Innlent

Yfir sjö hundruð tilnefningar til manns ársins 2017

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tilnefndu þína konu, karl eða hóp hér að neðan.
Tilnefndu þína konu, karl eða hóp hér að neðan. Vísir

Rúmlega sjö hundruð tillögur hafa borist frá lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar um hver eigi skilið nafnbótina maður ársins 2017. Opnað var fyrir tilnefningar þann 8. desember en frestur til að tilnefna rennur út á morgun. Tekið er við tilnefningum hér að neðan.

Ritstjórn Vísis og Reykjavík Síðdegis fara sameiginlega yfir innsendar tilnefningar og í kjölfarið hefst atkvæðagreiðsla. Einstaklingurinn verður heiðraður í árlegum áramótaþætti Reykjavík árdegis á gamlársdag.

Í tilnefningunni þarf nafn viðkomandi að koma fram auk upplýsinga um hvers vegna viðkomandi á skilið að vera útnefndur sem Maður ársins 2017. Farið verður yfir tilnefningar með tilliti til rökstuðnings og fjölda tilnefninga sem hver og einn fær. Atkvæðagreiðsla fer svo fram á Vísi yfir jólin.

Landsliðshópur Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016 var maður ársins í fyrra. Hér má sjá þau tíu sem tilnefnd voru sem maður ársins í fyrra.

Tilnefndu þína konu, karl eða hóp hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×