Segir Game of Thrones hefjast aftur 2019 Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2017 10:21 Sophie Turner. Vísir/GEtty Leikkonan Sophie Turner, sem er hvað þekktust fyrir að leika Sönsu Stark í Game of Thrones, segir að áttunda og síðasta þáttaröð verði ekki sýnd fyrr en á árinu 2019. Þetta sagði Turner í viðtali við við Variety. Um er að ræða sex þætti og verður hver þeirra allt að einn og hálfur tími að lengd. Talsmaður HBO sagði þó við Polygon að fyrirtækið gæti ekki staðfest hvenær sýning þáttanna hefst, að svo stöddu. Fregnir hafa borist af því að tökur muni mögulega standa yfir til næsta sumars. Þáttum sem Game of Thrones fylgir mikil eftirvinnsla og kannski sérstaklega núna þegar drekunum og hinum dauðu er farið að bregða meira fyrir. Tökur munu fara fram hér á landi í febrúar. Búist er við því að þær muni taka nokkra daga en ekki er vitað hvar tökurnar fara fram. Það mun að einhverju leyti ráðast af snjó. Ljóst þykir að HBO hagnast á því að sýna þættina árið 2019. Eins og bent er á á vef Entertainment Weekly var sjöunda þáttaröð sýnd svo seint á árinu að hún er að keppa um Emmy verðlaun á næsta ári. Þá er HBO einnig að fara að sýna nýja þáttaröð Westworld á næsta ári og forsvarsmenn HBO vilja án efa ekki að þeir þættir séu í beinni samkeppni við Game of Thrones. Í áðurnefndu viðtali ræddi Turner einnig hvernig næsta þáttaröð verður fyrir Sönsu og þá með sérstöku tilliti til þess að hún og Arya Stark drápu (loksins) Petyr Baelish eða Littlefinger. „Þetta verður flókið fyrir hana, því við enda síðustu þáttaraðar fannst henni eins og hún hefði stillt öllu upp. Fjölskyldan hennar var komin aftur saman og þau stjórnuðu Norðrinu á ný. Þessa þáttaröð hefur ný ógn stungið upp kollinum og allt í einu er hún komin aftur í djúpu laugina og það án Littlefinger. Það verður prófraun fyrir hana að sjá hvort hún komist í gegnum þetta. Það verður erfitt fyrir hana án þess að hafa þennan kænskumeistara sér við hlið.“ Game of Thrones Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Leikkonan Sophie Turner, sem er hvað þekktust fyrir að leika Sönsu Stark í Game of Thrones, segir að áttunda og síðasta þáttaröð verði ekki sýnd fyrr en á árinu 2019. Þetta sagði Turner í viðtali við við Variety. Um er að ræða sex þætti og verður hver þeirra allt að einn og hálfur tími að lengd. Talsmaður HBO sagði þó við Polygon að fyrirtækið gæti ekki staðfest hvenær sýning þáttanna hefst, að svo stöddu. Fregnir hafa borist af því að tökur muni mögulega standa yfir til næsta sumars. Þáttum sem Game of Thrones fylgir mikil eftirvinnsla og kannski sérstaklega núna þegar drekunum og hinum dauðu er farið að bregða meira fyrir. Tökur munu fara fram hér á landi í febrúar. Búist er við því að þær muni taka nokkra daga en ekki er vitað hvar tökurnar fara fram. Það mun að einhverju leyti ráðast af snjó. Ljóst þykir að HBO hagnast á því að sýna þættina árið 2019. Eins og bent er á á vef Entertainment Weekly var sjöunda þáttaröð sýnd svo seint á árinu að hún er að keppa um Emmy verðlaun á næsta ári. Þá er HBO einnig að fara að sýna nýja þáttaröð Westworld á næsta ári og forsvarsmenn HBO vilja án efa ekki að þeir þættir séu í beinni samkeppni við Game of Thrones. Í áðurnefndu viðtali ræddi Turner einnig hvernig næsta þáttaröð verður fyrir Sönsu og þá með sérstöku tilliti til þess að hún og Arya Stark drápu (loksins) Petyr Baelish eða Littlefinger. „Þetta verður flókið fyrir hana, því við enda síðustu þáttaraðar fannst henni eins og hún hefði stillt öllu upp. Fjölskyldan hennar var komin aftur saman og þau stjórnuðu Norðrinu á ný. Þessa þáttaröð hefur ný ógn stungið upp kollinum og allt í einu er hún komin aftur í djúpu laugina og það án Littlefinger. Það verður prófraun fyrir hana að sjá hvort hún komist í gegnum þetta. Það verður erfitt fyrir hana án þess að hafa þennan kænskumeistara sér við hlið.“
Game of Thrones Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira