Yfirskriftin er Hjónajól Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2017 10:45 Antonía, Hlöðver og Þórunn ætla að koma fólki í hátíðaskap í hádeginu í dag. Við erum komin í jólaskap, það verður ókeypis inn og dagskráin er létt og skemmtileg. Við tökum meðal annars tvær aríur úr La Bohème, óperu sem gerist um jólaleytið,“ segir Þórunn Marinósdóttir sópransöngkona um hádegistónleikana í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag klukkan 12 þar sem hún syngur með manni sínum, Hlöðveri Sigurðssyni tenór og Antoníu Hevesi píanóleikara. Yfirskrift tónleikanna er Hjónajól. Spurningu um hvort þau hjón séu oft með samsöng heima á kvöldin svarar Þórunn hlæjandi. „Okkur finnst að minnsta kosti gaman að syngja saman og það er alltaf fjör á heimilinu, söngur og gleði. Við eigum fjögur börn en erum reyndar hætt að syngja þau í svefn.“ Fleira eiga þau sameiginlegt en sönginn og börnin, lærðu til dæmis bæði hjá Kristjáni Jóhannssyni úti á Ítalíu. „Við lærðum líka samtímis í Salzburg í Austurríki, þar kynntumst við. Fluttum okkur svo til Ítalíu og bjuggum þá rétt hjá Kristjáni, í Desenzano við Gardavatn. Það var yndislegur tími og við förum alltaf reglulega til Ítalíu til að drekka í okkur menninguna,“ lýsir Þórunn. Hafnarborg verður opnuð klukkan 11.30 en tónleikarnir hefjast klukkan 12 og eru öllum opnir meðan húsrúm leyfir. Hátíðarbragur er á efnisskránni og þar mun einnig leynast jólauppskrift úr eldhúsi hjónanna. Menning Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Við erum komin í jólaskap, það verður ókeypis inn og dagskráin er létt og skemmtileg. Við tökum meðal annars tvær aríur úr La Bohème, óperu sem gerist um jólaleytið,“ segir Þórunn Marinósdóttir sópransöngkona um hádegistónleikana í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag klukkan 12 þar sem hún syngur með manni sínum, Hlöðveri Sigurðssyni tenór og Antoníu Hevesi píanóleikara. Yfirskrift tónleikanna er Hjónajól. Spurningu um hvort þau hjón séu oft með samsöng heima á kvöldin svarar Þórunn hlæjandi. „Okkur finnst að minnsta kosti gaman að syngja saman og það er alltaf fjör á heimilinu, söngur og gleði. Við eigum fjögur börn en erum reyndar hætt að syngja þau í svefn.“ Fleira eiga þau sameiginlegt en sönginn og börnin, lærðu til dæmis bæði hjá Kristjáni Jóhannssyni úti á Ítalíu. „Við lærðum líka samtímis í Salzburg í Austurríki, þar kynntumst við. Fluttum okkur svo til Ítalíu og bjuggum þá rétt hjá Kristjáni, í Desenzano við Gardavatn. Það var yndislegur tími og við förum alltaf reglulega til Ítalíu til að drekka í okkur menninguna,“ lýsir Þórunn. Hafnarborg verður opnuð klukkan 11.30 en tónleikarnir hefjast klukkan 12 og eru öllum opnir meðan húsrúm leyfir. Hátíðarbragur er á efnisskránni og þar mun einnig leynast jólauppskrift úr eldhúsi hjónanna.
Menning Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira