Forseti ASÍ: Sameiginlegt verkefni vinnumarkaðar og stjórnmálanna að koma á ró og festu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. desember 2017 11:11 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ segist treysta forsætisráðherra til þess að taka á vandanum með öðrum hætt en forverar hennar í starfii. vísir/vilhelm Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að það sé sameiginlegt verkefni vinnumarkaðarins og stjórnmálanna að koma á ró og festu í landinu. Það hafi ekki verið raunin síðan árið 2008. Þetta segir Gylfi í viðtali við Kristján Kristjánsson í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristján spurði Gylfa út í áskorun sem ASÍ sendi til stjórnmálamanna og greindi Gylfi frá því hvernig ný ríkisstjórn kemur honum fyrir sjónir. Á dögunum setti ASÍ fram áskorun til stjórnmálaflokkanna. Áskorunin var undir yfirskriftinni „Samfélagssáttmáli um félagslegan stöðugleika“ og í henni kemur fram að heildarsamtök á vinnumarkaði hafi unnið að mótun nýs samningalíkans sem byggt sé á norrænni fyrirmynd „þar sem órjúfanlegt samhengi er á milli efnahagslegs og félagslegs stöðugleika.“ Auk þess segir í áskoruninni: „Alþýðusambandið vill samfélag jafnréttis og jafnra tækifæra þar sem öllum er tryggð mannsæmandi afkoma og réttur til heilbrigðisþjónustu, menntunar og velferðar. Launafólk verður að geta treyst því að stjórnvöld forgangsraði í þágu velferðar og tryggi í það fjármagn með réttlátu skattkerfi sem dreifir byrðunum. Um þetta þarf að ríkja breið sátt og skilningur milli stjórnmálanna og vinnumarkaðarins. Þetta er það sem við köllum félagslegan stöðugleika.“ Gylfi segir að í stjórnarsáttmálanum hafi hann viljað að fjallað hefði verið um jafnræði á milli efnahagslegs og félagslegs stöðugleika með afgerandi hætti. Hann gagnrýnir jafnframt að hugtakið félagslegur stöðugleiki sé hvergi að finna í sáttmálanum. Gylfi segir nýja stjórn þó fara ágætlega af stað. Það hafi verið jákvætt að oddvitarnir hafi haft fyrir því að kalla aðila vinnumarkaðarins á fundi í stjórnarmyndunarviðræðum og þá segir hann að stjórnarsáttmálinn beri þess merki að það sé vilji ríkisstjórnarinnar að „setjast að samræðu“ og freista þess að ná fram stöðugleika. Gylfi ítrekar það sem hann hefur áður sagt ró og festa í landinu sé sameiginlegt verkefni vinnumarkaðar og stjórnmála. Í viðtali við Vísi þann 19. nóvember, sagði Katrín Jakobsdóttir að í stjórnarmyndunarviðræðunum hefðu oddvitarnir boðað á sinn fund aðila vinnumarkaðarins og Landlækni. Það hafi verið fremur óvanalegt í stjórnarmyndunarviðræðum en að flokkarnir hafi reynt eftir fremsta megni að vanda sig. „Það er búið að vera, hvað eigum við að segja, kreppa nánast síðan 2008. Það hefur ekki tekist að skapa þessa ró og það er engin launung á því að hefur haft mjög neikvæð áhrif á tilraunir okkar á vinnumarkaði að þróa hér nýtt módel, það er meðal annars þetta umrót. Þetta auðvitað skilar sér út á vinnumarkaðinn, það er engin launung á því,“ segir Gylfi. Gylfi segir að launafólk hafi brennt sig á því að stjórnmálamenn lofi miklu en minna sé um efndir „og þess vegna held ég að það sé alveg sú staða uppi að stjórnmálin þurfi með athöfnum sínum og ákvörðunum, stefnu sinni og framkvæmd að skapa grundvöll að því að koma á einhverju samtali en ekki öfugt.“ Gylfi segist treysta Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til að taka á vandanum með öðrum hætti en forverar hennar í starfi. Samtalið sem hann hafi átt með ríkisstjórninni hafi verið jákvætt. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að það sé sameiginlegt verkefni vinnumarkaðarins og stjórnmálanna að koma á ró og festu í landinu. Það hafi ekki verið raunin síðan árið 2008. Þetta segir Gylfi í viðtali við Kristján Kristjánsson í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristján spurði Gylfa út í áskorun sem ASÍ sendi til stjórnmálamanna og greindi Gylfi frá því hvernig ný ríkisstjórn kemur honum fyrir sjónir. Á dögunum setti ASÍ fram áskorun til stjórnmálaflokkanna. Áskorunin var undir yfirskriftinni „Samfélagssáttmáli um félagslegan stöðugleika“ og í henni kemur fram að heildarsamtök á vinnumarkaði hafi unnið að mótun nýs samningalíkans sem byggt sé á norrænni fyrirmynd „þar sem órjúfanlegt samhengi er á milli efnahagslegs og félagslegs stöðugleika.“ Auk þess segir í áskoruninni: „Alþýðusambandið vill samfélag jafnréttis og jafnra tækifæra þar sem öllum er tryggð mannsæmandi afkoma og réttur til heilbrigðisþjónustu, menntunar og velferðar. Launafólk verður að geta treyst því að stjórnvöld forgangsraði í þágu velferðar og tryggi í það fjármagn með réttlátu skattkerfi sem dreifir byrðunum. Um þetta þarf að ríkja breið sátt og skilningur milli stjórnmálanna og vinnumarkaðarins. Þetta er það sem við köllum félagslegan stöðugleika.“ Gylfi segir að í stjórnarsáttmálanum hafi hann viljað að fjallað hefði verið um jafnræði á milli efnahagslegs og félagslegs stöðugleika með afgerandi hætti. Hann gagnrýnir jafnframt að hugtakið félagslegur stöðugleiki sé hvergi að finna í sáttmálanum. Gylfi segir nýja stjórn þó fara ágætlega af stað. Það hafi verið jákvætt að oddvitarnir hafi haft fyrir því að kalla aðila vinnumarkaðarins á fundi í stjórnarmyndunarviðræðum og þá segir hann að stjórnarsáttmálinn beri þess merki að það sé vilji ríkisstjórnarinnar að „setjast að samræðu“ og freista þess að ná fram stöðugleika. Gylfi ítrekar það sem hann hefur áður sagt ró og festa í landinu sé sameiginlegt verkefni vinnumarkaðar og stjórnmála. Í viðtali við Vísi þann 19. nóvember, sagði Katrín Jakobsdóttir að í stjórnarmyndunarviðræðunum hefðu oddvitarnir boðað á sinn fund aðila vinnumarkaðarins og Landlækni. Það hafi verið fremur óvanalegt í stjórnarmyndunarviðræðum en að flokkarnir hafi reynt eftir fremsta megni að vanda sig. „Það er búið að vera, hvað eigum við að segja, kreppa nánast síðan 2008. Það hefur ekki tekist að skapa þessa ró og það er engin launung á því að hefur haft mjög neikvæð áhrif á tilraunir okkar á vinnumarkaði að þróa hér nýtt módel, það er meðal annars þetta umrót. Þetta auðvitað skilar sér út á vinnumarkaðinn, það er engin launung á því,“ segir Gylfi. Gylfi segir að launafólk hafi brennt sig á því að stjórnmálamenn lofi miklu en minna sé um efndir „og þess vegna held ég að það sé alveg sú staða uppi að stjórnmálin þurfi með athöfnum sínum og ákvörðunum, stefnu sinni og framkvæmd að skapa grundvöll að því að koma á einhverju samtali en ekki öfugt.“ Gylfi segist treysta Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til að taka á vandanum með öðrum hætti en forverar hennar í starfi. Samtalið sem hann hafi átt með ríkisstjórninni hafi verið jákvætt.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent