Jaguar XE setur hraðamet á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2017 09:44 Jaguar XE Project 8. Jaguar framleiðir sérútgáfu af XE bíl sínum sem ber nafnið Project 8 og verður hann aðeins framleiddur í 300 eintökum. Bíllinn var prófaður á Nürburgring brautinni þýsku í vikunni og þar gerði hann sér lítið fyrir og sló hraðametið á meðal fjögurra sæta “saloon”-bíla og náði hann tímanum 7:21,23 mínútur. Til þess hafði hann reyndar talsvert afl því 5,0 lítra V8 vélin undir húddi hans er 600 hestöfl og er því þessi bíll öflugasta götulöglega framleiðslugerð Jaguar. Jaguar XE Project 8 er aðeins 3,3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 322 km/klst. Kaupendur Jaguar XE Project 8 geta valið um það að fá bílinn tveggja sæta og uppsettan fyrir brautarakstur eða sem fjögurra sæta götubíl. Kaupendur hans á meginlandi Evrópu geta fengið hann með stýrinu vinstra megin. Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent
Jaguar framleiðir sérútgáfu af XE bíl sínum sem ber nafnið Project 8 og verður hann aðeins framleiddur í 300 eintökum. Bíllinn var prófaður á Nürburgring brautinni þýsku í vikunni og þar gerði hann sér lítið fyrir og sló hraðametið á meðal fjögurra sæta “saloon”-bíla og náði hann tímanum 7:21,23 mínútur. Til þess hafði hann reyndar talsvert afl því 5,0 lítra V8 vélin undir húddi hans er 600 hestöfl og er því þessi bíll öflugasta götulöglega framleiðslugerð Jaguar. Jaguar XE Project 8 er aðeins 3,3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 322 km/klst. Kaupendur Jaguar XE Project 8 geta valið um það að fá bílinn tveggja sæta og uppsettan fyrir brautarakstur eða sem fjögurra sæta götubíl. Kaupendur hans á meginlandi Evrópu geta fengið hann með stýrinu vinstra megin.
Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent