Brauðtertur og tengsl Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 13. desember 2017 07:00 Ég stend úti fyrir dyrum með töskuna mína, svolítið svona eins og ljósmóðir í sveit frá fyrrihluta síðustu aldar, og hringi bjöllunni. Á móti kemur angan af brauðterturúllum í ofni í bland við rakspíra og ilmvötn, skvaldur hinna fullorðnu og hlátrasköll barna. Yfirleitt eru það uppáfærðar jafnöldrur mínar sem taka á móti mér, bjóða mig velkomna og tilkynna mér með miklu stolti að þær séu ömmurnar í fjölskyldunni og nú skuli ég fara inn í svefnherbergi til að fara í ölbuna mína og þar sé móðirin að klæða barnið. Og þegar stundin er komin stendur presturinn hvítklæddur við skírnarskálina og foreldrarnir með barnið í síða skírnarkjólnum sem er bæn um það að barnið megi vaxa og dafna og verða heilbrigð og hamingjusöm manneskja í anda Jesú Krists. Fátt finnst mér fegurra en gamlir skírnarkjólar sem eru merktir með nöfnum tuga einstaklinga sem hafa klæðst kjólnum sem ungbörn. Fæðing barns í heiminn er óendanlega stór gjöf og með hverju barni fæðist ný von inn í veröldina. Á skírnarstundu skynja það allir og því er bæði grátið og glaðst um leið og foreldrar, skírnarvottar og fjölskyldan öll ásamt samfélagi kirkjunnar lofa að elska og virða barnið skilyrðislaust og standa með því á lífsveginum. Með skírninni fær barnið það lífsverkefni að líkjast Jesú Kristi sem gerði skýra ástarkröfu á alla menn og barðist fyrir mannréttindum. Á þessum stundum skynjar maður svo vel að heimilið er heilagt eins og kirkjuhúsið, vegna þess að það er frátekið fyrir náin mannleg tengsl og athvarf þegar tengslin rofna. Nú eru jólin að koma, tengslahátíðin þegar sögð er sagan af barninu sem fæðist við erfið kjör en er umvafið fólki sem lofar að reynast því vel. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun
Ég stend úti fyrir dyrum með töskuna mína, svolítið svona eins og ljósmóðir í sveit frá fyrrihluta síðustu aldar, og hringi bjöllunni. Á móti kemur angan af brauðterturúllum í ofni í bland við rakspíra og ilmvötn, skvaldur hinna fullorðnu og hlátrasköll barna. Yfirleitt eru það uppáfærðar jafnöldrur mínar sem taka á móti mér, bjóða mig velkomna og tilkynna mér með miklu stolti að þær séu ömmurnar í fjölskyldunni og nú skuli ég fara inn í svefnherbergi til að fara í ölbuna mína og þar sé móðirin að klæða barnið. Og þegar stundin er komin stendur presturinn hvítklæddur við skírnarskálina og foreldrarnir með barnið í síða skírnarkjólnum sem er bæn um það að barnið megi vaxa og dafna og verða heilbrigð og hamingjusöm manneskja í anda Jesú Krists. Fátt finnst mér fegurra en gamlir skírnarkjólar sem eru merktir með nöfnum tuga einstaklinga sem hafa klæðst kjólnum sem ungbörn. Fæðing barns í heiminn er óendanlega stór gjöf og með hverju barni fæðist ný von inn í veröldina. Á skírnarstundu skynja það allir og því er bæði grátið og glaðst um leið og foreldrar, skírnarvottar og fjölskyldan öll ásamt samfélagi kirkjunnar lofa að elska og virða barnið skilyrðislaust og standa með því á lífsveginum. Með skírninni fær barnið það lífsverkefni að líkjast Jesú Kristi sem gerði skýra ástarkröfu á alla menn og barðist fyrir mannréttindum. Á þessum stundum skynjar maður svo vel að heimilið er heilagt eins og kirkjuhúsið, vegna þess að það er frátekið fyrir náin mannleg tengsl og athvarf þegar tengslin rofna. Nú eru jólin að koma, tengslahátíðin þegar sögð er sagan af barninu sem fæðist við erfið kjör en er umvafið fólki sem lofar að reynast því vel. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.