VW Arteon R verður 404 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2017 09:46 Volkswagen Arteon verður í boði með 404 hestafla vél. Volkswagen hefur ekki farið leint með áhuga sinn á að fjölga bílum með stafinn R í endann, en hann stendur fyrir öflugar útgáfur þekktra bílgerð Volkswagen bíla. Hinn nýi Arteon bíll Volkswagen mun einmitt fá slíkan fulltrúa og verður sá bíll með 6 strokka, 3,0 lítra forþjöppuvél sem skilar 404 hestöflum til allra hjóla bílsins. Sumir hafa ýjað að því að þessi útfærsla bílsins sé ekki síst hugsuð í samkeppninni við hinn nýja Kia Stinger sem skartar 370 hestafla vél. Þá hefur einnig heyrst að Volkswagen hugi að “shooting-brake”-útfærslu af Arteon bílnum. Öflugasta gerð Volkswagen Arteon í dag er 276 hestöfl og því er þessi fyrirhugaða nýja gerð hans heilum 128 hestöflum öflugri og fyrir vikið verður þarna um að ræða sannkallaðan úlf í sauðagæru. Ekki er talið líklegt að Volkswagen Arteon R verði í boði beinskiptur. Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent
Volkswagen hefur ekki farið leint með áhuga sinn á að fjölga bílum með stafinn R í endann, en hann stendur fyrir öflugar útgáfur þekktra bílgerð Volkswagen bíla. Hinn nýi Arteon bíll Volkswagen mun einmitt fá slíkan fulltrúa og verður sá bíll með 6 strokka, 3,0 lítra forþjöppuvél sem skilar 404 hestöflum til allra hjóla bílsins. Sumir hafa ýjað að því að þessi útfærsla bílsins sé ekki síst hugsuð í samkeppninni við hinn nýja Kia Stinger sem skartar 370 hestafla vél. Þá hefur einnig heyrst að Volkswagen hugi að “shooting-brake”-útfærslu af Arteon bílnum. Öflugasta gerð Volkswagen Arteon í dag er 276 hestöfl og því er þessi fyrirhugaða nýja gerð hans heilum 128 hestöflum öflugri og fyrir vikið verður þarna um að ræða sannkallaðan úlf í sauðagæru. Ekki er talið líklegt að Volkswagen Arteon R verði í boði beinskiptur.
Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent