Ford ætlar að selja bíla á Alibaba Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2017 11:47 Bílasjálfsöluturn eins og Ford ætlar að setja upp í Kína. Í dag mun Ford undirrita samning við netverslunarsíðuna Alibaba í Kína og mun í kjölfarið hefja sölu bíla sinna á síðunni í Kína. Þessir bílar verða afhentir hjá hefðbundnum Ford sölustöðum í Kína og verða þeir þjónustaðir frá þessum sölustöðum. Ford hefur ekki gengið vel í sölu bíla sinna í Kína að undanförnu og er þessi ráðstöfun liður í því að bæta þar um. Sala Ford bíla í Kína nam 938.570 bílum á fyrstu 10 mánuðum ársins og minnkaði salan um 5% á milli ára. Á meðan jókst salan hjá keppinautnum General Motors um 2,2% og alls seldi GM 3,13 milljónir bíla á þessum fyrstu 10 mánuðum ársins. Salan hjá GM er því ríflega þreföld á við Ford í Kína. Ford hyggst líka selja bíla sína í einskonar sjálfsala þar sem bílarnir verða sjáanlegir í háreistum sjálfsölublokkum eins og sést hér á myndinni. Það mun því ekki skorta á frumlegheitin í sölu Ford bíla í Kína á næstunni, en hvort það muni duga til að auka söluna mun tíminn einn leiða í ljós. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent
Í dag mun Ford undirrita samning við netverslunarsíðuna Alibaba í Kína og mun í kjölfarið hefja sölu bíla sinna á síðunni í Kína. Þessir bílar verða afhentir hjá hefðbundnum Ford sölustöðum í Kína og verða þeir þjónustaðir frá þessum sölustöðum. Ford hefur ekki gengið vel í sölu bíla sinna í Kína að undanförnu og er þessi ráðstöfun liður í því að bæta þar um. Sala Ford bíla í Kína nam 938.570 bílum á fyrstu 10 mánuðum ársins og minnkaði salan um 5% á milli ára. Á meðan jókst salan hjá keppinautnum General Motors um 2,2% og alls seldi GM 3,13 milljónir bíla á þessum fyrstu 10 mánuðum ársins. Salan hjá GM er því ríflega þreföld á við Ford í Kína. Ford hyggst líka selja bíla sína í einskonar sjálfsala þar sem bílarnir verða sjáanlegir í háreistum sjálfsölublokkum eins og sést hér á myndinni. Það mun því ekki skorta á frumlegheitin í sölu Ford bíla í Kína á næstunni, en hvort það muni duga til að auka söluna mun tíminn einn leiða í ljós.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent