumst nálægt því að kallast leikstjórar að þessari dagskrá en ekkert af þessu hefði orðið að veruleika nema fyrir hinar öflugu jarðýtur sem eru í forsvari fyrir hópinn.“Nafnlaus flóðbylgja Silja leggur áherslu á mikilvægi þess að konurnar sem stíga á svið séu ekki að fara að lesa sínar eigin sögur. „Þetta er úrval af sögum úr sem flestum kvennahópum; sviðslistum, stjórnmálum, vísindum, íþróttum, fjölmiðlum og fleiri en þeir sem lesa mynda líka ákveðinn þverskurð. Sögurnar sem þær lesa eru nafnlausar og valdar út úr hópnum þannig að það er ekki eins og viðkomandi kona sé að lesa sínar sögur. Það er ekki síst vegna þess sem hefur komið í ljós að undanförnu, að í krafti nafnleysisins treysta konur sér til að opna munninn um það sem þær hafa orðið fyrir í gegnum árin í sinni grein. Fyrir vikið stöndum við frammi fyrir gríðarlegum fjölda af sögum kvenna um raunverulegar og erfiðar upplifanir sem hafa liðist í skjóli þöggunar. Það má segja að þetta sé eins konar nafnlaus flóðbylgja sem er að ganga yfir og þetta er bara rétt á byrjunarstigi.“Hin sorglega miklu áhrif En hvers vegna að fara með þetta inn á leiksvið og lesa – er þetta gjörningur eða leikhús? „Ætli það megi ekki helst kalla þetta gjörning því þetta er ekki leikhús, ekki flutningur í leikhúslegum skilningi. Það sem við erum að horfa til er hvað þetta gerir umfram fyrir þessar sögur sem þegar hafa komið fram og umræðuna sem hefur skapast í kjölfarið. Þetta beinir vissulega athygli að þessu en það eru líka þarna hlutir sem maður upplifir sem erfiða. Sögur sem taka á mann sem lesanda. En að heyra þær úr munni kvenna verður til þess að maður áttar sig endanlega á því að það er þarna manneskja sem lifði þetta, lenti í þessu, þoldi þetta. Þetta er ekki texti í leikriti, þetta er ekki slúður eða kjaftasaga. Þetta er raunveruleg persónuleg reynsla og því miður oft mikill harmur sem þarf að koma upp á yfirborðið.“ Eruð þið þá að leitast við að raungera þennan veruleika með þessum flutningi? „Já, það má segja að það sé nákvæmlega það sem gerist. Þetta ljær þessu annað rými og annað kastljós og þegar maður situr og horfir á manneskju flytja sögu sem annaðhvort hún eða einhver önnur hefur lent í, þá áttar maður sig skýrar á raunveruleikanum. Áttar sig á raunveruleikanum að baki sögunni og hvernig upplifunin var og hvaða áhrif þetta hafði og hversu lengi þetta hefur setið í viðkomandi konu. Hin sorglega miklu áhrif sem þetta getur haft á líf kvenna og starf.“Öll enn í sárum Aðspurð hvort það verði einvörðungu konur á Nýja sviði Borgarleikhússins á sunnudaginn segir Silja að það verði vissulega þannig á sviðinu sjálfu. „En mikið væri nú ótrúlega yndislegt að sjá strákana líka, ekki síst vegna þess að það kemur sumum mjög á óvart hvernig raunveruleikinn er búinn að vera og þá ekki síst karlmönnum. Þetta er ekki eins mikið þeirra raunveruleiki og það fylgir því ákveðið áfall að komast að því hvernig þetta er, en vonandi mun það leiða til einhverra breytinga til frambúðar.“ En hvernig finnst þér viðbrögðin í samfélaginu hafa verið? „Ég veit það ekki,“ segir Silja hugsi en heldur svo áfram: „Þau hafa vissulega verið ótrúlega mikil og sterk en samt ekki vegna þess að sprengingin sjálf var það öflug. En ég upplifi ekki að það sé verið að þagga þetta niður heldur að þeir sem áttuðu sig ekki á þessu séu líka í áfalli. Að við séum bara öll dáldið í sárum enn þá. En áhrifin til lengri tíma eru held ég að það er auðveldara að benda á það sem miður fer þegar það gerist.“ Silja segir einnig um viðbrögðin að konurnar í sviðs- og kvikmyndalistahópnum hafi komið með skýrt ákall um aðgerðaplan og gefið stofnunum og samtökum þrjá mánuði til þess að verða við því ákalli. „En maður vill líka gefa fólki tækifæri til þess að átta sig og hugsa hvernig það vill bregðast við. Ekki hvort heldur hvernig. Vegna þess að ég trúi því einlægt að allir vilji gera það en það þarf að gera það með skýrum hætti og það er allt í lagi að fólk taki sér ákveðinn tíma í það en þó ekki of mikinn. Viðbrögðin þurfa að vera íhuguð og á forsendum þeirra þolenda sem eru að koma fram núna með sínar sögur.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. desember. Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Alþjóðlegi mannréttindadagurinn er næsta sunnudag og þá ætlar hópur kvenna úr #metoo byltingunni að koma saman á Nýja sviði Borgarleikhússins kl. 16 og lesa frásagnir úr byltingunni á Íslandi. Á sama tíma verða samsvarandi viðburðir haldnir á Akureyri, Ísafirði og Seyðisfirði. Á meðal þeirra sem standa fyrir þessu er Silja Hauksdóttir leikstjóri en hún bendir á að strangt til tekið sé þessi uppákoma þess eðlis að það sé þörf fyrir leikstjóra. „En ætli það séu ekki helst við Sara Marti Guðmundsdóttir, leikkona og leikstjóri, sem komumst nálægt því að kallast leikstjórar að þessari dagskrá en ekkert af þessu hefði orðið að veruleika nema fyrir hinar öflugu jarðýtur sem eru í forsvari fyrir hópinn.“Nafnlaus flóðbylgja Silja leggur áherslu á mikilvægi þess að konurnar sem stíga á svið séu ekki að fara að lesa sínar eigin sögur. „Þetta er úrval af sögum úr sem flestum kvennahópum; sviðslistum, stjórnmálum, vísindum, íþróttum, fjölmiðlum og fleiri en þeir sem lesa mynda líka ákveðinn þverskurð. Sögurnar sem þær lesa eru nafnlausar og valdar út úr hópnum þannig að það er ekki eins og viðkomandi kona sé að lesa sínar sögur. Það er ekki síst vegna þess sem hefur komið í ljós að undanförnu, að í krafti nafnleysisins treysta konur sér til að opna munninn um það sem þær hafa orðið fyrir í gegnum árin í sinni grein. Fyrir vikið stöndum við frammi fyrir gríðarlegum fjölda af sögum kvenna um raunverulegar og erfiðar upplifanir sem hafa liðist í skjóli þöggunar. Það má segja að þetta sé eins konar nafnlaus flóðbylgja sem er að ganga yfir og þetta er bara rétt á byrjunarstigi.“Hin sorglega miklu áhrif En hvers vegna að fara með þetta inn á leiksvið og lesa – er þetta gjörningur eða leikhús? „Ætli það megi ekki helst kalla þetta gjörning því þetta er ekki leikhús, ekki flutningur í leikhúslegum skilningi. Það sem við erum að horfa til er hvað þetta gerir umfram fyrir þessar sögur sem þegar hafa komið fram og umræðuna sem hefur skapast í kjölfarið. Þetta beinir vissulega athygli að þessu en það eru líka þarna hlutir sem maður upplifir sem erfiða. Sögur sem taka á mann sem lesanda. En að heyra þær úr munni kvenna verður til þess að maður áttar sig endanlega á því að það er þarna manneskja sem lifði þetta, lenti í þessu, þoldi þetta. Þetta er ekki texti í leikriti, þetta er ekki slúður eða kjaftasaga. Þetta er raunveruleg persónuleg reynsla og því miður oft mikill harmur sem þarf að koma upp á yfirborðið.“ Eruð þið þá að leitast við að raungera þennan veruleika með þessum flutningi? „Já, það má segja að það sé nákvæmlega það sem gerist. Þetta ljær þessu annað rými og annað kastljós og þegar maður situr og horfir á manneskju flytja sögu sem annaðhvort hún eða einhver önnur hefur lent í, þá áttar maður sig skýrar á raunveruleikanum. Áttar sig á raunveruleikanum að baki sögunni og hvernig upplifunin var og hvaða áhrif þetta hafði og hversu lengi þetta hefur setið í viðkomandi konu. Hin sorglega miklu áhrif sem þetta getur haft á líf kvenna og starf.“Öll enn í sárum Aðspurð hvort það verði einvörðungu konur á Nýja sviði Borgarleikhússins á sunnudaginn segir Silja að það verði vissulega þannig á sviðinu sjálfu. „En mikið væri nú ótrúlega yndislegt að sjá strákana líka, ekki síst vegna þess að það kemur sumum mjög á óvart hvernig raunveruleikinn er búinn að vera og þá ekki síst karlmönnum. Þetta er ekki eins mikið þeirra raunveruleiki og það fylgir því ákveðið áfall að komast að því hvernig þetta er, en vonandi mun það leiða til einhverra breytinga til frambúðar.“ En hvernig finnst þér viðbrögðin í samfélaginu hafa verið? „Ég veit það ekki,“ segir Silja hugsi en heldur svo áfram: „Þau hafa vissulega verið ótrúlega mikil og sterk en samt ekki vegna þess að sprengingin sjálf var það öflug. En ég upplifi ekki að það sé verið að þagga þetta niður heldur að þeir sem áttuðu sig ekki á þessu séu líka í áfalli. Að við séum bara öll dáldið í sárum enn þá. En áhrifin til lengri tíma eru held ég að það er auðveldara að benda á það sem miður fer þegar það gerist.“ Silja segir einnig um viðbrögðin að konurnar í sviðs- og kvikmyndalistahópnum hafi komið með skýrt ákall um aðgerðaplan og gefið stofnunum og samtökum þrjá mánuði til þess að verða við því ákalli. „En maður vill líka gefa fólki tækifæri til þess að átta sig og hugsa hvernig það vill bregðast við. Ekki hvort heldur hvernig. Vegna þess að ég trúi því einlægt að allir vilji gera það en það þarf að gera það með skýrum hætti og það er allt í lagi að fólk taki sér ákveðinn tíma í það en þó ekki of mikinn. Viðbrögðin þurfa að vera íhuguð og á forsendum þeirra þolenda sem eru að koma fram núna með sínar sögur.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. desember.
Menning Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira