Hraðhleðslustöðvar ON orðnar 20 talsins Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2017 11:05 Fyrsti bíllinn hlaðinn á nýrri hraðhleðslustöð ON á Djúpavogi. Í árslok 2018 verða hraðhleðslustöðvar Orku Náttúrunnar (ON) orðnar 50 talsins og dreifðar um allt land. Nú eru þær orðnar 20 og sú nýjasta var opnuð á Djúpavogi í vikunni. Það var Ólöf Rún Stefánsdóttir rafbílaeigandi sem hlóð bílinn sinn á Djúpavogi í vikunni þegar tuttugasta hlaða ON var tekin þar í notkun og sést hún hér á mynd hlaða bíl sinn. Hleðslustöðin er hvorttveggja búin hraðhleðslu fyrir rafbíla og hefðbundna hleðslu. Hleðslustöðin á Djúpavogi er við veitingastaðinn Voginn. ON, sem hefur einsett sér að varða hringveginn hleðslustöðvum, mun á næstu dögum opna hlöður við Jökulsárlón og í Freysnesi sunnan Vatnajökuls og á Egilsstöðum. Á næstu vikum bætast svo við hlöður á Stöðvarfirði, við Minni-Borg í Grímsnesi, við Mývatn og við þjónustustöðvar N1 hvorttveggja við Lækjargötu í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ. Hleðslustöðvar ON verða orðnar fleiri en 50 í árslok 2018. ON á í samstarfi við fjölda aðila um þessa uppbyggingu hleðslustöðvanets um landið. Einna mikilvægastir eru þeir sem leggja til aðstöðu fyrir hlöðurnar og hefur N1 leikið þar stórt hlutverk. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent
Í árslok 2018 verða hraðhleðslustöðvar Orku Náttúrunnar (ON) orðnar 50 talsins og dreifðar um allt land. Nú eru þær orðnar 20 og sú nýjasta var opnuð á Djúpavogi í vikunni. Það var Ólöf Rún Stefánsdóttir rafbílaeigandi sem hlóð bílinn sinn á Djúpavogi í vikunni þegar tuttugasta hlaða ON var tekin þar í notkun og sést hún hér á mynd hlaða bíl sinn. Hleðslustöðin er hvorttveggja búin hraðhleðslu fyrir rafbíla og hefðbundna hleðslu. Hleðslustöðin á Djúpavogi er við veitingastaðinn Voginn. ON, sem hefur einsett sér að varða hringveginn hleðslustöðvum, mun á næstu dögum opna hlöður við Jökulsárlón og í Freysnesi sunnan Vatnajökuls og á Egilsstöðum. Á næstu vikum bætast svo við hlöður á Stöðvarfirði, við Minni-Borg í Grímsnesi, við Mývatn og við þjónustustöðvar N1 hvorttveggja við Lækjargötu í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ. Hleðslustöðvar ON verða orðnar fleiri en 50 í árslok 2018. ON á í samstarfi við fjölda aðila um þessa uppbyggingu hleðslustöðvanets um landið. Einna mikilvægastir eru þeir sem leggja til aðstöðu fyrir hlöðurnar og hefur N1 leikið þar stórt hlutverk.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent