Ísland enginn griðastaður fyrir konur Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2017 06:29 Kynferðisleg áreitni virðist vera fylgifiskur næturlífsins á Íslandi. Vísir/KTD Alþjóðlega fréttaveitan AP beinir sjónum sínum að baráttu Íslendinga gegn kynbundnu ofbeldi í myndbandi sem veitan birti í gær. Í myndbandinu er litið til þess að Íslendingum sé reglulega hampað sem kyndilberum jafnréttis í heiminum. Hér sé meðal annars að finna kvenkyns forsætisráðherra og jafnréttislöggjöf sem á sér fáa líka í heiminum. Engu að síður er tilkynnt um fleiri nauðganir í Reykjavík, miðað við höfðatölu, en í mörgum öðrum stórborgum Evrópu. Þannig hafi þriðjungur íslenskra kvenna á aldrinum 18 til 80 ára orðið fyrir ofbeldi af hendi karlmanns. Í myndbandinu er litið við í kennslustund kynjafræði í Borgarholtsskóla þar sem rætt er við nemendur og kennarann Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur. Þá er Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði, jafnframt tekin tali. Hún segir að þvert á orðsporið sé Ísland enginn griðastaður fyrir konur. Að sama skapi er fjallað um tilraunir skemmtistaða til þess að sporna við áreitninni sem virðist vera fylgifiskur næturlífsins í miðborg Reykjavíkur. Helga Lind Mar, einn af forsprökkum Druslugöngunnar, segir að markmiðið sé ekki aðeins að minna fólk á að áreita ekki aðra heldur einnig að hvetja fólk til að greina frá áreitninni sem það verður fyrir. Myndband fréttaveitunnar má sjá hér að neðan. Jafnréttismál Næturlíf Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sjá meira
Alþjóðlega fréttaveitan AP beinir sjónum sínum að baráttu Íslendinga gegn kynbundnu ofbeldi í myndbandi sem veitan birti í gær. Í myndbandinu er litið til þess að Íslendingum sé reglulega hampað sem kyndilberum jafnréttis í heiminum. Hér sé meðal annars að finna kvenkyns forsætisráðherra og jafnréttislöggjöf sem á sér fáa líka í heiminum. Engu að síður er tilkynnt um fleiri nauðganir í Reykjavík, miðað við höfðatölu, en í mörgum öðrum stórborgum Evrópu. Þannig hafi þriðjungur íslenskra kvenna á aldrinum 18 til 80 ára orðið fyrir ofbeldi af hendi karlmanns. Í myndbandinu er litið við í kennslustund kynjafræði í Borgarholtsskóla þar sem rætt er við nemendur og kennarann Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur. Þá er Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði, jafnframt tekin tali. Hún segir að þvert á orðsporið sé Ísland enginn griðastaður fyrir konur. Að sama skapi er fjallað um tilraunir skemmtistaða til þess að sporna við áreitninni sem virðist vera fylgifiskur næturlífsins í miðborg Reykjavíkur. Helga Lind Mar, einn af forsprökkum Druslugöngunnar, segir að markmiðið sé ekki aðeins að minna fólk á að áreita ekki aðra heldur einnig að hvetja fólk til að greina frá áreitninni sem það verður fyrir. Myndband fréttaveitunnar má sjá hér að neðan.
Jafnréttismál Næturlíf Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Fleiri fréttir Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sjá meira