Honda Civic Type R bíll ársins hjá TopGear Magazine Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2017 16:09 Honda Civic Type R er skruggukerra. Það var ekki nóg með að Honda Civic Type R hafi verið kosinn bíll ársins hjá TopGear Magazine heldur vann hann einnig flokk “Hot Hatch”-bíla og “International editors”-verðlaunin. Því var um þrefaldan sigur að ræða hjá Honda Civic Type R. TopGear Magazine er stærsta bílatímarit sem gefið er út mánaðarlega í heiminum og er afar virt bílatímarit. Það voru blaðamenn TopGear Magazine í 22 löndum sem völdu Honda Civic Type R besta bíl ársins að þessu sinni. Honda Civic Type R kom af nýrri kynslóð á þessu ári og hann hefur fengið frábæra dóma hingað til en kannski þann allra besta með þessum tilnefningum TopGear Magazine. Honda Civic Type R er nú 306 hestöfl þrátt fyrir að sprengirými vélar hans sé aðeins 2,0 lítrar. Hann er 4,9 sekúndur í hundraðið og með hámarkshraðann 274 km/klst. Fréttir ársins 2017 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent
Það var ekki nóg með að Honda Civic Type R hafi verið kosinn bíll ársins hjá TopGear Magazine heldur vann hann einnig flokk “Hot Hatch”-bíla og “International editors”-verðlaunin. Því var um þrefaldan sigur að ræða hjá Honda Civic Type R. TopGear Magazine er stærsta bílatímarit sem gefið er út mánaðarlega í heiminum og er afar virt bílatímarit. Það voru blaðamenn TopGear Magazine í 22 löndum sem völdu Honda Civic Type R besta bíl ársins að þessu sinni. Honda Civic Type R kom af nýrri kynslóð á þessu ári og hann hefur fengið frábæra dóma hingað til en kannski þann allra besta með þessum tilnefningum TopGear Magazine. Honda Civic Type R er nú 306 hestöfl þrátt fyrir að sprengirými vélar hans sé aðeins 2,0 lítrar. Hann er 4,9 sekúndur í hundraðið og með hámarkshraðann 274 km/klst.
Fréttir ársins 2017 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent