Ikea-geitin stendur enn en brennur á málverki Þórarinn Þórarinsson skrifar 14. desember 2017 07:00 "Ég fékk eiginlega bara þessa vitrun, að ég yrði að mála jólageitina í björtu báli.“ Þrándur Þórarinsson myndlistarmaður. Vísir/eyþór Glænýtt málverk Þrándar Þórarinssonar af Ikea-geitinni alelda hefur vakið athygli enda vantar ekkert upp á dramatíkina þar sem heiðnar vísanir og demónísk áhrif frá sjálfum Francisco de Goya dansa í bálinu. „Ég fékk eiginlega bara þessa vitrun, að ég yrði að mála jólageitina í björtu báli,“ segir Þrándur um verkið sem hann vann mjög hratt.„Ég vildi koma henni út fyrir jólin.“ Enda ekki eftir neinu að bíða þegar Ikea-geitin er annars vegar þar sem segja má að hefð sé komin fyrir því að kveikja í henni fyrir jól. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, er yfir sig hrifinn af málverkinu og segist endilega vilja eignast það fyrir hönd Ikea.Sjáið geitina í listrænum logum.„Mér finnst þetta frábærlega flott og ég væri til í að eignast þessa mynd og gefa henni heiðurssess á skrifstofunni minni. Ég gleðst yfir að alvöru listamaður sýni þessu áhuga,“ segir Þórarinn. „Hún er með horn, eins og hún komi úr neðra, en annars eru ansi mikil líkindi með henni og geitinni okkar,“ segir hann, býsna glöggur á myndmál Þrándar. „Það er eitthvað díabólískt og heiðið við að kveikja í geit og ég velti fyrir mér hvernig ég gæti undirstrikað það,“ segir listamaðurinn sem sótti í smiðju Goya en horn geitarinnar minna mjög á geitur í þekktum nornamyndum þess mikla meistara. Þótt Þórarinn hrífist af málverkinu vonast hann til þess að Ikea-geitin fái að standa í friði þetta árið. „Það er þegar búið að sýna henni nokkur tilræði og nýlega voru þrír drengir stöðvaðir áður en þeim tókst að kveikja í henni. Eitthvað hefur verið talað um auglýsingagildi þess að hún brenni en það er ekki það sem við viljum.“ Þórarinn segir geitina aldrei hafa verið jafn vel vaktaða. „Við erum með mann í bíl við hliðina á henni allar nætur, umhverfis hana er rafmagnsgirðing með gaddavírum og myndavélum er beint að henni. Við kostum miklu til til þess að koma í veg fyrir þetta en ef brotaviljinn er nógu einbeittur getur það reynst erfitt,“ segir Þórarinn og nefnir sem dæmi að hann hafi heyrt hugmyndir um að nota dróna til þess að hella yfir hana bensíni og kveikja í. „Einu sinni brann hún á Þorláksmessu þannig að hún er ekki sloppin.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Glænýtt málverk Þrándar Þórarinssonar af Ikea-geitinni alelda hefur vakið athygli enda vantar ekkert upp á dramatíkina þar sem heiðnar vísanir og demónísk áhrif frá sjálfum Francisco de Goya dansa í bálinu. „Ég fékk eiginlega bara þessa vitrun, að ég yrði að mála jólageitina í björtu báli,“ segir Þrándur um verkið sem hann vann mjög hratt.„Ég vildi koma henni út fyrir jólin.“ Enda ekki eftir neinu að bíða þegar Ikea-geitin er annars vegar þar sem segja má að hefð sé komin fyrir því að kveikja í henni fyrir jól. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, er yfir sig hrifinn af málverkinu og segist endilega vilja eignast það fyrir hönd Ikea.Sjáið geitina í listrænum logum.„Mér finnst þetta frábærlega flott og ég væri til í að eignast þessa mynd og gefa henni heiðurssess á skrifstofunni minni. Ég gleðst yfir að alvöru listamaður sýni þessu áhuga,“ segir Þórarinn. „Hún er með horn, eins og hún komi úr neðra, en annars eru ansi mikil líkindi með henni og geitinni okkar,“ segir hann, býsna glöggur á myndmál Þrándar. „Það er eitthvað díabólískt og heiðið við að kveikja í geit og ég velti fyrir mér hvernig ég gæti undirstrikað það,“ segir listamaðurinn sem sótti í smiðju Goya en horn geitarinnar minna mjög á geitur í þekktum nornamyndum þess mikla meistara. Þótt Þórarinn hrífist af málverkinu vonast hann til þess að Ikea-geitin fái að standa í friði þetta árið. „Það er þegar búið að sýna henni nokkur tilræði og nýlega voru þrír drengir stöðvaðir áður en þeim tókst að kveikja í henni. Eitthvað hefur verið talað um auglýsingagildi þess að hún brenni en það er ekki það sem við viljum.“ Þórarinn segir geitina aldrei hafa verið jafn vel vaktaða. „Við erum með mann í bíl við hliðina á henni allar nætur, umhverfis hana er rafmagnsgirðing með gaddavírum og myndavélum er beint að henni. Við kostum miklu til til þess að koma í veg fyrir þetta en ef brotaviljinn er nógu einbeittur getur það reynst erfitt,“ segir Þórarinn og nefnir sem dæmi að hann hafi heyrt hugmyndir um að nota dróna til þess að hella yfir hana bensíni og kveikja í. „Einu sinni brann hún á Þorláksmessu þannig að hún er ekki sloppin.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira