Porsche 911 fær rafmótora Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2017 09:26 Porsche 911 Carrera. Það er líklega ekki villtasti draumur aðdáenda hins goðsagnarkennda Porsche 911 bíls að hann verði tengiltvinnbíll, en Porsche hefur hinsvegar tekið ákvörðun um það að bjóða hann meðal annars í slíkri útfærslu. Það verður þó ekki fyrr en með andlitslyftingu næstu kynslóðar bílsins og þá líklega ekki fyrr en árið 2022-3. Porsche aðdáendur ættu aldeilis ekki að taka þessum fréttum illa því Porsche hefur lukkast einkar vel að búa Cayenne jeppann og Panamera stóra fjölskyldubílinn sem tengitvinnbíla. Panamera Turbo S E-Hybrid tengiltvinnbíllinn er nú einu sinni öflugasta gerð Porsche bíla sem framleiddur er nú um stundir og heil 680 hestöfl. Drægnin í nýjum Porsche 911 með rafmótorum verður að lágmarki 60 kílómetrar eingöngu á rafmagninu, að sögn forstjóra Porsche, Oliver Blume. Tilkoma rafmótora í viðbót við hinar öflugu vélar sem í Porsche 911 er verður aðeins til að auka afl og mikla upptöku bílanna, sem næg er nú fyrir. Prufanir eru hafnar á tengiltvinnbílaútfærslu 911 bílsins og eins og fyrri daginn hjá Porsche verður hann ekki settur á markað fyrr en fullkomnun hans verður náð. Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent
Það er líklega ekki villtasti draumur aðdáenda hins goðsagnarkennda Porsche 911 bíls að hann verði tengiltvinnbíll, en Porsche hefur hinsvegar tekið ákvörðun um það að bjóða hann meðal annars í slíkri útfærslu. Það verður þó ekki fyrr en með andlitslyftingu næstu kynslóðar bílsins og þá líklega ekki fyrr en árið 2022-3. Porsche aðdáendur ættu aldeilis ekki að taka þessum fréttum illa því Porsche hefur lukkast einkar vel að búa Cayenne jeppann og Panamera stóra fjölskyldubílinn sem tengitvinnbíla. Panamera Turbo S E-Hybrid tengiltvinnbíllinn er nú einu sinni öflugasta gerð Porsche bíla sem framleiddur er nú um stundir og heil 680 hestöfl. Drægnin í nýjum Porsche 911 með rafmótorum verður að lágmarki 60 kílómetrar eingöngu á rafmagninu, að sögn forstjóra Porsche, Oliver Blume. Tilkoma rafmótora í viðbót við hinar öflugu vélar sem í Porsche 911 er verður aðeins til að auka afl og mikla upptöku bílanna, sem næg er nú fyrir. Prufanir eru hafnar á tengiltvinnbílaútfærslu 911 bílsins og eins og fyrri daginn hjá Porsche verður hann ekki settur á markað fyrr en fullkomnun hans verður náð.
Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent