Segir ákvæði um húsnæðismál óskýrt Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. desember 2017 08:00 Forseti ASÍ segir að í Sviss sé einungis heimilt að nýta séreignarsparnað til húsnæðiskaupa. vísir/vilhelm „Ég get ekki botnað það hvað er átt við,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um ákvæði í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um aðgerðir í húsnæðismálum. Þar kemur fram að ríkisstjórnin muni fara í aðgerðir sem lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. „Í því augnamiði verða stuðningskerfi hins opinbera endurskoðuð þannig að stuðningurinn nýtist fyrst og fremst þessum hópum. Meðal annars verða skoðaðir möguleikar á því að hægt verði að nýta lífeyrissparnað til þessa.“Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍFréttablaðið hefur ítrekað spurt Ásmund Einar Daðason, nýjan velferðarráðherra, hvað þarna er átt við, en hann hefur ekki svarað fyrirspurninni. Í aðdraganda síðustu þingkosninga kynnti Framsóknarflokkurinn svokallaða svissneska leið í húsnæðismálum. Gylfi Arnbjörnsson segir ekkert nýtt í þeirri aðferð. Hann bendir á að í Sviss sé einungis heimilt að nýta séreignarsparnað til húsnæðiskaupa. Ekki sé heimilt að nota fé úr samtryggingarsjóðum. Hér á landi sé nú þegar búið að heimila nýtingu séreignarsparnaðar til fyrstu íbúðakaupa. „Það er fjöldi fólks að gera það og þarf ekkert að heimila það aftur,“ segir Gylfi. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra hafa nú þegar um 700 manns fengið heimild sem tók gildi 1. júlí síðastliðinn til að nýta séreignarsparnaðinn skattfrjálst til útborgunar í kaup á fyrstu íbúð eða greiðslu inn á lán. Síðan hafa 44 þúsund nýtt sér heimild frá 2014 til útgreiðslu séreignarsparnaðar til að kaupa íbúð til eigin nota eða greiðslu inn á lán. Gylfi segir að í þessu ljósi sé vandséð hverjar fyrirætlanirnar séu. Hann bendir líka á að langstærstu lánveitendurnir til fasteignakaupa séu lífeyrissjóðirnir. „Þeir hafa verið að auka sinn hlut á þessum markaði og þeir gera það á kjörum sem eru miklu hagstæðari en bankarnir bjóða upp á. Það hefur alltaf verið mjög veigamikill þáttur í fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða að lána sínum sjóðsfélögum.“ Gylfi segir að það yrði mjög varhugavert ef ríkið myndi heimila launþegum að nýta samtryggingarréttinn til að fjármagna fyrstu íbúðakaup. „Við vörum algerlega við því. Ef ungt fólk er að fara að gera það þá missir það fjórðung til þriðjung lífeyrisréttinda,“ segir hann og bætir við að það sé ekki hyggilegt að ungt fólk fórni tryggingum sínum til að koma sér þaki yfir höfuðið. „Lífeyriskerfið okkar er með alveg gríðarlega miklar fjölskyldutryggingar. Bæði hvað varðar örorkulífeyri, makalífeyri og barnalífeyri. Þetta eru allt þættir sem skipta sköpum fyrir þá sem lenda í alvarlegum slysum eða veikindum. Þá er það þetta sem skiptir sköpum, miklu meira en opinberi geirinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
„Ég get ekki botnað það hvað er átt við,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um ákvæði í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar um aðgerðir í húsnæðismálum. Þar kemur fram að ríkisstjórnin muni fara í aðgerðir sem lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. „Í því augnamiði verða stuðningskerfi hins opinbera endurskoðuð þannig að stuðningurinn nýtist fyrst og fremst þessum hópum. Meðal annars verða skoðaðir möguleikar á því að hægt verði að nýta lífeyrissparnað til þessa.“Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍFréttablaðið hefur ítrekað spurt Ásmund Einar Daðason, nýjan velferðarráðherra, hvað þarna er átt við, en hann hefur ekki svarað fyrirspurninni. Í aðdraganda síðustu þingkosninga kynnti Framsóknarflokkurinn svokallaða svissneska leið í húsnæðismálum. Gylfi Arnbjörnsson segir ekkert nýtt í þeirri aðferð. Hann bendir á að í Sviss sé einungis heimilt að nýta séreignarsparnað til húsnæðiskaupa. Ekki sé heimilt að nota fé úr samtryggingarsjóðum. Hér á landi sé nú þegar búið að heimila nýtingu séreignarsparnaðar til fyrstu íbúðakaupa. „Það er fjöldi fólks að gera það og þarf ekkert að heimila það aftur,“ segir Gylfi. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra hafa nú þegar um 700 manns fengið heimild sem tók gildi 1. júlí síðastliðinn til að nýta séreignarsparnaðinn skattfrjálst til útborgunar í kaup á fyrstu íbúð eða greiðslu inn á lán. Síðan hafa 44 þúsund nýtt sér heimild frá 2014 til útgreiðslu séreignarsparnaðar til að kaupa íbúð til eigin nota eða greiðslu inn á lán. Gylfi segir að í þessu ljósi sé vandséð hverjar fyrirætlanirnar séu. Hann bendir líka á að langstærstu lánveitendurnir til fasteignakaupa séu lífeyrissjóðirnir. „Þeir hafa verið að auka sinn hlut á þessum markaði og þeir gera það á kjörum sem eru miklu hagstæðari en bankarnir bjóða upp á. Það hefur alltaf verið mjög veigamikill þáttur í fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða að lána sínum sjóðsfélögum.“ Gylfi segir að það yrði mjög varhugavert ef ríkið myndi heimila launþegum að nýta samtryggingarréttinn til að fjármagna fyrstu íbúðakaup. „Við vörum algerlega við því. Ef ungt fólk er að fara að gera það þá missir það fjórðung til þriðjung lífeyrisréttinda,“ segir hann og bætir við að það sé ekki hyggilegt að ungt fólk fórni tryggingum sínum til að koma sér þaki yfir höfuðið. „Lífeyriskerfið okkar er með alveg gríðarlega miklar fjölskyldutryggingar. Bæði hvað varðar örorkulífeyri, makalífeyri og barnalífeyri. Þetta eru allt þættir sem skipta sköpum fyrir þá sem lenda í alvarlegum slysum eða veikindum. Þá er það þetta sem skiptir sköpum, miklu meira en opinberi geirinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira