Hóta að bera öryrkja og hund út fyrir jól Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. desember 2017 07:00 Sigurbjörg Hlöðversdóttir segir að hún og hundurinn Hrollur fari hvergi og að hússjóður ÖBÍ verði að láta bera hana út. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég get ekkert farið, ég hef engan samastað, enga peninga til að leigja mér eitt né neitt. Ég væri ekki hérna ef ég gæti verið annars staðar,“ segir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, öryrki og íbúi í Hátúni 10, húsnæði Brynju hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, sem í gær barst bréf frá lögfræðistofu þar sem henni er hótað útburði. Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um mál Sigurbjargar að undanförnu, en leigusamningur hennar var ekki endurnýjaður þar sem hún hafði gerst brotleg við húsreglur um dýrahald. Sigurbjörg býr í íbúð sinni í Hátúni ásamt pomeranian-hundinum Hrolli sem hefur reynst eigandanum mikilvægur félagsskapur í gegnum tíðina. Upphaflega bar Sigurbjörgu að skila íbúðinni 1. desember síðastliðinn. Hún kærði ákvörðun Brynju til kærunefndar húsnæðismála í velferðarráðuneytinu og hélt hún hefði keypt sér tíma meðan málið væri til meðferðar.Bréfið sem barst.Annað kom á daginn í gær þegar hún var heimsótt af fulltrúa Lögfræðistofu Reykjavíkur sem afhenti henni ómerkt umslag. Í því var að finna áskorun, dagsetta 4. desember, um að hún tæmi íbúðina nú þegar og skili lyklunum til Brynju. Í bréfinu er henni hótað útburði, en þar segir: „Verði ekki orðið við því innan 3ja daga frá birtingu áskorunar þessarar mun verða farið fram á aðfararheimild hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og þess síðan krafist að þú verðir borin út úr húsnæðinu með atbeina sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.“ Sigurbjörg er hvumsa yfir þessu útspili og furðar sig á að hægt sé að fara út í aðgerðir sem þessar áður en úrskurður kærunefndar liggur fyrir. „En ég er ekki lögfræðingur, ég er bara öryrki hérna. Ég er að brjóta húsreglur, engin spurning um það, en ég er á því að Brynja sé að brjóta lög með þessari mismunun,“ segir hún og vísar þar í að fjöldi íbúa í Hátúni haldi gæludýr. Hún kveðst ekki ætla að verða við áskoruninni. „Ég verð bara að sitja og bíða. Leyfa þeim að bera mig út, hvenær sem það verður. 24. desember kannski.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Sigurbjörg og Hrollur fá aðstoð frá Ingu Sæland Kærði uppsögn hússjóðs ÖBÍ á leigusamningi vegna hundahalds til kærunefndar húsnæðismála. Átti að skila af sér íbúðinni 1. desember en bíður niðurstöðu. 2. desember 2017 07:00 Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00 Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Læknir mælir eindregið með því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir fái að halda hundinum Hrolli, heilsu sinnar vegna. 9. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
„Ég get ekkert farið, ég hef engan samastað, enga peninga til að leigja mér eitt né neitt. Ég væri ekki hérna ef ég gæti verið annars staðar,“ segir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, öryrki og íbúi í Hátúni 10, húsnæði Brynju hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, sem í gær barst bréf frá lögfræðistofu þar sem henni er hótað útburði. Fréttablaðið hefur fjallað ítarlega um mál Sigurbjargar að undanförnu, en leigusamningur hennar var ekki endurnýjaður þar sem hún hafði gerst brotleg við húsreglur um dýrahald. Sigurbjörg býr í íbúð sinni í Hátúni ásamt pomeranian-hundinum Hrolli sem hefur reynst eigandanum mikilvægur félagsskapur í gegnum tíðina. Upphaflega bar Sigurbjörgu að skila íbúðinni 1. desember síðastliðinn. Hún kærði ákvörðun Brynju til kærunefndar húsnæðismála í velferðarráðuneytinu og hélt hún hefði keypt sér tíma meðan málið væri til meðferðar.Bréfið sem barst.Annað kom á daginn í gær þegar hún var heimsótt af fulltrúa Lögfræðistofu Reykjavíkur sem afhenti henni ómerkt umslag. Í því var að finna áskorun, dagsetta 4. desember, um að hún tæmi íbúðina nú þegar og skili lyklunum til Brynju. Í bréfinu er henni hótað útburði, en þar segir: „Verði ekki orðið við því innan 3ja daga frá birtingu áskorunar þessarar mun verða farið fram á aðfararheimild hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og þess síðan krafist að þú verðir borin út úr húsnæðinu með atbeina sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.“ Sigurbjörg er hvumsa yfir þessu útspili og furðar sig á að hægt sé að fara út í aðgerðir sem þessar áður en úrskurður kærunefndar liggur fyrir. „En ég er ekki lögfræðingur, ég er bara öryrki hérna. Ég er að brjóta húsreglur, engin spurning um það, en ég er á því að Brynja sé að brjóta lög með þessari mismunun,“ segir hún og vísar þar í að fjöldi íbúa í Hátúni haldi gæludýr. Hún kveðst ekki ætla að verða við áskoruninni. „Ég verð bara að sitja og bíða. Leyfa þeim að bera mig út, hvenær sem það verður. 24. desember kannski.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Sigurbjörg og Hrollur fá aðstoð frá Ingu Sæland Kærði uppsögn hússjóðs ÖBÍ á leigusamningi vegna hundahalds til kærunefndar húsnæðismála. Átti að skila af sér íbúðinni 1. desember en bíður niðurstöðu. 2. desember 2017 07:00 Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00 Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Læknir mælir eindregið með því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir fái að halda hundinum Hrolli, heilsu sinnar vegna. 9. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Sigurbjörg og Hrollur fá aðstoð frá Ingu Sæland Kærði uppsögn hússjóðs ÖBÍ á leigusamningi vegna hundahalds til kærunefndar húsnæðismála. Átti að skila af sér íbúðinni 1. desember en bíður niðurstöðu. 2. desember 2017 07:00
Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurbjörg Hlöðversdóttir óttast að enda í tjaldi í Laugardal eftir að Brynja, hússjóður ÖBÍ, tilkynnti henni um mánaðamótin að hún þyrfti að afhenda íbúð sína í Hátúni 10 fyrir 1. desember. 6. nóvember 2017 06:00
Heilsuspursmál að Sigurbjörg fái að halda hundinum sínum Læknir mælir eindregið með því að Sigurbjörg Hlöðversdóttir fái að halda hundinum Hrolli, heilsu sinnar vegna. 9. nóvember 2017 06:00