„Enginn að saka Herra Hnetusmjör um að vera á móti hommum“ Guðný Hrönn skrifar 6. desember 2017 10:15 Óskari Steini Ómarssyni var nokkuð brugðið þegar hann hlustaði á texta lagsins Giftur leiknum af nýrri plötu Herra Hnetusmjörs. vísir/stefán Rapparinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, var að senda frá sér plötuna KÓPBOI og texti fyrsta lags plötunnar hefur vakið mikla athygli. Í laginu fjallar hann um að hann hafi tekið fram úr meðal annars hommum, ræflum og kellingum. Óskar Steinn Ómarsson er einn af þeim sem hafa lýst yfir undrun sinni á texta lagsins og fengið mikil viðbrögð. „Ég byrjaði að hlusta á þessa nýju plötu hjá Herra Hnetusmjöri. Og þegar ég hlustaði á fyrsta lagið var mér bara svolítið brugðið. Að þessi orð, hommar, faggar og kellingar séu notuð í þessu samhengi, sem níðyrði.“ Óskar tjáði sig um textann á Twitter. „Það eru greinilega margir sammála þessu og fólki finnst þetta skrýtið. Það eru margir búnir að taka þátt í umræðunni en það er ákveðinn hópur sem heyrist ekkert í, það er fólk úr senunni sjálfri,“ útskýrir Óskar. Aðspurður hvort hann sé búinn að fá einhvern viðbrögð frá Herra Hnetusmjöri sjálfum segir hann: „Nei, ekki enn. En ég heyrði að hann væri einhvers staðar úti á landi og jafnvel ekki í netsambandi.“ Ekki allir til í að taka slaginnMargt fólk hefur þakkað Óskari fyrir að opna umræðuna um umræddan texta og sumt fólk hefur sagt honum að það sjálft hefði ekki þorað það. „Þetta er náttúrulega einn vinsælasti rappari landsins núna og það er þá alveg skiljanlegt að fólk vilji ekki taka þennan slag. Og ég skil líka alveg að fólk í senunni sé ekki tilbúið að segja félaga sínum að það sem hann er að gera sé yfir strikinu. En ég held að við séum komin á þann stað, sérstaklega í kjölfar #metoo-byltingarinnar, að við vitum hvað svona stemning þrífst vel í skjóli þöggunar. Það er kannski svolítið það sem er í gangi í senunni núna. Fólk meikar ekki að taka þennan slag við þann sem er stór innan hennar.“ Skaðlegt fyrir yngri kynslóðirSpurður út í hvaða áhrif svona texti geti haft á ungt fólk að hans mati segir Óskar: „Ég held að þetta geti haft slæm áhrif, sérstaklega ef þetta normalíserast. Ég man til dæmis eftir því þegar ég var í grunnskóla þá var mikið verið að nota „homminn þinn“ til að niðurlægja. Ef maður var kallaður hommi þá var það kannski af því að maður þótti aumingi eða skrýtinn.Það getur verið sérstaklega erfitt fyrir t.d. 14 ára ungling, sem er kannski að velta því fyrir sér hvort hann sé samkynhneigður, að orðið „hommi“ sé hlaðið neikvæðri merkingu,“ útskýrir Óskar. Hann segir langt síðan hann heyrði „hommi“ notað sem níðyrði og að texti Herra Hnetusmjörs sé skref aftur á bak.„Það er mikilvægt að við drögum línuna núna og minnum á að við séum komin yfir þetta. Þetta eru mjög ungir krakkar og ungir listamenn sem horfa upp til þessara stráka. Þeir eru fyrirmyndir.“ Að lokum bætir Óskar við að hann gruni að um hugsunarleysi sé að ræða hjá Herra Hnetusmjöri. „Það er náttúrulega enginn að saka Herra Hnetusmjör um að vera á móti hommum. Það er ekki það sem þetta snýst um. Ég held að enginn trúi því. Það er bara verið að benda á að notkun þessara orða í þessu samhengi geti verið skaðleg.“ Tónlist Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Rapparinn Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, var að senda frá sér plötuna KÓPBOI og texti fyrsta lags plötunnar hefur vakið mikla athygli. Í laginu fjallar hann um að hann hafi tekið fram úr meðal annars hommum, ræflum og kellingum. Óskar Steinn Ómarsson er einn af þeim sem hafa lýst yfir undrun sinni á texta lagsins og fengið mikil viðbrögð. „Ég byrjaði að hlusta á þessa nýju plötu hjá Herra Hnetusmjöri. Og þegar ég hlustaði á fyrsta lagið var mér bara svolítið brugðið. Að þessi orð, hommar, faggar og kellingar séu notuð í þessu samhengi, sem níðyrði.“ Óskar tjáði sig um textann á Twitter. „Það eru greinilega margir sammála þessu og fólki finnst þetta skrýtið. Það eru margir búnir að taka þátt í umræðunni en það er ákveðinn hópur sem heyrist ekkert í, það er fólk úr senunni sjálfri,“ útskýrir Óskar. Aðspurður hvort hann sé búinn að fá einhvern viðbrögð frá Herra Hnetusmjöri sjálfum segir hann: „Nei, ekki enn. En ég heyrði að hann væri einhvers staðar úti á landi og jafnvel ekki í netsambandi.“ Ekki allir til í að taka slaginnMargt fólk hefur þakkað Óskari fyrir að opna umræðuna um umræddan texta og sumt fólk hefur sagt honum að það sjálft hefði ekki þorað það. „Þetta er náttúrulega einn vinsælasti rappari landsins núna og það er þá alveg skiljanlegt að fólk vilji ekki taka þennan slag. Og ég skil líka alveg að fólk í senunni sé ekki tilbúið að segja félaga sínum að það sem hann er að gera sé yfir strikinu. En ég held að við séum komin á þann stað, sérstaklega í kjölfar #metoo-byltingarinnar, að við vitum hvað svona stemning þrífst vel í skjóli þöggunar. Það er kannski svolítið það sem er í gangi í senunni núna. Fólk meikar ekki að taka þennan slag við þann sem er stór innan hennar.“ Skaðlegt fyrir yngri kynslóðirSpurður út í hvaða áhrif svona texti geti haft á ungt fólk að hans mati segir Óskar: „Ég held að þetta geti haft slæm áhrif, sérstaklega ef þetta normalíserast. Ég man til dæmis eftir því þegar ég var í grunnskóla þá var mikið verið að nota „homminn þinn“ til að niðurlægja. Ef maður var kallaður hommi þá var það kannski af því að maður þótti aumingi eða skrýtinn.Það getur verið sérstaklega erfitt fyrir t.d. 14 ára ungling, sem er kannski að velta því fyrir sér hvort hann sé samkynhneigður, að orðið „hommi“ sé hlaðið neikvæðri merkingu,“ útskýrir Óskar. Hann segir langt síðan hann heyrði „hommi“ notað sem níðyrði og að texti Herra Hnetusmjörs sé skref aftur á bak.„Það er mikilvægt að við drögum línuna núna og minnum á að við séum komin yfir þetta. Þetta eru mjög ungir krakkar og ungir listamenn sem horfa upp til þessara stráka. Þeir eru fyrirmyndir.“ Að lokum bætir Óskar við að hann gruni að um hugsunarleysi sé að ræða hjá Herra Hnetusmjöri. „Það er náttúrulega enginn að saka Herra Hnetusmjör um að vera á móti hommum. Það er ekki það sem þetta snýst um. Ég held að enginn trúi því. Það er bara verið að benda á að notkun þessara orða í þessu samhengi geti verið skaðleg.“
Tónlist Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira