Ráðherra bauð í hundruð þúsunda króna kvöldverð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. desember 2017 07:00 Gestir ráðherra snæddu þriggja rétta kvöldverð í Bláa lóninu. vísir/GVA Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið bauð á þriðja tug gesta Arctic Circle-ráðstefnunnar í október í þriggja rétta kvöldverð í Bláa lóninu. Kostnaður vegna boðsins nam rúmum 400 þúsund krónum. Meðal gesta voru þrettán manna sendinefnd frá Kyrrahafseyjum, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, aðstoðarmaður hans, fulltrúar fyrirtækja í Grindavík og starfsmenn ráðuneyta. Kostnaðinn við boðið er að finna á vefsíðunni Opnir reikningar ríkisins, sem tekinn var í gagnið í september síðastliðnum og er ætlað að bæta aðgengi að fjárhagsupplýsingum ríkisins. Gagnagrunnurinn nær aftur til ágúst þar sem skoða má yfirlit yfir greidda reikninga úr bókhaldi ráðuneytanna. Reikningurinn frá Bláa lóninu hljóðaði upp á 401.300 krónur vegna risnu en samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu voru 27 manns í mat umrætt sinn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.vísir/ernir Arctic Circle-ráðstefnan fór fram 11.-15. október og kom sendinefnd frá Kyrrahafseyjum til landsins í tengslum við hana. Að kvöldi 11. október, að lokinni heimsókn föruneytisins til fyrirtækja í Grindavík, bauð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hópnum og fulltrúum fyrirtækjanna sem heimsótt voru til kvöldverðar í Bláa lóninu. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu var um þriggja rétta máltíð að ræða. Miðað við fjölda gesta og heildarkostnað jafngildir það að hver og einn reikningur hafi hljóðað upp á tæpar 15 þúsund krónur. Ráðuneytið greiddi reikninginn í síðasta mánuði og birtist hann nú á dögunum í nóvemberyfirliti Opinna reikninga. Þó algengt sé að risnu af þessu tagi sé að finna í reikningum ráðuneytanna þá er kvöldverðarboðið í Bláa lóninu það dýrasta á því tímabili sem gagnagrunnurinn nær til. Birtist í Fréttablaðinu Hringborð norðurslóða Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið bauð á þriðja tug gesta Arctic Circle-ráðstefnunnar í október í þriggja rétta kvöldverð í Bláa lóninu. Kostnaður vegna boðsins nam rúmum 400 þúsund krónum. Meðal gesta voru þrettán manna sendinefnd frá Kyrrahafseyjum, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, aðstoðarmaður hans, fulltrúar fyrirtækja í Grindavík og starfsmenn ráðuneyta. Kostnaðinn við boðið er að finna á vefsíðunni Opnir reikningar ríkisins, sem tekinn var í gagnið í september síðastliðnum og er ætlað að bæta aðgengi að fjárhagsupplýsingum ríkisins. Gagnagrunnurinn nær aftur til ágúst þar sem skoða má yfirlit yfir greidda reikninga úr bókhaldi ráðuneytanna. Reikningurinn frá Bláa lóninu hljóðaði upp á 401.300 krónur vegna risnu en samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu voru 27 manns í mat umrætt sinn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.vísir/ernir Arctic Circle-ráðstefnan fór fram 11.-15. október og kom sendinefnd frá Kyrrahafseyjum til landsins í tengslum við hana. Að kvöldi 11. október, að lokinni heimsókn föruneytisins til fyrirtækja í Grindavík, bauð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hópnum og fulltrúum fyrirtækjanna sem heimsótt voru til kvöldverðar í Bláa lóninu. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu var um þriggja rétta máltíð að ræða. Miðað við fjölda gesta og heildarkostnað jafngildir það að hver og einn reikningur hafi hljóðað upp á tæpar 15 þúsund krónur. Ráðuneytið greiddi reikninginn í síðasta mánuði og birtist hann nú á dögunum í nóvemberyfirliti Opinna reikninga. Þó algengt sé að risnu af þessu tagi sé að finna í reikningum ráðuneytanna þá er kvöldverðarboðið í Bláa lóninu það dýrasta á því tímabili sem gagnagrunnurinn nær til.
Birtist í Fréttablaðinu Hringborð norðurslóða Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Sjá meira