Víkingur brillerar Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 16. desember 2017 14:55 Það er kannski eðli máls samkvæmt að það sem aflaga fer í samfélaginu ratar fremur í fréttir en þegar allt gengur vel. Ef fréttirnar einar réðu því hvernig andlegt ástand okkar stendur af sér, þá værum við vart á vetur setjandi. En svo koma öðru hvoru ótrúlega jákvæðar og flottar fréttir sem minna mann á að út um allt er verið að gera frábæra hluti, í efnahagslífinu, í stjórnmálum og í menningarlífinu. Fyrir nokkrum dögum las ég frétt um að The New York Times hefði valið diskinn hans Víkings Heiðars sem einn af tuttu og fimm bestu diskum ársins. Það er alveg ótrúlega flott og ánægjulegt og ástæða fyrir okkur að vera stolt yfir afrekum þessa landa okkar. Víkingur var þarna í hópi fremstu tónlistarmanna heims, sómdi sér greinilega vel á meðal þeirra og augljóst að við megum búast við miklu af honum á næstu árum og áratugum. Ég keypti Glass diskinn eins og margir þegar hann kom út. Ég þekkti ekki verkin, en það hefur farið fyrir mér eins og fleirum að ég spila hann aftur og aftur og finnst hann betri og betri. En það hjálpar líka til að ég hef hlustað á Víking ræða um tónlistina og spila tóndæmi til skýringar en við það varð allt dýpra og meira gefandi. Víkingi er nefnilega ekki bara sú list gefin að spila á píanó þannig að heimurinn taki eftir, hann hefur líka frábæra gáfu þegar kemur að því að tala um tónlist og útskýra fyrir okkur, þessu venjulega fólki, leyndardóma tónlistarinnar. Til hamingju Víkingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun
Það er kannski eðli máls samkvæmt að það sem aflaga fer í samfélaginu ratar fremur í fréttir en þegar allt gengur vel. Ef fréttirnar einar réðu því hvernig andlegt ástand okkar stendur af sér, þá værum við vart á vetur setjandi. En svo koma öðru hvoru ótrúlega jákvæðar og flottar fréttir sem minna mann á að út um allt er verið að gera frábæra hluti, í efnahagslífinu, í stjórnmálum og í menningarlífinu. Fyrir nokkrum dögum las ég frétt um að The New York Times hefði valið diskinn hans Víkings Heiðars sem einn af tuttu og fimm bestu diskum ársins. Það er alveg ótrúlega flott og ánægjulegt og ástæða fyrir okkur að vera stolt yfir afrekum þessa landa okkar. Víkingur var þarna í hópi fremstu tónlistarmanna heims, sómdi sér greinilega vel á meðal þeirra og augljóst að við megum búast við miklu af honum á næstu árum og áratugum. Ég keypti Glass diskinn eins og margir þegar hann kom út. Ég þekkti ekki verkin, en það hefur farið fyrir mér eins og fleirum að ég spila hann aftur og aftur og finnst hann betri og betri. En það hjálpar líka til að ég hef hlustað á Víking ræða um tónlistina og spila tóndæmi til skýringar en við það varð allt dýpra og meira gefandi. Víkingi er nefnilega ekki bara sú list gefin að spila á píanó þannig að heimurinn taki eftir, hann hefur líka frábæra gáfu þegar kemur að því að tala um tónlist og útskýra fyrir okkur, þessu venjulega fólki, leyndardóma tónlistarinnar. Til hamingju Víkingur.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun