Finnsk stríðsmynd slær sprengjuheimsmet James Bond Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2017 13:59 Atriði úr myndinni Unknown Soldier. IMDB Finnska stríðsmyndin Unknown Soldier, eða Óþekkti hermaðurinn, er að gera allt vitlaust í Finnlandi en um 830 þúsund manns hafa séð myndina frá því hún var frumsýnd 27. október síðastliðinn. Myndin, sem kostaði því sem nemur um 860 milljónum íslenskra króna, hefur því tekið inn því sem nemur um 1,4 milljörðum króna í Finnlandi og er næsta stærsta myndin þar frá upphafi, á eftir Titanic. Tuttugu þúsund manns sáu myndina í Svíþjóð um liðna helgi, sem er met fyrir finnska mynd. Leikstjóri myndarinnar er Aku Louhimies en myndin er er byggð á samnefndri skáldsögu rithöfundarins Väinö Linna frá árinu 1954. Sagan hefur tvisvar áður ratað á hvíta tjaldið, 1955 og 1985. Myndin var frumsýnd 27. október síðastliðinn í tilefni af hundrað ára sjálfstæðisafmælis Finna. Myndin segir frá því þegar ungum mönnum úr öllum landshornum Finnlands og flestum þjóðfélagsþrepum var safnað saman og sendir til að berjast við Sovétríkin í því sem Finnar hafa kallað framhaldsstríðið 1941 til 1944. Óþekkti hermaðurinn er ekki aðeins að slá áhorfsmet í Finnlandi heldur hefur myndin einnig slegið heimsmet sem James Bond myndin Spectre átti. Í Óþekkta hermanninum eru sprengd upp 64,8 kíló af sprengiefni í einni senu, en fyrra metið átti Spectre sem hljóðaði upp á 33 kíló af sprengiefnum. Atriðið sem um ræðir sýnir þegar rússneskt skotbyrgi er sprengt í loft upp. Sprengingin var framkvæmd við gamla herstöð á svæði þar sem átti að fella tré vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Maðurinn sem sá um sprenginguna við tökur myndarinnar er Duncan Capp, sem hefur unnið við Batman Begins og Troy, en hann sagði við Screen Daily að tökuteymið hefði ekki gert sér grein fyrir að metið hefði verið slegið. „Við vissum að við hefðum notað umtalsvert magn af sprengiefni. Það var ekki fyrr en við höfðum lokið við tökur að við áttuðum okkur á því að við höfðum notað mun meira miðað við fyrra metið. Leikstjóri myndarinnar er sagður nú vinna að því að gera fimm þátta sjónvarpsseríu úr myndinni þar sem hver þáttur verður fimmtíu mínútur að lengd. Myndin hefur sterka Íslandstengingu en meðframleiðendur hennar eru Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp hjá framleiðslufyrirtækinu Kisa. Finnland James Bond Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Finnska stríðsmyndin Unknown Soldier, eða Óþekkti hermaðurinn, er að gera allt vitlaust í Finnlandi en um 830 þúsund manns hafa séð myndina frá því hún var frumsýnd 27. október síðastliðinn. Myndin, sem kostaði því sem nemur um 860 milljónum íslenskra króna, hefur því tekið inn því sem nemur um 1,4 milljörðum króna í Finnlandi og er næsta stærsta myndin þar frá upphafi, á eftir Titanic. Tuttugu þúsund manns sáu myndina í Svíþjóð um liðna helgi, sem er met fyrir finnska mynd. Leikstjóri myndarinnar er Aku Louhimies en myndin er er byggð á samnefndri skáldsögu rithöfundarins Väinö Linna frá árinu 1954. Sagan hefur tvisvar áður ratað á hvíta tjaldið, 1955 og 1985. Myndin var frumsýnd 27. október síðastliðinn í tilefni af hundrað ára sjálfstæðisafmælis Finna. Myndin segir frá því þegar ungum mönnum úr öllum landshornum Finnlands og flestum þjóðfélagsþrepum var safnað saman og sendir til að berjast við Sovétríkin í því sem Finnar hafa kallað framhaldsstríðið 1941 til 1944. Óþekkti hermaðurinn er ekki aðeins að slá áhorfsmet í Finnlandi heldur hefur myndin einnig slegið heimsmet sem James Bond myndin Spectre átti. Í Óþekkta hermanninum eru sprengd upp 64,8 kíló af sprengiefni í einni senu, en fyrra metið átti Spectre sem hljóðaði upp á 33 kíló af sprengiefnum. Atriðið sem um ræðir sýnir þegar rússneskt skotbyrgi er sprengt í loft upp. Sprengingin var framkvæmd við gamla herstöð á svæði þar sem átti að fella tré vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Maðurinn sem sá um sprenginguna við tökur myndarinnar er Duncan Capp, sem hefur unnið við Batman Begins og Troy, en hann sagði við Screen Daily að tökuteymið hefði ekki gert sér grein fyrir að metið hefði verið slegið. „Við vissum að við hefðum notað umtalsvert magn af sprengiefni. Það var ekki fyrr en við höfðum lokið við tökur að við áttuðum okkur á því að við höfðum notað mun meira miðað við fyrra metið. Leikstjóri myndarinnar er sagður nú vinna að því að gera fimm þátta sjónvarpsseríu úr myndinni þar sem hver þáttur verður fimmtíu mínútur að lengd. Myndin hefur sterka Íslandstengingu en meðframleiðendur hennar eru Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp hjá framleiðslufyrirtækinu Kisa.
Finnland James Bond Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira