Mazda ætlar að smíða jeppa fyrir Bandaríkjamarkað Finnur Thorlacius skrifar 5. desember 2017 10:30 Mazda CX-5. Fyrir fjórum árum kynnti Mazda áætlanir sínar um að ná 400.000 bíla sölu í Bandaríkjunum á ári. Það hefur ekki gengið eftir og bæði í ár og síðasta ár hefur sala Mazda bíla minnkað í Bandaríkjunum og ekki náð 300.000 bíla sölu. Til að bregðast við þessu ætlar Mazda að smíða jeppa sem á að falla á milli CX5 jepplingsins og CX9, stærsta bíls Mazda sem fyrirtækið býður í Bandaríkjunum nú. Reyndar bauð Mazda CX7 bíl sinn áður þar en hætti síðan sölu hans. Því er enn rými fyrir bíl í þessum stærðarflokki að mati Mazda og meiningin er að setja hann á markað þar árið 2019 og stendur til að smíða þann bíl í Bandaríkjunum til að gera hann enn samkeppnishæfari. Mazda telur að þann bíl geti fyrirtækið selt í 150.000 bíla magni á ári í Bandaríkjunum, en sem dæmi þá seldi Mazda einungis þar 112.235 CX5 bíla í fyrra. Mazda segir að þessi nýi bíll muni verða allt öðruvísi en markaðurinn hefur áður séð og miklar væntingar eru til hans í herbúðum Mazda. Sala Mazda í flokki jepplinga og jeppa nemur nú 57% af heildarsölunni í Bandaríkjunum, en Mazda vill koma því hlutfalli yfir 60% markið, en ef litið er til alls markaðarins þar vestra er hlutfallið á fyrstu 9 mánuðum ársins 64%. Sala Mazda hefur fallið um 2,4% á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins í Bandaríkjunum. Mazda ætlar að kynna Mild-Hybrid tækni í bíla sína árið 2019, sem og hreinræktaðan rafmagnsbíl og tilkoma þessa, sem og nýrrar gerðar Skyactiv-X bensínvéla á einnig að aukinni sölu bíla Mazda í Bandaríkjunum. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent
Fyrir fjórum árum kynnti Mazda áætlanir sínar um að ná 400.000 bíla sölu í Bandaríkjunum á ári. Það hefur ekki gengið eftir og bæði í ár og síðasta ár hefur sala Mazda bíla minnkað í Bandaríkjunum og ekki náð 300.000 bíla sölu. Til að bregðast við þessu ætlar Mazda að smíða jeppa sem á að falla á milli CX5 jepplingsins og CX9, stærsta bíls Mazda sem fyrirtækið býður í Bandaríkjunum nú. Reyndar bauð Mazda CX7 bíl sinn áður þar en hætti síðan sölu hans. Því er enn rými fyrir bíl í þessum stærðarflokki að mati Mazda og meiningin er að setja hann á markað þar árið 2019 og stendur til að smíða þann bíl í Bandaríkjunum til að gera hann enn samkeppnishæfari. Mazda telur að þann bíl geti fyrirtækið selt í 150.000 bíla magni á ári í Bandaríkjunum, en sem dæmi þá seldi Mazda einungis þar 112.235 CX5 bíla í fyrra. Mazda segir að þessi nýi bíll muni verða allt öðruvísi en markaðurinn hefur áður séð og miklar væntingar eru til hans í herbúðum Mazda. Sala Mazda í flokki jepplinga og jeppa nemur nú 57% af heildarsölunni í Bandaríkjunum, en Mazda vill koma því hlutfalli yfir 60% markið, en ef litið er til alls markaðarins þar vestra er hlutfallið á fyrstu 9 mánuðum ársins 64%. Sala Mazda hefur fallið um 2,4% á þessum fyrstu 9 mánuðum ársins í Bandaríkjunum. Mazda ætlar að kynna Mild-Hybrid tækni í bíla sína árið 2019, sem og hreinræktaðan rafmagnsbíl og tilkoma þessa, sem og nýrrar gerðar Skyactiv-X bensínvéla á einnig að aukinni sölu bíla Mazda í Bandaríkjunum.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent