Nýr Defender á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2017 09:24 Ekki er víst að nýr Defender muni líta svona út. Nú fer brátt að líða ár síðan Land Rover hætti alveg framleiðslu frægustu bílgerðar sinnar, þ.e. Defender jeppanum sem framleiddur var svo til óbreyttur í útliti samfellt í 67 ár. Framleiðslan hætti í Solihull verksmiðjunni þann 29. Janúar síðastliðinn. Síðan þá hafa Land Rover menn unnið að nýrri gerð Defender og verður hann kynntur til leiks seint á næsta ári og fjöldaframleiðsla hans komin í fullan gang í byrjun árs 2019. Það verður því um það bil tveggja ára framleiðsluhlé á Defender jeppanum. Haft er eftir þeim Land Rover mönnum að nýr Defender verði ekki útlitslega með “retro”-skírskotun til gamla Defender bílsins, heldur verði þar á ferð nútímaleg hönnun. Defender verður í boði í tveimur lengdum og hann verður einnig á seinni stigum boðinn sem pallbíll. Land Rover gerir ráð fyrir að selja um 100.000 eintök af Defender á hverju ári. Talandi um nýja jeppa þá er margt á leiðinni frá bílaframleiðendum heimsins og má þar nefna nýjan Wrangler, Bronco, Mercedes Benz G-Class, Suzuki Jimny og nýjan lítinn jeppa frá Toyota sem mun fá útlitseinkeni frá tilraunabílunum FT-4X og FT-AC. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent
Nú fer brátt að líða ár síðan Land Rover hætti alveg framleiðslu frægustu bílgerðar sinnar, þ.e. Defender jeppanum sem framleiddur var svo til óbreyttur í útliti samfellt í 67 ár. Framleiðslan hætti í Solihull verksmiðjunni þann 29. Janúar síðastliðinn. Síðan þá hafa Land Rover menn unnið að nýrri gerð Defender og verður hann kynntur til leiks seint á næsta ári og fjöldaframleiðsla hans komin í fullan gang í byrjun árs 2019. Það verður því um það bil tveggja ára framleiðsluhlé á Defender jeppanum. Haft er eftir þeim Land Rover mönnum að nýr Defender verði ekki útlitslega með “retro”-skírskotun til gamla Defender bílsins, heldur verði þar á ferð nútímaleg hönnun. Defender verður í boði í tveimur lengdum og hann verður einnig á seinni stigum boðinn sem pallbíll. Land Rover gerir ráð fyrir að selja um 100.000 eintök af Defender á hverju ári. Talandi um nýja jeppa þá er margt á leiðinni frá bílaframleiðendum heimsins og má þar nefna nýjan Wrangler, Bronco, Mercedes Benz G-Class, Suzuki Jimny og nýjan lítinn jeppa frá Toyota sem mun fá útlitseinkeni frá tilraunabílunum FT-4X og FT-AC.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent