Renault hefur framleiðslu Alpine A110 Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2017 09:41 Renault Alpine A110 og sá gamli í forgrunni. Eftir 22 ára framleiðsluhlé á Alpine sportbílum er Renault nú að hefja framleiðslu á nýjum Alpine bíl sem ber nafnið A110. Renault hefur fjárfest fyrir 4,4 milljarða króna í uppfærslu þeirrar verksmiðju þar sem bíllinn verður framleiddur, en hún er staðsett í Dieppe í N-Frakklandi. Í fyrstu mun Renault framleiða 1.955 eintök af limited edition eintökum af bílnum goðsagnarkennda. Nýr Alpine A110 hefur skýr útlitseinkenni hins gamla Alpine bíls sem framleiddur var á árunum 1961 til 1977. Renault kynnti hinn nýja Alpine A110 bíl á Genfarsýningunni fyrr í ár og sagði í leiðinni frá því að verð bílsins verði 58.000 evrur, eða um 7 milljónir króna. Í leiðinni greindi Renault frá því að einnig verði smíðuð keppnisútgáfa bílsins og að verð hans verði öllu hærra, eða um 12,5 milljónir króna. Fyrstu eintökin af Alpine A110 munu verða afgreidd til fyrstu kaupenda hans á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent
Eftir 22 ára framleiðsluhlé á Alpine sportbílum er Renault nú að hefja framleiðslu á nýjum Alpine bíl sem ber nafnið A110. Renault hefur fjárfest fyrir 4,4 milljarða króna í uppfærslu þeirrar verksmiðju þar sem bíllinn verður framleiddur, en hún er staðsett í Dieppe í N-Frakklandi. Í fyrstu mun Renault framleiða 1.955 eintök af limited edition eintökum af bílnum goðsagnarkennda. Nýr Alpine A110 hefur skýr útlitseinkenni hins gamla Alpine bíls sem framleiddur var á árunum 1961 til 1977. Renault kynnti hinn nýja Alpine A110 bíl á Genfarsýningunni fyrr í ár og sagði í leiðinni frá því að verð bílsins verði 58.000 evrur, eða um 7 milljónir króna. Í leiðinni greindi Renault frá því að einnig verði smíðuð keppnisútgáfa bílsins og að verð hans verði öllu hærra, eða um 12,5 milljónir króna. Fyrstu eintökin af Alpine A110 munu verða afgreidd til fyrstu kaupenda hans á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent