Honda Civic Type R bíll ársins hjá TopGear Magazine Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2017 16:09 Honda Civic Type R er skruggukerra. Það var ekki nóg með að Honda Civic Type R hafi verið kosinn bíll ársins hjá TopGear Magazine heldur vann hann einnig flokk “Hot Hatch”-bíla og “International editors”-verðlaunin. Því var um þrefaldan sigur að ræða hjá Honda Civic Type R. TopGear Magazine er stærsta bílatímarit sem gefið er út mánaðarlega í heiminum og er afar virt bílatímarit. Það voru blaðamenn TopGear Magazine í 22 löndum sem völdu Honda Civic Type R besta bíl ársins að þessu sinni. Honda Civic Type R kom af nýrri kynslóð á þessu ári og hann hefur fengið frábæra dóma hingað til en kannski þann allra besta með þessum tilnefningum TopGear Magazine. Honda Civic Type R er nú 306 hestöfl þrátt fyrir að sprengirými vélar hans sé aðeins 2,0 lítrar. Hann er 4,9 sekúndur í hundraðið og með hámarkshraðann 274 km/klst. Fréttir ársins 2017 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent
Það var ekki nóg með að Honda Civic Type R hafi verið kosinn bíll ársins hjá TopGear Magazine heldur vann hann einnig flokk “Hot Hatch”-bíla og “International editors”-verðlaunin. Því var um þrefaldan sigur að ræða hjá Honda Civic Type R. TopGear Magazine er stærsta bílatímarit sem gefið er út mánaðarlega í heiminum og er afar virt bílatímarit. Það voru blaðamenn TopGear Magazine í 22 löndum sem völdu Honda Civic Type R besta bíl ársins að þessu sinni. Honda Civic Type R kom af nýrri kynslóð á þessu ári og hann hefur fengið frábæra dóma hingað til en kannski þann allra besta með þessum tilnefningum TopGear Magazine. Honda Civic Type R er nú 306 hestöfl þrátt fyrir að sprengirými vélar hans sé aðeins 2,0 lítrar. Hann er 4,9 sekúndur í hundraðið og með hámarkshraðann 274 km/klst.
Fréttir ársins 2017 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent