Ósómaljóð í Gamla bíó Magnús Guðmundsson skrifar 16. desember 2017 14:00 Magga Stína er meðlimur Ósæmilegrar hljómsveitar sem kemur fram í Gamla bíó á mánudag. Visir/Vilhelm Næstkomandi mánudagskvöld klukkan 20 verða tónleikar í Gamla bió í tilefni af útgáfu Ósómaljóða Þorvaldar Þorsteinssonar í flutningi Megasar ásamt Skúla Sverrissyni og Ósæmilegri hljómsveit. Ósómaljóð komu út á vínylplötu og geisladiski hjá Mengi Records síðastliðinn föstudag. Magga Stína er meðal þeirra sem skipa Ósæmilegu hljómsveitina en hún segist sjálf skipa bakvarðasveitina ásamt fjölmörgum snillingum en það séu hins vegar Megas og Skúli sem leiði þetta áfram. „Ég hef í raun eiginlega gert minnst af öllum en þetta er líka svona vinahópur Þorvaldar heitins sem stendur að þessu.“ Þorvaldur Þorsteinsson listamaður féll frá langt fyrir aldur fram í febrúar árið 2013, eftir einstaklega fjölbreyttan og gifturíkan feril. Á meðal verka sem Þorvaldur skildi eftir sig voru Ósómaljóðin en þau voru einnig flutt á stórtónleikum í Gamla bíó á Listahátíð í Reykjavík árið 2015. Magga Stína segir að vitneskjan um tilurð þessara ljóða væri þó í stóra samhenginu í raun frekar nýtilkomin. „Hann hafði tekið upp kassettu með þessu í Hollandi fyrir margt löngu þar sem Þorvaldur flutti eigin lög og texta með miklum tilþrifum. Svo voru þessir textar notaðir seinna í leikritinu hans Lífið –notkunarreglur sem var sett upp af Leikfélagi Akureyrar og Nemendaleikhúsinu. En þá var það Megas sem samdi lög við þessa dásamlegu texta og ég útsetti. Þetta eru lögin við þessi ljóð sem var svo ákveðið að færa í búning og gefa út.“ Margrét segir að það sem geri Ósómaljóðin svo einstök sé í raun hvernig þau endurspegli Þorvald. „Þau tala til okkar eins og hann gerði á sinn einstaka hátt. „Sem listamaður hafði hann svo miklu að miðla og með kímnigáfu sinni bjó hann yfir einstökum hæfileika til þess að sýna heiminum fram á fáránleika sinn. Hann var mikill og góður íslenskumaður auk þess að vera alveg trylltur húmoristi þó hann hafi verið í kaldhæðnari kantinum. Það eitt og sér að Megas skuli taka sig til og semja tónlist við texta Þorvaldar segir í raun allt sem segja þarf um hvað Ósómaljóðin eru frábær. Þorvaldur var öðlingur og engum líkur. Í senn bjartari og svartari en andskotinn.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. desember. Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Næstkomandi mánudagskvöld klukkan 20 verða tónleikar í Gamla bió í tilefni af útgáfu Ósómaljóða Þorvaldar Þorsteinssonar í flutningi Megasar ásamt Skúla Sverrissyni og Ósæmilegri hljómsveit. Ósómaljóð komu út á vínylplötu og geisladiski hjá Mengi Records síðastliðinn föstudag. Magga Stína er meðal þeirra sem skipa Ósæmilegu hljómsveitina en hún segist sjálf skipa bakvarðasveitina ásamt fjölmörgum snillingum en það séu hins vegar Megas og Skúli sem leiði þetta áfram. „Ég hef í raun eiginlega gert minnst af öllum en þetta er líka svona vinahópur Þorvaldar heitins sem stendur að þessu.“ Þorvaldur Þorsteinsson listamaður féll frá langt fyrir aldur fram í febrúar árið 2013, eftir einstaklega fjölbreyttan og gifturíkan feril. Á meðal verka sem Þorvaldur skildi eftir sig voru Ósómaljóðin en þau voru einnig flutt á stórtónleikum í Gamla bíó á Listahátíð í Reykjavík árið 2015. Magga Stína segir að vitneskjan um tilurð þessara ljóða væri þó í stóra samhenginu í raun frekar nýtilkomin. „Hann hafði tekið upp kassettu með þessu í Hollandi fyrir margt löngu þar sem Þorvaldur flutti eigin lög og texta með miklum tilþrifum. Svo voru þessir textar notaðir seinna í leikritinu hans Lífið –notkunarreglur sem var sett upp af Leikfélagi Akureyrar og Nemendaleikhúsinu. En þá var það Megas sem samdi lög við þessa dásamlegu texta og ég útsetti. Þetta eru lögin við þessi ljóð sem var svo ákveðið að færa í búning og gefa út.“ Margrét segir að það sem geri Ósómaljóðin svo einstök sé í raun hvernig þau endurspegli Þorvald. „Þau tala til okkar eins og hann gerði á sinn einstaka hátt. „Sem listamaður hafði hann svo miklu að miðla og með kímnigáfu sinni bjó hann yfir einstökum hæfileika til þess að sýna heiminum fram á fáránleika sinn. Hann var mikill og góður íslenskumaður auk þess að vera alveg trylltur húmoristi þó hann hafi verið í kaldhæðnari kantinum. Það eitt og sér að Megas skuli taka sig til og semja tónlist við texta Þorvaldar segir í raun allt sem segja þarf um hvað Ósómaljóðin eru frábær. Þorvaldur var öðlingur og engum líkur. Í senn bjartari og svartari en andskotinn.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. desember.
Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira