Dálítið góður jólakokteill Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. desember 2017 10:45 Sönghópurinn Elfur ætlar að láta raddirnar hljóma í Fríkirkjunni í Reykjavík í kvöld. Sönghópurinn Elfur heldur jólatónleika í kvöld klukkan 20 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þar eru á ferðinni sex atvinnusöngkonur sem spanna vítt raddsvið. Þetta eru þær Hulda Dögg Proppé sópran, Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sópran, Rakel Edda Guðmundsdóttir sópran, Auður Guðjohnsen alt, Lilja Dögg Gunnarsdóttir alt og Svanfríður Hlín Gunnarsdóttir alt. „Þetta er dálítið góður jólakokteill,“ segir Auður um prógrammið og tekur fram að þær stöllur syngi a cappella, það er að segja tónlist sem er eingöngu fyrir raddir. „Það er ekki mikið um svoleiðis tónleika,“ bendir hún á og kveðst telja dagskrána metnaðarfulla og glæsilega. „Við syngjum jólalög í bland við önnur og þetta eru meðal annars útsetningar eftir okkur í hópnum. Við erum nokkrar þar sem erum dálítið að útsetja og græjum texta sjálfar við lög sem eru ekki með íslenskum texta.“ Þetta er greinilega fjölhæfur hópur sem gengur í verkin og gerir það sem gera þarf, meðal annars að yrkja. En er ekki eitthvað á dagskránni sem almenningur þekkir? „Jú, jú,“ svarar Auður sannfærandi. „Þetta eru alveg lög sem fólk þekkir. Raddirnar okkar sjá bara um undirleikinn og því útsetjum við þau fyrir raddirnar.“ Menning Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sönghópurinn Elfur heldur jólatónleika í kvöld klukkan 20 í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þar eru á ferðinni sex atvinnusöngkonur sem spanna vítt raddsvið. Þetta eru þær Hulda Dögg Proppé sópran, Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sópran, Rakel Edda Guðmundsdóttir sópran, Auður Guðjohnsen alt, Lilja Dögg Gunnarsdóttir alt og Svanfríður Hlín Gunnarsdóttir alt. „Þetta er dálítið góður jólakokteill,“ segir Auður um prógrammið og tekur fram að þær stöllur syngi a cappella, það er að segja tónlist sem er eingöngu fyrir raddir. „Það er ekki mikið um svoleiðis tónleika,“ bendir hún á og kveðst telja dagskrána metnaðarfulla og glæsilega. „Við syngjum jólalög í bland við önnur og þetta eru meðal annars útsetningar eftir okkur í hópnum. Við erum nokkrar þar sem erum dálítið að útsetja og græjum texta sjálfar við lög sem eru ekki með íslenskum texta.“ Þetta er greinilega fjölhæfur hópur sem gengur í verkin og gerir það sem gera þarf, meðal annars að yrkja. En er ekki eitthvað á dagskránni sem almenningur þekkir? „Jú, jú,“ svarar Auður sannfærandi. „Þetta eru alveg lög sem fólk þekkir. Raddirnar okkar sjá bara um undirleikinn og því útsetjum við þau fyrir raddirnar.“
Menning Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira