Svitnuðu við að kaupa efnið í gripina Guðný Hrönn skrifar 14. desember 2017 12:15 Orri og Helga afhjúpa nýju gripina í verslun sinni á Skólavörðustíg 17a í kvöld klukkan 17-20. VÍSIR/ANTON BRINK Skartgripafyrirtækið Orrifinn fagnar fimm ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni ákváðu skartgripahönnuðirnir Orri Finnbogason og Helga G. Friðriksdóttir að láta draum rætast og smíða viðhafnarútgáfur af nokkrum gripum úr 18 karata gulli og þekja þá demöntum. „Okkur hefur svo ofboðslega lengi dreymt um að smíða meira úr gulli. En sökum kostnaðar þá hefur það ekki endilega alltaf verið sniðugasta leiðin til að fara. En í tilefni af fimm ára afmælinu þá ákváðum við að taka þetta alla leið,“ útskýrir Helga sem viðurkennir að hráefnið í skartgripina hafi kostað sitt.„Maður náttúrulega svitnar þegar maður kaupir efnið og er hræddur um að setja sig á hausinn. Það er mjög óþægileg tilfinning,“ segir Helga og skellir upp úr. „Þetta er eitthvað sem ég hefði ekki treyst mér til að gera fyrr. Þegar við vorum að byrja að byggja fyrirtækið upp þá hefði maður ekki þorað að fjárfesta svona mikið í efniskaup.“ Eins mikið af demöntum og hægt er18 karata gull og demantar eru í aðalhlutverki í nýjustu línunni frá Orrifinn.VÍSIR/ANTNON BRINKBeðin um að lýsa nýja skartinu nánar segir Helga: „Við völdum þá skartgripi frá okkur sem okkur hefur þótt standa upp úr á þessum fimm árum. Og við tókum þá gripi og smíðuðum þá úr 18 karata gulli. Svo setjum við bara eins mikið af demöntum og við getum í hvert og eitt stykki. Mest náðum við að setja 39 demanta í einn grip,“ segir Helga um nýja viðhafnar-skartið sem verður til í takmörkuðu upplagi núna fyrir jólin. Það verður svo afhjúpað í afmælisboði Orrafinn í kvöld. Þess má geta að Orri lærði demantaísetningu á sínum yngri árum í New York. „Okkur finnst þetta líka vera smá óður til fortíðar Orra sem vann við þetta í New York. Hann flutti þangað sem unglingur með ekkert nema bakpoka nánast og endaði nokkuð tilviljunarkennt á að vinna sem demantaísetjari hjá stóru demantafyrirtæki á Manhattan. Það er því gaman að nýta þá dýrmætu reynslu og mikil forréttindi að geta sett demanta í sjálf.“ Tíska og hönnun Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Skartgripafyrirtækið Orrifinn fagnar fimm ára afmæli um þessar mundir. Af því tilefni ákváðu skartgripahönnuðirnir Orri Finnbogason og Helga G. Friðriksdóttir að láta draum rætast og smíða viðhafnarútgáfur af nokkrum gripum úr 18 karata gulli og þekja þá demöntum. „Okkur hefur svo ofboðslega lengi dreymt um að smíða meira úr gulli. En sökum kostnaðar þá hefur það ekki endilega alltaf verið sniðugasta leiðin til að fara. En í tilefni af fimm ára afmælinu þá ákváðum við að taka þetta alla leið,“ útskýrir Helga sem viðurkennir að hráefnið í skartgripina hafi kostað sitt.„Maður náttúrulega svitnar þegar maður kaupir efnið og er hræddur um að setja sig á hausinn. Það er mjög óþægileg tilfinning,“ segir Helga og skellir upp úr. „Þetta er eitthvað sem ég hefði ekki treyst mér til að gera fyrr. Þegar við vorum að byrja að byggja fyrirtækið upp þá hefði maður ekki þorað að fjárfesta svona mikið í efniskaup.“ Eins mikið af demöntum og hægt er18 karata gull og demantar eru í aðalhlutverki í nýjustu línunni frá Orrifinn.VÍSIR/ANTNON BRINKBeðin um að lýsa nýja skartinu nánar segir Helga: „Við völdum þá skartgripi frá okkur sem okkur hefur þótt standa upp úr á þessum fimm árum. Og við tókum þá gripi og smíðuðum þá úr 18 karata gulli. Svo setjum við bara eins mikið af demöntum og við getum í hvert og eitt stykki. Mest náðum við að setja 39 demanta í einn grip,“ segir Helga um nýja viðhafnar-skartið sem verður til í takmörkuðu upplagi núna fyrir jólin. Það verður svo afhjúpað í afmælisboði Orrafinn í kvöld. Þess má geta að Orri lærði demantaísetningu á sínum yngri árum í New York. „Okkur finnst þetta líka vera smá óður til fortíðar Orra sem vann við þetta í New York. Hann flutti þangað sem unglingur með ekkert nema bakpoka nánast og endaði nokkuð tilviljunarkennt á að vinna sem demantaísetjari hjá stóru demantafyrirtæki á Manhattan. Það er því gaman að nýta þá dýrmætu reynslu og mikil forréttindi að geta sett demanta í sjálf.“
Tíska og hönnun Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein