Daður Þórarinn Þórarinsson skrifar 1. desember 2017 07:00 Sú flóðbylgja uppljóstrana um kynferðislega áreitni í hinum ýmsu kimum samfélagsins er bylting og á eftir að skola burt rótgróinni myglu í samskiptum fólks af öllum kynjum. Eins og er ber mest á dólgasögum úr stjórnmálum og leiklist. Áhugavert þar sem sjaldan skortir belginginn hjá þeim sem þar komast til metorða. „Hátt að klífa, lágt að falla,“ skrifaði skáldið. Titlar og verðlaun eru ekki ávísun á líkama og tilfinningar samborgaranna. Einkennilegt þó að enn grípi menn í feyskin hálmstrá til þess að verja rétt karla til þess að tuddast og nuddast í konum. „Hva, má þá ekki lengur daðra?“ Jú. Það má. Daður er gott og sjálfstraustinu hollt að fá og veita jákvæða, hvað allir athugi, athygli. Frumforsenda daðurs er að sjálfsögðu gagnkvæmur áhugi. Engin af þeim sögum af kynferðislegri áreitni, sem hafa birst undanfarið, kemur daðri við. Daður er ekki ofbeldi og yfirgangur. Allt fólk með lágmarks tilfinningagreind veit þetta. Daður er ekki að troða tungunni upp í manneskju bara sísona. Daður er ekki að klípa í brjóst, strjúka mjaðmir eða slá í rassa þegar maður er graður. (Nú eða klípa í pung, strjúka yfir bjórvömb eða siginn rass. Svo allrar sanngirni sé gætt.) Þetta er svo einfalt að það stappar nærri sturlun að við þurfum að ræða þetta. Allt í lífinu leitar sem betur fer jafnvægis þannig að daðrið verður vonandi bara ómengað eftir þessa hundahreinsun sem nú er í gangi og greinilega útbreiddum misskilningi um eðli daðurs verður eytt. Svo lengi sem við viljum njóta lífsins og hvert annars er daðrið ómissandi og það kemur ekki til greina að það sé misnotað sem skálkaskjól slefandi frekjuhunda sem þekkja hvorki sín mörk né annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Sú flóðbylgja uppljóstrana um kynferðislega áreitni í hinum ýmsu kimum samfélagsins er bylting og á eftir að skola burt rótgróinni myglu í samskiptum fólks af öllum kynjum. Eins og er ber mest á dólgasögum úr stjórnmálum og leiklist. Áhugavert þar sem sjaldan skortir belginginn hjá þeim sem þar komast til metorða. „Hátt að klífa, lágt að falla,“ skrifaði skáldið. Titlar og verðlaun eru ekki ávísun á líkama og tilfinningar samborgaranna. Einkennilegt þó að enn grípi menn í feyskin hálmstrá til þess að verja rétt karla til þess að tuddast og nuddast í konum. „Hva, má þá ekki lengur daðra?“ Jú. Það má. Daður er gott og sjálfstraustinu hollt að fá og veita jákvæða, hvað allir athugi, athygli. Frumforsenda daðurs er að sjálfsögðu gagnkvæmur áhugi. Engin af þeim sögum af kynferðislegri áreitni, sem hafa birst undanfarið, kemur daðri við. Daður er ekki ofbeldi og yfirgangur. Allt fólk með lágmarks tilfinningagreind veit þetta. Daður er ekki að troða tungunni upp í manneskju bara sísona. Daður er ekki að klípa í brjóst, strjúka mjaðmir eða slá í rassa þegar maður er graður. (Nú eða klípa í pung, strjúka yfir bjórvömb eða siginn rass. Svo allrar sanngirni sé gætt.) Þetta er svo einfalt að það stappar nærri sturlun að við þurfum að ræða þetta. Allt í lífinu leitar sem betur fer jafnvægis þannig að daðrið verður vonandi bara ómengað eftir þessa hundahreinsun sem nú er í gangi og greinilega útbreiddum misskilningi um eðli daðurs verður eytt. Svo lengi sem við viljum njóta lífsins og hvert annars er daðrið ómissandi og það kemur ekki til greina að það sé misnotað sem skálkaskjól slefandi frekjuhunda sem þekkja hvorki sín mörk né annarra.
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun