Sýru, hass og heróín, háskasveppi, kókaín ... Jakob Bjarnar skrifar 14. desember 2017 11:53 Dr. Ragnar Ingi les í bók sinni. Á aðventu er gaman að rýna í nýjustu bóksölulista og ef að er gáð kemur á daginn að efst á lista yfir mest seldu ljóðabækurnar er Gamanvísnabókin. Sem ætti að færa okkur heim sanninn um að ferskeytlan, þetta forna ljóðform sem hefur verið Íslendingum hugleikin aftur í aldir, lifir góðu lífi. Það er hinn afar vinsæli kennari til fjölda ára og fræðimaður, Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku Jökuldal, doktor í bragfræðum, sem tók saman. Þarna er safn fyndnustu, snjöllustu og furðulegustu vísum sem samdar hafa verð af íslenskum hagyrðingum, hvorki meira né minna. Vísir birtir hér nokkrar þessara vísna, lesendum til skemmtunar: Að skilnaði mælti’ hún „I miss you so much that I now have to kiss you!“ – En mér fannst það alls ekkert issue og afhenti konunni tissue.Bjarki Karlsson ... Í janúar svo Jón og Gerður jóla-VISA-reikning fá. Ekki víst hvort alltaf verður afskaplega gaman þá.Hjálmar FreysteinssonHreingerning Ef á að þvo, þá það.Bjarni Hafþór Helgason Þetta mun vera stysta vísa sem gerð hefur verið miðað við að hér eru stuðlar, höfuð- stafir og rím, allt samkvæmt reglunum og merkingarlegt innihald hennar er þar að auki skýrt og skilmerkilegt. ... Brúnegg koma í búðirnar, búist er við góðri sölu; horuðustu hænurnar hafa skipt um kennitölu.Hjálmar Freysteinsson ... Merkilegt hve málfarssviðið margir teygja breitt og vítt; nautahakkið þitt er þiðið; þér hefur sjálfsagt verið rítt.Björn IngólfssonHöfundur kom í kjötbúð og bað um frosið nautahakk en stúlkan sem afgreiddi sagði að því miður þá væri allt nautahakkið þiðið (í stað þess að segja þítt). ... Þó að napur næði á kinn norðan gjóstur, ekki trassar útburðinn Ársæll póstur.Hjálmar Freysteinsson Vísan er ort eftir að í ljós kom að Ársæll Valfells háskólakennari hafði farið með umslag fyrir Gunnar Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og sett í póstkassa DV. Í umslaginu voru upplýsingar sem Gunnar var að leka til DV. ... Oft smellti Guðmundur (Gummi) á Geirríði kossunum (slummi) en hann var (með sanni) harðgiftur (manni) sem heitir víst Hrafn (eða Krummi).Bjarki Karlsson ... Ungur var hann efni í mann, orti strax á koppnum. Það má segja þetta um hann: Þá var hann á toppnum.Bjarni Stefán KonráðssonLeiðsögumaður hugsar til sumarsins Þegar völlur þornar senn og þokar mjöll af grundum, upp á fjöll og ferðamenn fer ég öllum stundum.Jón Ingvar Jónsson ... Það er almenningsálit í sveitinni að ást séra Marteins á geitinni honum síst megi lá þegar litið er á hve lík hún er Jórunni heitinniJóhann S. Hannesson ... Ýmislegt ég yrkja kann; á því hef ég lag. Skýrslu fyrir skattstjórann skáldaði ég í dag.Hjálmar FreysteinssonHeilræðavísa í anda Hallgríms Péturssonar Sýru, hass og heróín, háskasveppi, kókaín, sprittið, tóbak, spítt og vín spara skaltu vina mín.Helgi Zimsen Tengdar fréttir Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06 Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Á aðventu er gaman að rýna í nýjustu bóksölulista og ef að er gáð kemur á daginn að efst á lista yfir mest seldu ljóðabækurnar er Gamanvísnabókin. Sem ætti að færa okkur heim sanninn um að ferskeytlan, þetta forna ljóðform sem hefur verið Íslendingum hugleikin aftur í aldir, lifir góðu lífi. Það er hinn afar vinsæli kennari til fjölda ára og fræðimaður, Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku Jökuldal, doktor í bragfræðum, sem tók saman. Þarna er safn fyndnustu, snjöllustu og furðulegustu vísum sem samdar hafa verð af íslenskum hagyrðingum, hvorki meira né minna. Vísir birtir hér nokkrar þessara vísna, lesendum til skemmtunar: Að skilnaði mælti’ hún „I miss you so much that I now have to kiss you!“ – En mér fannst það alls ekkert issue og afhenti konunni tissue.Bjarki Karlsson ... Í janúar svo Jón og Gerður jóla-VISA-reikning fá. Ekki víst hvort alltaf verður afskaplega gaman þá.Hjálmar FreysteinssonHreingerning Ef á að þvo, þá það.Bjarni Hafþór Helgason Þetta mun vera stysta vísa sem gerð hefur verið miðað við að hér eru stuðlar, höfuð- stafir og rím, allt samkvæmt reglunum og merkingarlegt innihald hennar er þar að auki skýrt og skilmerkilegt. ... Brúnegg koma í búðirnar, búist er við góðri sölu; horuðustu hænurnar hafa skipt um kennitölu.Hjálmar Freysteinsson ... Merkilegt hve málfarssviðið margir teygja breitt og vítt; nautahakkið þitt er þiðið; þér hefur sjálfsagt verið rítt.Björn IngólfssonHöfundur kom í kjötbúð og bað um frosið nautahakk en stúlkan sem afgreiddi sagði að því miður þá væri allt nautahakkið þiðið (í stað þess að segja þítt). ... Þó að napur næði á kinn norðan gjóstur, ekki trassar útburðinn Ársæll póstur.Hjálmar Freysteinsson Vísan er ort eftir að í ljós kom að Ársæll Valfells háskólakennari hafði farið með umslag fyrir Gunnar Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, og sett í póstkassa DV. Í umslaginu voru upplýsingar sem Gunnar var að leka til DV. ... Oft smellti Guðmundur (Gummi) á Geirríði kossunum (slummi) en hann var (með sanni) harðgiftur (manni) sem heitir víst Hrafn (eða Krummi).Bjarki Karlsson ... Ungur var hann efni í mann, orti strax á koppnum. Það má segja þetta um hann: Þá var hann á toppnum.Bjarni Stefán KonráðssonLeiðsögumaður hugsar til sumarsins Þegar völlur þornar senn og þokar mjöll af grundum, upp á fjöll og ferðamenn fer ég öllum stundum.Jón Ingvar Jónsson ... Það er almenningsálit í sveitinni að ást séra Marteins á geitinni honum síst megi lá þegar litið er á hve lík hún er Jórunni heitinniJóhann S. Hannesson ... Ýmislegt ég yrkja kann; á því hef ég lag. Skýrslu fyrir skattstjórann skáldaði ég í dag.Hjálmar FreysteinssonHeilræðavísa í anda Hallgríms Péturssonar Sýru, hass og heróín, háskasveppi, kókaín, sprittið, tóbak, spítt og vín spara skaltu vina mín.Helgi Zimsen
Tengdar fréttir Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06 Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Gamlir vendir sópa Sólrúnu Diego niður lista Arnaldur og Yrsa halda fast í toppsætin. 13. desember 2017 10:06