McLaren 720S er sneggri en þrisvar sinnum dýrari Porsche 918 Spyder Finnur Thorlacius skrifar 6. desember 2017 13:30 McLaren 720S er ekki bara sprækur heldur líka mjög fallegur. Autoblog Þeir sem reynt hafa hinn nýja McLaren 720S halda ekki vatni yfir getu bílsins. Bílatímaritið Road & Track reyndi bílinn á kvartmílubraut um daginn og þar reyndist hann sneggri en ofurbíllinn Porsche 918 Spyder og kláraði kvartmíluna á 9,79 sekúndum með endahraðann 236 km/klst. Porsche 918 Spyder kostar 900.000 dollara en McLaren 720S kostar 285.000 dollara og er því meira en þrisvar sinnum ódýrari bíll. McLaren 720S er eins og nafn hans bendir til “aðeins” 720 hestöfl en Porsche 918 Spyder er 887 hestöfl sem koma bæði frá öflugri brunavél og rafmagnsmótorum. McLaren 720S er eingöngu með brunavél og aðeins með drif á afturhjólunum, en Porsche bíllinn með drifi á öllum hjólum. Því kemur það eðlilega á óvart að McLaren bíllinn sé sneggri en það hjálpar honum mjög hversu léttur hann er, eða aðeins 1.450 kg, sem er um það bil það sama og Mazda3. Reyndar er McLaren 720S á pari við tvo aðra ofurbíla hvað upptöku varðar, þ.e. McLaren P1 og Ferrari LaFerrari en það eru, líkt og Porsche bíllinn, mjög dýrir bílar. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent
Þeir sem reynt hafa hinn nýja McLaren 720S halda ekki vatni yfir getu bílsins. Bílatímaritið Road & Track reyndi bílinn á kvartmílubraut um daginn og þar reyndist hann sneggri en ofurbíllinn Porsche 918 Spyder og kláraði kvartmíluna á 9,79 sekúndum með endahraðann 236 km/klst. Porsche 918 Spyder kostar 900.000 dollara en McLaren 720S kostar 285.000 dollara og er því meira en þrisvar sinnum ódýrari bíll. McLaren 720S er eins og nafn hans bendir til “aðeins” 720 hestöfl en Porsche 918 Spyder er 887 hestöfl sem koma bæði frá öflugri brunavél og rafmagnsmótorum. McLaren 720S er eingöngu með brunavél og aðeins með drif á afturhjólunum, en Porsche bíllinn með drifi á öllum hjólum. Því kemur það eðlilega á óvart að McLaren bíllinn sé sneggri en það hjálpar honum mjög hversu léttur hann er, eða aðeins 1.450 kg, sem er um það bil það sama og Mazda3. Reyndar er McLaren 720S á pari við tvo aðra ofurbíla hvað upptöku varðar, þ.e. McLaren P1 og Ferrari LaFerrari en það eru, líkt og Porsche bíllinn, mjög dýrir bílar.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent