Undirbúa skaðabótamál en Árni Gils sætir enn ákæru fyrir tilraun til manndráps Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2017 11:15 Hjalti Úrsus, faðir Árna, gerði heimildarmynd um mál sonar síns og hefur sakað saksóknara og lögreglu um dómsmorð. Vísir/Eyþór Hjalti Úrsus Árnason segist strax vera farinn að undirbúa meiriháttar skaðabótamál á hendur ríkinu vegna 277 daga gæsluvarðhalds sonar hans, Árna Gils Hjaltasonar. Árni Gils hlaut í ágúst fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps við Leifasjoppu í mars. Hæstiréttur ómerkti þann dóm í gær og verður málið tekið til meðferðar á nýjan leik í héraði á nýju ári.Hjalti fagnaði tímabundnu frelsi Árna seinni partinn í gær. Hann á eftir að afplána fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir líkamsárás í ótengdu máli. Óbreytt ákæra í héraði Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari sem sótti málið, segir í samtali við Vísi að mögulega verði fenginn dómkvaddur matsmaður til þess að meta betur þá áverka sem var að finna á manninum sem Árna var gefið að sök að hafa stungið með hníf. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið, eins og sjá má í fyrri fréttum hér að neðan, en blaðamaður Vísis sat meðferð málsins í Hæstarétti. Deilt er um hvort Árni hafi stungið mann með hnífi eða maðurinn ráðist að Árna með hnífi sem hafi varið sig. Framburður vitna varðandi það mál er ólíkur. Hnífurinn fannst aldrei en fyrir liggur að brotaþoli í málinu mætti með hnífinn á vettvang. Þá þurfi að fjölskipa dóminn en Hæstiréttur gerði athugasemd við að aðeins einn dómari hefði dæmt í málinu í héraði. Málið fari að öðru leyti óbreytt til aðalmeðferðar á nýju ári að sögn Helga Magnúsar. Ákærunni hafi ekki verið vísað frá og Árni Gils sæti ákæru fyrir tilraun til manndráps. Leggja þurfi meira í sönnunarfærsluna þegar málið verði tekið fyrir á nýjan leik. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari. Myndin er úr safni.Vísir/GVA Á eftir að afplána fjögurra mánaða dóm Hjalti ræddi málin í Bítinu í morgun og reifaði málið eins og það blasir við honum. Á honum má merkja að Árni Gils eigi við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða. Þá sagði hann Árna hafa komið að líkamsárás fyrr sama dag og átökin í Breiðholti brutust út, sem leiddi til handtöku Árna og þess sem á eftir kom. Hæstiréttur staðfesti dóm yfir Árna í tveimur öðrum brotum í gær er sneru að líkamsárás og broti gegn valdstjórninni. Árni hrækti á lögreglumann á lögreglustöð eftir handtöku. Fékk Árni Gils fjögurra mánaða dóm fyrir þann hluta í Hæstarétti í gær auk þess sem bætur til brotaþola í líkamsárásarmálinu voru hækkaðar í eina milljón króna.Dóminn úr Hæstarétti má lesa hér. Árni með verjanda sínum Oddgeiri Einarssyni í Hæstarétti í síðustu viku.Vísir/Eyþór Hjalti viðurkenndi í spjallinu í Bítinu að fyrsta tilfinning þegar hann heyrði af handtöku Árna og eftir símtal Árna til hans úr einangruninni hefði verið sú að Árni væri sekur. Sonur hans hefði klúðrað málunum í enn eitt skiptið. En svo hefði hann skoðað málið nánar og þá farið að efast um að rétt hefði verið staðið að málum. Árni Gils var í 277 daga í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Það þýðir að hann var af lögreglu talinn líklegur til að brjóta af sér að nýju og hættulegur samfélaginu. Nú segir Hjalti á döfinni að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu vegna gæsluvarðhaldsins. Fyrst þarf þó að leiða til lykta sakamál Árna sem enn sætir sömu ákæru fyrir tilraun til manndráps, þótt dómurinn í héraði hafi verið ómerktur. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka málið til meðferðar á nýju ári.Spjallið við Hjalta má heyra hér að neðan en þar segist hann líka stefna á að fá Arnold Schwarzenegger til landsins á næsta ári. Mál Árna Gils Tengdar fréttir Hæstiréttur sendir mál Árna Gils aftur heim í hérað Árni Gils Hjaltason hlaut fjögurra ára dóm í héraði fyrir tilraun til manndráps. 7. desember 2017 15:27 Krefst milljóna fyrir fórnarlamb líkamsárásar og vísar til ófrægingarherferðar Réttargæslumaður brotaþola í líkamsárásmáli Árna Gil Hjaltasonar kvartar undan "gegndarlausum myndbirtingum‟ og "ófrægingarherferð‟ Hjalta Úrsusar. 28. nóvember 2017 07:30 Telur að Árni Gils hafi verið borinn röngum sökum um manndrápstilraun Áfrýjun á fjögurra ára fangelsisdómi Árna Gils Hjaltasonar vegna tilraunar til manndráps var tekin fyrir í Hæstarétti í morgun. 27. nóvember 2017 18:30 Hjalti fagnar frelsi Árna Árni Gils Hjaltason laus eftir 277 daga í gæsluvarðhaldi. 7. desember 2017 17:28 Fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu Árni Gils Hjaltason hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. 9. ágúst 2017 16:33 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Hjalti Úrsus Árnason segist strax vera farinn að undirbúa meiriháttar skaðabótamál á hendur ríkinu vegna 277 daga gæsluvarðhalds sonar hans, Árna Gils Hjaltasonar. Árni Gils hlaut í ágúst fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps við Leifasjoppu í mars. Hæstiréttur ómerkti þann dóm í gær og verður málið tekið til meðferðar á nýjan leik í héraði á nýju ári.Hjalti fagnaði tímabundnu frelsi Árna seinni partinn í gær. Hann á eftir að afplána fjögurra mánaða fangelsisdóm fyrir líkamsárás í ótengdu máli. Óbreytt ákæra í héraði Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari sem sótti málið, segir í samtali við Vísi að mögulega verði fenginn dómkvaddur matsmaður til þess að meta betur þá áverka sem var að finna á manninum sem Árna var gefið að sök að hafa stungið með hníf. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið, eins og sjá má í fyrri fréttum hér að neðan, en blaðamaður Vísis sat meðferð málsins í Hæstarétti. Deilt er um hvort Árni hafi stungið mann með hnífi eða maðurinn ráðist að Árna með hnífi sem hafi varið sig. Framburður vitna varðandi það mál er ólíkur. Hnífurinn fannst aldrei en fyrir liggur að brotaþoli í málinu mætti með hnífinn á vettvang. Þá þurfi að fjölskipa dóminn en Hæstiréttur gerði athugasemd við að aðeins einn dómari hefði dæmt í málinu í héraði. Málið fari að öðru leyti óbreytt til aðalmeðferðar á nýju ári að sögn Helga Magnúsar. Ákærunni hafi ekki verið vísað frá og Árni Gils sæti ákæru fyrir tilraun til manndráps. Leggja þurfi meira í sönnunarfærsluna þegar málið verði tekið fyrir á nýjan leik. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari. Myndin er úr safni.Vísir/GVA Á eftir að afplána fjögurra mánaða dóm Hjalti ræddi málin í Bítinu í morgun og reifaði málið eins og það blasir við honum. Á honum má merkja að Árni Gils eigi við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða. Þá sagði hann Árna hafa komið að líkamsárás fyrr sama dag og átökin í Breiðholti brutust út, sem leiddi til handtöku Árna og þess sem á eftir kom. Hæstiréttur staðfesti dóm yfir Árna í tveimur öðrum brotum í gær er sneru að líkamsárás og broti gegn valdstjórninni. Árni hrækti á lögreglumann á lögreglustöð eftir handtöku. Fékk Árni Gils fjögurra mánaða dóm fyrir þann hluta í Hæstarétti í gær auk þess sem bætur til brotaþola í líkamsárásarmálinu voru hækkaðar í eina milljón króna.Dóminn úr Hæstarétti má lesa hér. Árni með verjanda sínum Oddgeiri Einarssyni í Hæstarétti í síðustu viku.Vísir/Eyþór Hjalti viðurkenndi í spjallinu í Bítinu að fyrsta tilfinning þegar hann heyrði af handtöku Árna og eftir símtal Árna til hans úr einangruninni hefði verið sú að Árni væri sekur. Sonur hans hefði klúðrað málunum í enn eitt skiptið. En svo hefði hann skoðað málið nánar og þá farið að efast um að rétt hefði verið staðið að málum. Árni Gils var í 277 daga í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Það þýðir að hann var af lögreglu talinn líklegur til að brjóta af sér að nýju og hættulegur samfélaginu. Nú segir Hjalti á döfinni að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu vegna gæsluvarðhaldsins. Fyrst þarf þó að leiða til lykta sakamál Árna sem enn sætir sömu ákæru fyrir tilraun til manndráps, þótt dómurinn í héraði hafi verið ómerktur. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka málið til meðferðar á nýju ári.Spjallið við Hjalta má heyra hér að neðan en þar segist hann líka stefna á að fá Arnold Schwarzenegger til landsins á næsta ári.
Mál Árna Gils Tengdar fréttir Hæstiréttur sendir mál Árna Gils aftur heim í hérað Árni Gils Hjaltason hlaut fjögurra ára dóm í héraði fyrir tilraun til manndráps. 7. desember 2017 15:27 Krefst milljóna fyrir fórnarlamb líkamsárásar og vísar til ófrægingarherferðar Réttargæslumaður brotaþola í líkamsárásmáli Árna Gil Hjaltasonar kvartar undan "gegndarlausum myndbirtingum‟ og "ófrægingarherferð‟ Hjalta Úrsusar. 28. nóvember 2017 07:30 Telur að Árni Gils hafi verið borinn röngum sökum um manndrápstilraun Áfrýjun á fjögurra ára fangelsisdómi Árna Gils Hjaltasonar vegna tilraunar til manndráps var tekin fyrir í Hæstarétti í morgun. 27. nóvember 2017 18:30 Hjalti fagnar frelsi Árna Árni Gils Hjaltason laus eftir 277 daga í gæsluvarðhaldi. 7. desember 2017 17:28 Fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu Árni Gils Hjaltason hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. 9. ágúst 2017 16:33 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Hæstiréttur sendir mál Árna Gils aftur heim í hérað Árni Gils Hjaltason hlaut fjögurra ára dóm í héraði fyrir tilraun til manndráps. 7. desember 2017 15:27
Krefst milljóna fyrir fórnarlamb líkamsárásar og vísar til ófrægingarherferðar Réttargæslumaður brotaþola í líkamsárásmáli Árna Gil Hjaltasonar kvartar undan "gegndarlausum myndbirtingum‟ og "ófrægingarherferð‟ Hjalta Úrsusar. 28. nóvember 2017 07:30
Telur að Árni Gils hafi verið borinn röngum sökum um manndrápstilraun Áfrýjun á fjögurra ára fangelsisdómi Árna Gils Hjaltasonar vegna tilraunar til manndráps var tekin fyrir í Hæstarétti í morgun. 27. nóvember 2017 18:30
Hjalti fagnar frelsi Árna Árni Gils Hjaltason laus eftir 277 daga í gæsluvarðhaldi. 7. desember 2017 17:28
Fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps fyrir utan Leifasjoppu Árni Gils Hjaltason hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. 9. ágúst 2017 16:33