Mun Gylfi refsa sínu gamla liði? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. desember 2017 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson verður í sviðsljósinu í kvöld þegar hann mætir á sinn gamla heimavöll í Wales, þegar Swansea tekur á móti Everton. Gylfi fór eins og frægt er til Everton í sumar fyrir 45 milljónir punda og varð um leið dýrasti leikmaður félagsins. Hann byrjaði af krafti með marki frá miðju í Evrópuleik gegn Hajduk Split en átti erfitt uppdráttar framan af tímabili í ensku úrvalsdeildinni, rétt eins og aðrir leikmenn Everton.Sjá einnig:Gylfi á skotskónum í fyrsta leik Allardyce Svo illa gekk að Ronald Koeman var látinn fara og Sam Allardyce ráðinn í hans stað. Everton hefur undir hans stjórn spilað betur, fengið tíu stig af tólf mögulegum í síðustu leikjum og náð að lyfta sér um leið úr fallslagnum og upp í miðja deild. Sam Allardyce segir að staða Gylfa sé skiljanleg. Hann fékk ekkert undirbúningstímabil í sumar og var lengi í sviðsljósinu vegna yfirvofandi félagaskipta sinna til Everton, sem tók mjög langan tíma að fá í gegn. Þá sé allt annað mál að spila fyrir Everton en Swansea.Gylfi Þór.Vísir/GettyKrafan meiri hjá Everton„Með fullri virðingu fyrir Swansea. En hjá Everton ertu að spila á mun stærra sviði. Maður verður að vera með sterkari bein því krafan um að spila vel er stærri hjá Everton,“ sagði Allardyce. Adam Bate, sérfræðingur Sky Sports, skoðar stöðu Gylfa hjá Everton og stöðu Swansea án Gylfa í ítarlegri úttekt sem birtist í dag. Sjá einnig: Gylfi: Það kom neisti með Allardyce sem ég hlakka til að starfa með Swansea situr í neðsta sæti ensku deildarinnar og er því í sömu vandræðum og liðið var í stærstan hluta síðasta tímabils. Munurinn er hins vegar sá að Gylfi leysti félagið úr snörunni á vormánuðum en félaginu hefur gengið illa að finna verðugan eftirmann hans. Eftirmaður Gylfa ekki fundinn Bate bendir á að Swansea sé búið að skora aðeins níu mörk í ár en á þessum tímapunkti í fyrra var Gylfi kominn með fimm mörk og fimm stoðsendingar fyrir hvítklæddu svanina. Renato Sanches, sem kom í haust sem lánsmaður frá Bayern München, hefur helst unnið sér það til frægðar að gefa á auglýsingaskilti í leik gegn Chelsea í síðasta mánuði. Hann hefur ekki enn skorað fyrir Swansea í deildinni, né heldur gefið stoðsendingu. Bate fjallar einnig um föstu leikatriðin hans Gylfa, sem Swansea saknar sárt, sem og hvernig Everton getur nýtt sér þau enn betur en liðið hefur gert hingað til á tímabilinu. Hér fyrir neðan má sjá myndband um leikinn í kvöld sem hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Enski boltinn Tengdar fréttir Stóri Sam: Skil ekki hvernig Everton fékk svona mörg mörk á sig áður en ég kom Everton vann 1-0 sigur á Newcastle í gær og hefur aðeins fengið á sig eitt mark í síðustu fjórum leikjum. 14. desember 2017 11:00 „Líklega besti leikur Gylfa fyrir Everton“ Gylfi Þór Sigurðsson er að hjálpa til við að snúa við gengi Everton í ensku úrvalsdeildinni. 14. desember 2017 12:00 Klopp: Gylfi fæddur í að taka föst leikatriði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, býst við erfiðum leik þegar Everton mætir á Anfield á sunnudaginn. 8. desember 2017 15:00 Gylfi og félagar fá ekkert jólapartí Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Everton, hefur slegið árlegan jólafögnuð leikmanna liðsins af. Hann segir að liðið verði að koma sér í betri stöðu áður en það fagni. 13. desember 2017 10:30 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson verður í sviðsljósinu í kvöld þegar hann mætir á sinn gamla heimavöll í Wales, þegar Swansea tekur á móti Everton. Gylfi fór eins og frægt er til Everton í sumar fyrir 45 milljónir punda og varð um leið dýrasti leikmaður félagsins. Hann byrjaði af krafti með marki frá miðju í Evrópuleik gegn Hajduk Split en átti erfitt uppdráttar framan af tímabili í ensku úrvalsdeildinni, rétt eins og aðrir leikmenn Everton.Sjá einnig:Gylfi á skotskónum í fyrsta leik Allardyce Svo illa gekk að Ronald Koeman var látinn fara og Sam Allardyce ráðinn í hans stað. Everton hefur undir hans stjórn spilað betur, fengið tíu stig af tólf mögulegum í síðustu leikjum og náð að lyfta sér um leið úr fallslagnum og upp í miðja deild. Sam Allardyce segir að staða Gylfa sé skiljanleg. Hann fékk ekkert undirbúningstímabil í sumar og var lengi í sviðsljósinu vegna yfirvofandi félagaskipta sinna til Everton, sem tók mjög langan tíma að fá í gegn. Þá sé allt annað mál að spila fyrir Everton en Swansea.Gylfi Þór.Vísir/GettyKrafan meiri hjá Everton„Með fullri virðingu fyrir Swansea. En hjá Everton ertu að spila á mun stærra sviði. Maður verður að vera með sterkari bein því krafan um að spila vel er stærri hjá Everton,“ sagði Allardyce. Adam Bate, sérfræðingur Sky Sports, skoðar stöðu Gylfa hjá Everton og stöðu Swansea án Gylfa í ítarlegri úttekt sem birtist í dag. Sjá einnig: Gylfi: Það kom neisti með Allardyce sem ég hlakka til að starfa með Swansea situr í neðsta sæti ensku deildarinnar og er því í sömu vandræðum og liðið var í stærstan hluta síðasta tímabils. Munurinn er hins vegar sá að Gylfi leysti félagið úr snörunni á vormánuðum en félaginu hefur gengið illa að finna verðugan eftirmann hans. Eftirmaður Gylfa ekki fundinn Bate bendir á að Swansea sé búið að skora aðeins níu mörk í ár en á þessum tímapunkti í fyrra var Gylfi kominn með fimm mörk og fimm stoðsendingar fyrir hvítklæddu svanina. Renato Sanches, sem kom í haust sem lánsmaður frá Bayern München, hefur helst unnið sér það til frægðar að gefa á auglýsingaskilti í leik gegn Chelsea í síðasta mánuði. Hann hefur ekki enn skorað fyrir Swansea í deildinni, né heldur gefið stoðsendingu. Bate fjallar einnig um föstu leikatriðin hans Gylfa, sem Swansea saknar sárt, sem og hvernig Everton getur nýtt sér þau enn betur en liðið hefur gert hingað til á tímabilinu. Hér fyrir neðan má sjá myndband um leikinn í kvöld sem hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Enski boltinn Tengdar fréttir Stóri Sam: Skil ekki hvernig Everton fékk svona mörg mörk á sig áður en ég kom Everton vann 1-0 sigur á Newcastle í gær og hefur aðeins fengið á sig eitt mark í síðustu fjórum leikjum. 14. desember 2017 11:00 „Líklega besti leikur Gylfa fyrir Everton“ Gylfi Þór Sigurðsson er að hjálpa til við að snúa við gengi Everton í ensku úrvalsdeildinni. 14. desember 2017 12:00 Klopp: Gylfi fæddur í að taka föst leikatriði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, býst við erfiðum leik þegar Everton mætir á Anfield á sunnudaginn. 8. desember 2017 15:00 Gylfi og félagar fá ekkert jólapartí Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Everton, hefur slegið árlegan jólafögnuð leikmanna liðsins af. Hann segir að liðið verði að koma sér í betri stöðu áður en það fagni. 13. desember 2017 10:30 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Stóri Sam: Skil ekki hvernig Everton fékk svona mörg mörk á sig áður en ég kom Everton vann 1-0 sigur á Newcastle í gær og hefur aðeins fengið á sig eitt mark í síðustu fjórum leikjum. 14. desember 2017 11:00
„Líklega besti leikur Gylfa fyrir Everton“ Gylfi Þór Sigurðsson er að hjálpa til við að snúa við gengi Everton í ensku úrvalsdeildinni. 14. desember 2017 12:00
Klopp: Gylfi fæddur í að taka föst leikatriði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, býst við erfiðum leik þegar Everton mætir á Anfield á sunnudaginn. 8. desember 2017 15:00
Gylfi og félagar fá ekkert jólapartí Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Everton, hefur slegið árlegan jólafögnuð leikmanna liðsins af. Hann segir að liðið verði að koma sér í betri stöðu áður en það fagni. 13. desember 2017 10:30