Golf

Guðrún Brá komst í gegnum niðurskurðinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili GSÍmyndir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir komst í gegnum niðurskurðinn fyrir lokadaginn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi, þrátt fyrir að hafa spilað sinn versta hring á mótinu til þessa.

Guðrún Brá spilaði á 75 höggum í dag, þremur yfir pari vallarins, og er í 51.-58. sæti fyrir lokadaginn. Efstu 60 kylfingarnir fá að taka þátt á lokadeginum sem fer fram á morgun.

Ljóst er að hún þarf að spila betur á morgun til að eiga möguleika á að komast á Evrópumótaröðina en efstu 25 kylfingarnir á þessu móti fá þátttökurétt á mótaröð næsta tímabils.

Þeir kylfingar sem eru í 24.-25. sæti nú eru á fjórum höggum undir pari vallarins, fimm höggum á undan Guðrúnu.

Guðrún Brá fékk einn fugl í dag og fjóra skolla, þar af þrjá á fyrri níu holunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×